Ein af hverjum fjórum í Malaví fær ekki menntun Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 4. október 2013 07:00 Anjimile Oponyo Ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneytis Malaví segir aðstoð Þróunarsamvinnustofnunar Íslands hafa verið mikilvæga. fréttablaðið/Daníel „Ég var bara heppin. Ég hefði getað flosnað upp úr námi eins og margar skólasystur mínar ef faðir minn hefði ekki lagt mikla áherslu á að við systkinin hlytum góða menntun. Það var mjög óvenjulegt.“ Þetta segir Anjimile Oponyo, ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneytis Malaví í Afríku, sem kom til Íslands í tengslum við átaksviku frjálsra félagasamtaka og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands um mikilvægi og gildi þróunarsamvinnu. Oponyo hlaut skólastyrk frá Alþjóðabankanum til framhaldsnáms í kennslufræðum í Bandaríkjunum. „Menntunin hefur bjargað lífi mínu. Vegna hennar hef ég sjálf getað tekið ákvarðanir sem varða mitt líf. Ég vildi óska þess að allar stúlkur í Malaví hefðu kost á því sama og ég hafði.“ Hún telur að um fjórðungur allra stúlkna í Malaví fái ekki eðlilega skólagöngu. „Sumar koma ekki í skóla fyrr en þær eru orðnar tíu ára og hætta um 14 til 15 ára gamlar þegar þær eru látnar ganga í hjónaband. Aðrar verða að hætta vegna þess að þær hafa misst foreldra sína úr til dæmis alnæmi og verða að sjá um sig sjálfar og systkini sín. Fjölmörg dæmi eru um að foreldrar láti ekki stúlkur fara í skóla vegna þess hversu langar vegalengdir þær þurfa að fara gangandi. Skólarnir sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur aðstoðað við að koma upp í Mangochi-héraði í Malaví hafa gert mörgum kleift að sækja sér menntun. Með því að byggja víða komast fleiri í skóla.“ Að sögn Oponyo eru dæmi um að 150 börn séu saman í kennslusal á fyrstu stigum grunnskólans. Á síðustu stigum grunnskólans og fyrstu stigum framhaldsskóla kemur fyrir að um 300 nemendur séu saman í kennslusal í 1.000 nemenda skóla. „Ég var í heimsókn í grunnskóla hér og þar voru 15 börn í bekknum og þau höfðu alls kyns kennslugögn sem okkur skortir sárlega. Heima í Malaví er ekki hægt að sjá öllum fyrir kennslugögnum þannig að sum barnanna þurfa að deila þeim með öðrum. Hér hef ég séð hvernig skólastarf getur virkað vel ef nægar kennslustofur og skólagögn eru fyrir hendi.“ Sú leið sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur valið til að aðstoða heimamenn í Malaví hefur fyllt þá sjálfstrausti, að því er Oponyo greinir frá. „Stofnunin hefur spurt um þarfir okkar og svo gefið okkur tækifæri til þess að stýra sjálf verkefnum. Það hefur jákvæð áhrif á heimamenn, þeir verða ánægðir og finna hvers þeir eru megnugir.“ Oponyo telur að mögulega hafi stutt skólaganga föður hennar, sem var lögreglumaður og tónlistarmaður, átt sinn þátt í því að hann hvatti börnin sín, fjórar stúlkur og einn son, til að ganga menntaveginn. Elsta systir hennar, Joyce Banda, er nú forseti Malaví. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
„Ég var bara heppin. Ég hefði getað flosnað upp úr námi eins og margar skólasystur mínar ef faðir minn hefði ekki lagt mikla áherslu á að við systkinin hlytum góða menntun. Það var mjög óvenjulegt.“ Þetta segir Anjimile Oponyo, ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneytis Malaví í Afríku, sem kom til Íslands í tengslum við átaksviku frjálsra félagasamtaka og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands um mikilvægi og gildi þróunarsamvinnu. Oponyo hlaut skólastyrk frá Alþjóðabankanum til framhaldsnáms í kennslufræðum í Bandaríkjunum. „Menntunin hefur bjargað lífi mínu. Vegna hennar hef ég sjálf getað tekið ákvarðanir sem varða mitt líf. Ég vildi óska þess að allar stúlkur í Malaví hefðu kost á því sama og ég hafði.“ Hún telur að um fjórðungur allra stúlkna í Malaví fái ekki eðlilega skólagöngu. „Sumar koma ekki í skóla fyrr en þær eru orðnar tíu ára og hætta um 14 til 15 ára gamlar þegar þær eru látnar ganga í hjónaband. Aðrar verða að hætta vegna þess að þær hafa misst foreldra sína úr til dæmis alnæmi og verða að sjá um sig sjálfar og systkini sín. Fjölmörg dæmi eru um að foreldrar láti ekki stúlkur fara í skóla vegna þess hversu langar vegalengdir þær þurfa að fara gangandi. Skólarnir sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur aðstoðað við að koma upp í Mangochi-héraði í Malaví hafa gert mörgum kleift að sækja sér menntun. Með því að byggja víða komast fleiri í skóla.“ Að sögn Oponyo eru dæmi um að 150 börn séu saman í kennslusal á fyrstu stigum grunnskólans. Á síðustu stigum grunnskólans og fyrstu stigum framhaldsskóla kemur fyrir að um 300 nemendur séu saman í kennslusal í 1.000 nemenda skóla. „Ég var í heimsókn í grunnskóla hér og þar voru 15 börn í bekknum og þau höfðu alls kyns kennslugögn sem okkur skortir sárlega. Heima í Malaví er ekki hægt að sjá öllum fyrir kennslugögnum þannig að sum barnanna þurfa að deila þeim með öðrum. Hér hef ég séð hvernig skólastarf getur virkað vel ef nægar kennslustofur og skólagögn eru fyrir hendi.“ Sú leið sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur valið til að aðstoða heimamenn í Malaví hefur fyllt þá sjálfstrausti, að því er Oponyo greinir frá. „Stofnunin hefur spurt um þarfir okkar og svo gefið okkur tækifæri til þess að stýra sjálf verkefnum. Það hefur jákvæð áhrif á heimamenn, þeir verða ánægðir og finna hvers þeir eru megnugir.“ Oponyo telur að mögulega hafi stutt skólaganga föður hennar, sem var lögreglumaður og tónlistarmaður, átt sinn þátt í því að hann hvatti börnin sín, fjórar stúlkur og einn son, til að ganga menntaveginn. Elsta systir hennar, Joyce Banda, er nú forseti Malaví.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira