Þriggja barna, krabbameinssjúkur faðir greiddi hátt í milljón fyrir læknisþjónustu á árinu 4. október 2013 18:30 Maður Guðnýjar Óskar Þórsdóttur greindist með Krabbamein fyrir ári síðan. Saman eiga hjónin þrjú börn og þau eru bæði í námi. Auknum fjölda erinda er sinnt án innlagnar á heilbrigðisstofnanir en með þeim hætti lendir kostnaður rannsóknarinnar á sjúklingi í stað spítala. Guðný hefur frá upphafi veikindanna tekið saman allan þann kostnað sem þau hjón hafa þurft að greiða. Á einu ári hafa þau greitt um 836.000 krónur í lyf, rannsóknir og ferðakostnað, en þau hafa verið búsett í Reykjanesbæ í um eitt ár, áður Ísafirði. „Við erum heppin. Allavega að því leitinu til að við vorum ekki búin að kaupa okkur hús. Við tókum ekki bílalán og áttum engar skuldir á bakinu. Við vorum líka búin að safna okkur pening til að flytja í burtu og byrja í skóla í Reykjavík. Þannig áttum við smá sjóð til þess að standa straum af kostnaði. Ég væri ekki til í að hugsa þetta ef við hefðum átt hús og skuldir og annað. Þá værum við bara löngu farin á hausinn,“ segir Guðný. Guðný segir jafnframt að hún hefði aldrei getað gert sér kostnaðinn í hugarlund. Það sé alvarlegt að með erfiðum veikindum fylgi gríðarleg fjárútlát. Í nýrri skýrslu Krabbameinsfélagsins um greiðsluþátttöku almennings má sjá töflu yfir kostnað við brjóstakrabbameinsmeðferðir, án innlagnar, sem greiðast af sjúklingi. Sjúklingur sem fer í lyfjameðferð, skurðaðgerð og geislameðferð greiddi á árinu 2013, 191 þúsund krónur sem er hækkun um 14,48 prósent frá árinu 2011. Sjúklingur sem fer í skurðaðgerð, uppbyggingu brjósts og lyfjameðferð greiðir fyrir það 215 þúsund krónur, sem er hækkun um 10 prósent frá árinu 2011. Þá greiðir sjúklingur, sem aðeins fer í skurðaðgerð, nú um 55 þúsund krónur sem gera 11 prósenta hækkun frá árinu 2011. Lyfjakostnaður fyrir brjóstakrabbameinssjúka, sem aðra krabbameinssjúka, hefur einnig aukist töluvert á milli ára vegna breytinga á lögum um sjúkratryggingar, eða um tæpar 70 þúsund krónur. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Maður Guðnýjar Óskar Þórsdóttur greindist með Krabbamein fyrir ári síðan. Saman eiga hjónin þrjú börn og þau eru bæði í námi. Auknum fjölda erinda er sinnt án innlagnar á heilbrigðisstofnanir en með þeim hætti lendir kostnaður rannsóknarinnar á sjúklingi í stað spítala. Guðný hefur frá upphafi veikindanna tekið saman allan þann kostnað sem þau hjón hafa þurft að greiða. Á einu ári hafa þau greitt um 836.000 krónur í lyf, rannsóknir og ferðakostnað, en þau hafa verið búsett í Reykjanesbæ í um eitt ár, áður Ísafirði. „Við erum heppin. Allavega að því leitinu til að við vorum ekki búin að kaupa okkur hús. Við tókum ekki bílalán og áttum engar skuldir á bakinu. Við vorum líka búin að safna okkur pening til að flytja í burtu og byrja í skóla í Reykjavík. Þannig áttum við smá sjóð til þess að standa straum af kostnaði. Ég væri ekki til í að hugsa þetta ef við hefðum átt hús og skuldir og annað. Þá værum við bara löngu farin á hausinn,“ segir Guðný. Guðný segir jafnframt að hún hefði aldrei getað gert sér kostnaðinn í hugarlund. Það sé alvarlegt að með erfiðum veikindum fylgi gríðarleg fjárútlát. Í nýrri skýrslu Krabbameinsfélagsins um greiðsluþátttöku almennings má sjá töflu yfir kostnað við brjóstakrabbameinsmeðferðir, án innlagnar, sem greiðast af sjúklingi. Sjúklingur sem fer í lyfjameðferð, skurðaðgerð og geislameðferð greiddi á árinu 2013, 191 þúsund krónur sem er hækkun um 14,48 prósent frá árinu 2011. Sjúklingur sem fer í skurðaðgerð, uppbyggingu brjósts og lyfjameðferð greiðir fyrir það 215 þúsund krónur, sem er hækkun um 10 prósent frá árinu 2011. Þá greiðir sjúklingur, sem aðeins fer í skurðaðgerð, nú um 55 þúsund krónur sem gera 11 prósenta hækkun frá árinu 2011. Lyfjakostnaður fyrir brjóstakrabbameinssjúka, sem aðra krabbameinssjúka, hefur einnig aukist töluvert á milli ára vegna breytinga á lögum um sjúkratryggingar, eða um tæpar 70 þúsund krónur.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira