Heimilisfólki á Eir stillt upp við vegg Helga Arnardóttir skrifar 28. febrúar 2013 18:25 Ríkið ætlar ekki hlaupa undir bagga með hjúkrunarheimilinu Eir sem hefur átt í miklum rekstrarvanda síðustu mánuði. Íbúum heimilisins hefur verið boðið að fá afhent langtímaskuldabréf í stað staðgreiðslu þegar íbúðum er skilað. Sættist ekki allir heimilismenn á það sem telst illskásti kosturinn stefnir í gjaldþrot Eirar. Hjúkrunarheimilið Eir hefur ekki getað staðið við skuldbindingar sínar frá því í september í fyrra og nema skuldir þess tæpum átta milljörðum. Greiðslur af lánum og uppgjör íbúa voru fryst í haust. Fullt var útúr dyrum á hjúkrunarheimilinu þegar nýjar lausnir við rekstrarvanda heimilisins voru kynntar í dag. Stjórnarformaðurinn segir brýnt að starfsemi Eirar verð tryggð til framtíðar. „Meginniðurstaðan er sú að til þess að tryggja eignir, réttindi og hagsmuni þessa fólks þá verðum við að tryggja það að Eir haldi áfram starfsemi," segir Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Eirar. „Og við verðum jafnframt að tryggja það að fólkið fái aftur eigur sínar og við getum gert það með þeim hætti að breyta uppgjöri íbúðarréttarins í það form að það verði gert með skuldabréfi." Hjúkrunarheimilið gæfi þá út skuldabréf upp á þá upphæð sem hver og einn íbúi greiddi til Eirar. Engin önnur leið hafi verið í boði, þar sem hvorki ríkið né fasteignasjóðir eða félög vildu koma að málinu. Samþykki íbúar ekki þetta samkomulag stefnir í gjaldþrot og þá er nánast útséð með að íbúar fái nokkuð af þeim fjármunum sem þeir settu upphaflega í íbúðirnar. Íbúar á hjúkrunarheimilinu Eir hafa núna þrjár vikur til að gera upp sinn hug um hvort þeir sættist á samkomulag stjórnar Eirar. Stjórnarformaður Eirar segir þetta illskásta kostinn.Sp. blm. Er ekki hreinlega verið að stilla varnarlausu fólki upp við vegg? „Við náttúrulega öll stöndum frammi fyrir því sem er orðið, sem hefur gerst og afleiðingum þeirra ákvarðana sem hafa verið teknar áður og það gerum við líka í nýju stjórninni. Við vorum beðin að koma að þessu til þess að leysa vanda sem kominn var upp en í rauninni er það rétt sem þú segir." Heimilismenn og aðstandendur þeirra hafa verið í mikilli óvissu síðustu mánuði. Foreldrar Franks Michelsen greiddu 20 milljónir af sínum ævisparniaði til Eirar fyrir nokkrum árum. Hann segir fólk ekki eiga annarra kosta völ en að samþykkja tilboð stjórnar Eirar. „Ég sé bara enga aðra lausn og með þessa stjórn sem nú er þá sýnist mér þetta eiga að geta gengið upp," segir Frank Michelsen. Faðir hans er látinn en móðir hans Guðný Jónsdóttir býr á Eir. Hún hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvað hún geri. „Ég hef ekki neitt hugsað um það bara ég læt hverjum degi nægja sína þjáningu," segir Guðný. Frank segir heimilisfólk vonsvikið. „Ég held það sé meira vonbrigði og sárindi, finnst frekar eins og þeir hafi verið sviknir," segir Frank. „En núna virðist allur fókus vera á því að fólki fái að vera hér áfram í öryggi og fái þá þjónustu sem þeir þurfa til að vera hér áfram og líða vel. Það skiptir mestu máli." Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Ríkið ætlar ekki hlaupa undir bagga með hjúkrunarheimilinu Eir sem hefur átt í miklum rekstrarvanda síðustu mánuði. Íbúum heimilisins hefur verið boðið að fá afhent langtímaskuldabréf í stað staðgreiðslu þegar íbúðum er skilað. Sættist ekki allir heimilismenn á það sem telst illskásti kosturinn stefnir í gjaldþrot Eirar. Hjúkrunarheimilið Eir hefur ekki getað staðið við skuldbindingar sínar frá því í september í fyrra og nema skuldir þess tæpum átta milljörðum. Greiðslur af lánum og uppgjör íbúa voru fryst í haust. Fullt var útúr dyrum á hjúkrunarheimilinu þegar nýjar lausnir við rekstrarvanda heimilisins voru kynntar í dag. Stjórnarformaðurinn segir brýnt að starfsemi Eirar verð tryggð til framtíðar. „Meginniðurstaðan er sú að til þess að tryggja eignir, réttindi og hagsmuni þessa fólks þá verðum við að tryggja það að Eir haldi áfram starfsemi," segir Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Eirar. „Og við verðum jafnframt að tryggja það að fólkið fái aftur eigur sínar og við getum gert það með þeim hætti að breyta uppgjöri íbúðarréttarins í það form að það verði gert með skuldabréfi." Hjúkrunarheimilið gæfi þá út skuldabréf upp á þá upphæð sem hver og einn íbúi greiddi til Eirar. Engin önnur leið hafi verið í boði, þar sem hvorki ríkið né fasteignasjóðir eða félög vildu koma að málinu. Samþykki íbúar ekki þetta samkomulag stefnir í gjaldþrot og þá er nánast útséð með að íbúar fái nokkuð af þeim fjármunum sem þeir settu upphaflega í íbúðirnar. Íbúar á hjúkrunarheimilinu Eir hafa núna þrjár vikur til að gera upp sinn hug um hvort þeir sættist á samkomulag stjórnar Eirar. Stjórnarformaður Eirar segir þetta illskásta kostinn.Sp. blm. Er ekki hreinlega verið að stilla varnarlausu fólki upp við vegg? „Við náttúrulega öll stöndum frammi fyrir því sem er orðið, sem hefur gerst og afleiðingum þeirra ákvarðana sem hafa verið teknar áður og það gerum við líka í nýju stjórninni. Við vorum beðin að koma að þessu til þess að leysa vanda sem kominn var upp en í rauninni er það rétt sem þú segir." Heimilismenn og aðstandendur þeirra hafa verið í mikilli óvissu síðustu mánuði. Foreldrar Franks Michelsen greiddu 20 milljónir af sínum ævisparniaði til Eirar fyrir nokkrum árum. Hann segir fólk ekki eiga annarra kosta völ en að samþykkja tilboð stjórnar Eirar. „Ég sé bara enga aðra lausn og með þessa stjórn sem nú er þá sýnist mér þetta eiga að geta gengið upp," segir Frank Michelsen. Faðir hans er látinn en móðir hans Guðný Jónsdóttir býr á Eir. Hún hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvað hún geri. „Ég hef ekki neitt hugsað um það bara ég læt hverjum degi nægja sína þjáningu," segir Guðný. Frank segir heimilisfólk vonsvikið. „Ég held það sé meira vonbrigði og sárindi, finnst frekar eins og þeir hafi verið sviknir," segir Frank. „En núna virðist allur fókus vera á því að fólki fái að vera hér áfram í öryggi og fái þá þjónustu sem þeir þurfa til að vera hér áfram og líða vel. Það skiptir mestu máli."
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent