Nokkur ráð til að öðlast aukinn þroska Hjálmar Sigmarsson skrifar 9. desember 2013 06:00 Eins og fólk sem þekkir mig getur staðfest þá verð ég ekki oft orðlaus, en í ár hefur það komið fyrir nokkrum sinnum, nánar tiltekið þrisvar sinnum. Þessi þrjú skipti áttu sér stað þegar ég heyrði fréttir af því að Hæstiréttur hefði snúið sakfellingum fyrir kynferðisbrot í sýknu. Í kjölfarið hef ég hugsað mikið um þessi tilvik og með hverri sýknun varð þetta mér enn meira hugleikið og oft hugsaði ég með mér „Hvað er málið?” og hvernig stendur á því að trekk í trekk er verið að sýkna í málum sem nú þegar var búið að sakfella í? Hvað er ég ekki að skilja? Eða frekar, hvað eru þessir dómarar ekki að skilja? Sérstaklega í ljósi þess að í þessum þremur málum, skilaði einn dómari séráliti, ein kona, Ingibjörg Benediktsdóttir, á móti fjórum karlkyns dómurum. Það væri kannski rétt að umorða spurningu mína: Hvað eru þessir karlkyns dómarar ekki að skilja? Sérstaklega í ljósi þess að þeir hafa fengið að heyra mótrök frá samdómara sínum. Þegar ég var nýlega að hugsa um þessi mál, rakst ég á stutt viðtal við Stefán Mána rithöfund á vef DV („Hef orðið fyrir vakningu”, DV, 21. nóvember 2013). Þegar hann er spurður af blaðamanni hvort hann sé femínisti og hvernig það hafi komið til, þá svarar Stefán: „Ég veit ekki hvort það er hægt að kalla það þroska eða hvað.“ Já, þroski, það er málið og þá var mér hugsað til þeirra sem hjálpuðu mér þegar ég var fyrst að takast á við femínisma og reyna að skilja hluti sem ég hafði ekki fullan skilning á. Þess vegna ákvað ég að taka saman lista af atriðum sem hjálpuðu mér að öðlast aukinn skilning á hlutum eins og reynslu kvenna og kynferðisofbeldi. Hér eru nokkrar tillögur sem ég hef soðið saman úr reynslu minni og kvenna og karla sem ég hef lært mikið af: Að hlusta Að setja sig í spor annarra Að bera virðingu fyrir reynslu annarra Að gera ekki lítið úr nauðgunum og kynferðisofbeldi Að fara ekki í vörn þegar talað er um kynferðisofbeldi og karlmenn Að búa ekki til afsakanir fyrir gerendur Að leggja ekki áherslu á eða draga fram hluti í fari þolenda sem hafa ekkert með málið að gera, eins og ölvun, klæðnað, o.s.frv. Að átta þig á því að það er heilmargt sem þú hefur ekki upplifað Að skilja að það er sumt sem þú hefur ekki skilning á Að hlusta á fólk sem hefur kynnt sér þessi mál Að lesa þér til og kynna þér þá þekkingu sem er nú þegar til um þennan málaflokk Að átta þig á þínum eigin forréttindum og fordómum og hvernig það getur litað hvernig þú upplifir eða túlkar vissa hluti Þessi listi getur auðvitað verið miklu lengri, en ég vonast til að hann komi samt sem áður að góðum notum. Að lokum: Kæru dómarar, þegar ég var ungur var mér kennt að bera virðingu fyrir ákveðnum starfstéttum og starfsheitum í samfélaginu, þar á meðal dómurum. En ég hef hins vegar lært það með árunum að virðing er áunnin, hún á ekki að koma af sjálfu sér og hana ber að sýna þegar hlutir eru vel gerðir. Og kæru dómarar og kynbræður, ég skal bera virðingu fyrir ykkar störfum þegar þið hafið sýnt að þið eigi hana skilið. Ég vona að listinn hér að ofan hafi áhrif á að þið verðið fyrir vakningu. Með virðingu, Hjálmar.P.S. Vinsamlegast takið ekki þátt í því að skapa eða viðhalda menningu þar sem kynferðisbrot eru ekki refsiverð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Eins og fólk sem þekkir mig getur staðfest þá verð ég ekki oft orðlaus, en í ár hefur það komið fyrir nokkrum sinnum, nánar tiltekið þrisvar sinnum. Þessi þrjú skipti áttu sér stað þegar ég heyrði fréttir af því að Hæstiréttur hefði snúið sakfellingum fyrir kynferðisbrot í sýknu. Í kjölfarið hef ég hugsað mikið um þessi tilvik og með hverri sýknun varð þetta mér enn meira hugleikið og oft hugsaði ég með mér „Hvað er málið?” og hvernig stendur á því að trekk í trekk er verið að sýkna í málum sem nú þegar var búið að sakfella í? Hvað er ég ekki að skilja? Eða frekar, hvað eru þessir dómarar ekki að skilja? Sérstaklega í ljósi þess að í þessum þremur málum, skilaði einn dómari séráliti, ein kona, Ingibjörg Benediktsdóttir, á móti fjórum karlkyns dómurum. Það væri kannski rétt að umorða spurningu mína: Hvað eru þessir karlkyns dómarar ekki að skilja? Sérstaklega í ljósi þess að þeir hafa fengið að heyra mótrök frá samdómara sínum. Þegar ég var nýlega að hugsa um þessi mál, rakst ég á stutt viðtal við Stefán Mána rithöfund á vef DV („Hef orðið fyrir vakningu”, DV, 21. nóvember 2013). Þegar hann er spurður af blaðamanni hvort hann sé femínisti og hvernig það hafi komið til, þá svarar Stefán: „Ég veit ekki hvort það er hægt að kalla það þroska eða hvað.“ Já, þroski, það er málið og þá var mér hugsað til þeirra sem hjálpuðu mér þegar ég var fyrst að takast á við femínisma og reyna að skilja hluti sem ég hafði ekki fullan skilning á. Þess vegna ákvað ég að taka saman lista af atriðum sem hjálpuðu mér að öðlast aukinn skilning á hlutum eins og reynslu kvenna og kynferðisofbeldi. Hér eru nokkrar tillögur sem ég hef soðið saman úr reynslu minni og kvenna og karla sem ég hef lært mikið af: Að hlusta Að setja sig í spor annarra Að bera virðingu fyrir reynslu annarra Að gera ekki lítið úr nauðgunum og kynferðisofbeldi Að fara ekki í vörn þegar talað er um kynferðisofbeldi og karlmenn Að búa ekki til afsakanir fyrir gerendur Að leggja ekki áherslu á eða draga fram hluti í fari þolenda sem hafa ekkert með málið að gera, eins og ölvun, klæðnað, o.s.frv. Að átta þig á því að það er heilmargt sem þú hefur ekki upplifað Að skilja að það er sumt sem þú hefur ekki skilning á Að hlusta á fólk sem hefur kynnt sér þessi mál Að lesa þér til og kynna þér þá þekkingu sem er nú þegar til um þennan málaflokk Að átta þig á þínum eigin forréttindum og fordómum og hvernig það getur litað hvernig þú upplifir eða túlkar vissa hluti Þessi listi getur auðvitað verið miklu lengri, en ég vonast til að hann komi samt sem áður að góðum notum. Að lokum: Kæru dómarar, þegar ég var ungur var mér kennt að bera virðingu fyrir ákveðnum starfstéttum og starfsheitum í samfélaginu, þar á meðal dómurum. En ég hef hins vegar lært það með árunum að virðing er áunnin, hún á ekki að koma af sjálfu sér og hana ber að sýna þegar hlutir eru vel gerðir. Og kæru dómarar og kynbræður, ég skal bera virðingu fyrir ykkar störfum þegar þið hafið sýnt að þið eigi hana skilið. Ég vona að listinn hér að ofan hafi áhrif á að þið verðið fyrir vakningu. Með virðingu, Hjálmar.P.S. Vinsamlegast takið ekki þátt í því að skapa eða viðhalda menningu þar sem kynferðisbrot eru ekki refsiverð.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar