Heimilisfólki á Eir stillt upp við vegg Helga Arnardóttir skrifar 28. febrúar 2013 18:25 Ríkið ætlar ekki hlaupa undir bagga með hjúkrunarheimilinu Eir sem hefur átt í miklum rekstrarvanda síðustu mánuði. Íbúum heimilisins hefur verið boðið að fá afhent langtímaskuldabréf í stað staðgreiðslu þegar íbúðum er skilað. Sættist ekki allir heimilismenn á það sem telst illskásti kosturinn stefnir í gjaldþrot Eirar. Hjúkrunarheimilið Eir hefur ekki getað staðið við skuldbindingar sínar frá því í september í fyrra og nema skuldir þess tæpum átta milljörðum. Greiðslur af lánum og uppgjör íbúa voru fryst í haust. Fullt var útúr dyrum á hjúkrunarheimilinu þegar nýjar lausnir við rekstrarvanda heimilisins voru kynntar í dag. Stjórnarformaðurinn segir brýnt að starfsemi Eirar verð tryggð til framtíðar. „Meginniðurstaðan er sú að til þess að tryggja eignir, réttindi og hagsmuni þessa fólks þá verðum við að tryggja það að Eir haldi áfram starfsemi," segir Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Eirar. „Og við verðum jafnframt að tryggja það að fólkið fái aftur eigur sínar og við getum gert það með þeim hætti að breyta uppgjöri íbúðarréttarins í það form að það verði gert með skuldabréfi." Hjúkrunarheimilið gæfi þá út skuldabréf upp á þá upphæð sem hver og einn íbúi greiddi til Eirar. Engin önnur leið hafi verið í boði, þar sem hvorki ríkið né fasteignasjóðir eða félög vildu koma að málinu. Samþykki íbúar ekki þetta samkomulag stefnir í gjaldþrot og þá er nánast útséð með að íbúar fái nokkuð af þeim fjármunum sem þeir settu upphaflega í íbúðirnar. Íbúar á hjúkrunarheimilinu Eir hafa núna þrjár vikur til að gera upp sinn hug um hvort þeir sættist á samkomulag stjórnar Eirar. Stjórnarformaður Eirar segir þetta illskásta kostinn.Sp. blm. Er ekki hreinlega verið að stilla varnarlausu fólki upp við vegg? „Við náttúrulega öll stöndum frammi fyrir því sem er orðið, sem hefur gerst og afleiðingum þeirra ákvarðana sem hafa verið teknar áður og það gerum við líka í nýju stjórninni. Við vorum beðin að koma að þessu til þess að leysa vanda sem kominn var upp en í rauninni er það rétt sem þú segir." Heimilismenn og aðstandendur þeirra hafa verið í mikilli óvissu síðustu mánuði. Foreldrar Franks Michelsen greiddu 20 milljónir af sínum ævisparniaði til Eirar fyrir nokkrum árum. Hann segir fólk ekki eiga annarra kosta völ en að samþykkja tilboð stjórnar Eirar. „Ég sé bara enga aðra lausn og með þessa stjórn sem nú er þá sýnist mér þetta eiga að geta gengið upp," segir Frank Michelsen. Faðir hans er látinn en móðir hans Guðný Jónsdóttir býr á Eir. Hún hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvað hún geri. „Ég hef ekki neitt hugsað um það bara ég læt hverjum degi nægja sína þjáningu," segir Guðný. Frank segir heimilisfólk vonsvikið. „Ég held það sé meira vonbrigði og sárindi, finnst frekar eins og þeir hafi verið sviknir," segir Frank. „En núna virðist allur fókus vera á því að fólki fái að vera hér áfram í öryggi og fái þá þjónustu sem þeir þurfa til að vera hér áfram og líða vel. Það skiptir mestu máli." Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Ríkið ætlar ekki hlaupa undir bagga með hjúkrunarheimilinu Eir sem hefur átt í miklum rekstrarvanda síðustu mánuði. Íbúum heimilisins hefur verið boðið að fá afhent langtímaskuldabréf í stað staðgreiðslu þegar íbúðum er skilað. Sættist ekki allir heimilismenn á það sem telst illskásti kosturinn stefnir í gjaldþrot Eirar. Hjúkrunarheimilið Eir hefur ekki getað staðið við skuldbindingar sínar frá því í september í fyrra og nema skuldir þess tæpum átta milljörðum. Greiðslur af lánum og uppgjör íbúa voru fryst í haust. Fullt var útúr dyrum á hjúkrunarheimilinu þegar nýjar lausnir við rekstrarvanda heimilisins voru kynntar í dag. Stjórnarformaðurinn segir brýnt að starfsemi Eirar verð tryggð til framtíðar. „Meginniðurstaðan er sú að til þess að tryggja eignir, réttindi og hagsmuni þessa fólks þá verðum við að tryggja það að Eir haldi áfram starfsemi," segir Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Eirar. „Og við verðum jafnframt að tryggja það að fólkið fái aftur eigur sínar og við getum gert það með þeim hætti að breyta uppgjöri íbúðarréttarins í það form að það verði gert með skuldabréfi." Hjúkrunarheimilið gæfi þá út skuldabréf upp á þá upphæð sem hver og einn íbúi greiddi til Eirar. Engin önnur leið hafi verið í boði, þar sem hvorki ríkið né fasteignasjóðir eða félög vildu koma að málinu. Samþykki íbúar ekki þetta samkomulag stefnir í gjaldþrot og þá er nánast útséð með að íbúar fái nokkuð af þeim fjármunum sem þeir settu upphaflega í íbúðirnar. Íbúar á hjúkrunarheimilinu Eir hafa núna þrjár vikur til að gera upp sinn hug um hvort þeir sættist á samkomulag stjórnar Eirar. Stjórnarformaður Eirar segir þetta illskásta kostinn.Sp. blm. Er ekki hreinlega verið að stilla varnarlausu fólki upp við vegg? „Við náttúrulega öll stöndum frammi fyrir því sem er orðið, sem hefur gerst og afleiðingum þeirra ákvarðana sem hafa verið teknar áður og það gerum við líka í nýju stjórninni. Við vorum beðin að koma að þessu til þess að leysa vanda sem kominn var upp en í rauninni er það rétt sem þú segir." Heimilismenn og aðstandendur þeirra hafa verið í mikilli óvissu síðustu mánuði. Foreldrar Franks Michelsen greiddu 20 milljónir af sínum ævisparniaði til Eirar fyrir nokkrum árum. Hann segir fólk ekki eiga annarra kosta völ en að samþykkja tilboð stjórnar Eirar. „Ég sé bara enga aðra lausn og með þessa stjórn sem nú er þá sýnist mér þetta eiga að geta gengið upp," segir Frank Michelsen. Faðir hans er látinn en móðir hans Guðný Jónsdóttir býr á Eir. Hún hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvað hún geri. „Ég hef ekki neitt hugsað um það bara ég læt hverjum degi nægja sína þjáningu," segir Guðný. Frank segir heimilisfólk vonsvikið. „Ég held það sé meira vonbrigði og sárindi, finnst frekar eins og þeir hafi verið sviknir," segir Frank. „En núna virðist allur fókus vera á því að fólki fái að vera hér áfram í öryggi og fái þá þjónustu sem þeir þurfa til að vera hér áfram og líða vel. Það skiptir mestu máli."
Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira