Námugröftur á smástirnum - „Hvað gerir mannkyn ef þetta heppnast?“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 26. apríl 2013 21:50 Chris Lewicki. „Við ættum ekki að spyrja hvort þetta sé gerlegt, heldur hvað mannkyn gerir ef þetta heppnast.“ Með þessum orðum hóf Bandaríkjamaðurinn Chris Lewicki fyrirlestur sinn í Eldborgarsal Hörpu í dag, þar sem Fanfest-hátíð CCP fer nú fram. Lewicki er einn af stofnendum sprotafyrirtækisins Planetary Resources. Félagið komst í heimsfréttirnar á síðasta ári þegar markmið þess voru kynnt: námugröftur á smástirnum. Lewicki starfaði um árabil hjá bandarísku geimferðarstofnuninni NASA. Þar var hann leiðangursstjóri könnunarfaranna Spirit og Opportunity sem lentu heilu og höldnu á Mars í janúar árið 2004. CCP horfir mikið til þess hvernig vísindaskáldskapur á borð við EVE Online kastast á við þróun vísinda í raunheiminum. Fyrirlestur Lewickis á Fanfest er liður í því. Frá upphafi hefur námugröftur á smástirnum gegnt mikilvægu hlutverki í EVE Online. Það þótti því tilvalið að fá Lewicki til að fræða spilara um markmið Planetary Resources. „Þetta er kosturinn við EVE Online,“ sagði Lewicki (sem sjálfur er spilari). „Vísindaskáldskapur á sér nær undantekningalaust stoðir í raunveruleikanum.“Frá fyrirlestrinum í Eldborg í dag.MYND/FRÉTTASTOFALewicki gengur svo langt að fullyrða að hugmyndaauðgi og sköpunargleði skáldskaparins, í bland við framfarir í vísindum, sé lykillinn að langlífi mannkyns í stjarnfræðilegu samhengi. Hann segir að hugmyndir fyrirtækisins sé flestar enn á teikniborðinu. Verkefnin séu flókin, en í krafti einkaframtaksins séu þau vel yfirstíganleg. „Lykillinn að þessu öllu er sjálfstæði frá innviðum ríkisvaldsins. Það er viss þversögn fólgin í þessu, enda hafa yfirvöld frá upphafi geimferða komið að skipulagningu þeirra og rekstri." Hann bendir á að það sé í raun ómögulegt fyrir opinbera aðila að koma að verkefnum á borð við námugröft á smástirnum, þar sem upphafskostnaður sé mikill og áætlanir gerðar til lengri tíma, ekki fjögurra ára. „Hin hliðin á málinu beinist að okkur,“ segir Lewicki. „Og hún felur í sér fjöldaframleiðslu á ódýrum og vel búnum geimferjum til að sinna upplýsingaöflun við smástirnin. Þá fyrst getum við hafið leitina að fágætum málmum.“ Lewicki tekur platínu sem dæmi. Þessi þungi hliðarmálmur er afar sjaldgæfur hér á jörðu niðri. Rannsóknir á smástirnum hafa leitt í ljós að efnið er þar að finna og oft í gríðarlegu magni.MYND/PLANETARY RESOURCES„Til að setja þetta í samhengi getum við ímyndað okkur 500 metra langt smástirni þar sem platínu er að finna. Slíkt smástirni myndi gefa af sér meira magn platínu en öll námuvinnsla hér á Jörðinni hefur skilað samanlagt.“ Þegar kemur að hagfræðilegum vangaveltum um eftirspurn og framboð er Lewicki sannfærður um að markaðurinn muni leiðrétta sig. „Landslag markaðarins og almennra viðskipta er ekki byggt á fyrirfram gefnum og heilögum forsendum. Rétt eins og ál var eitt sinn fágæt afurð þá munu vísindamenn á endanum þróa nýjar aðferðir til að vinna platínu. Offramboð er ekki vandamálið.“ Fjármögnun verkefnisins er á vegum þeirra Sergey Brin og Larry Page, stofnenda Google, ásamt Larry Page, stjórnarformanni Google, og James Cameron, kvikmyndagerðarmanni. Með tilkomu Planetary Resources boða Lewicki og félagar nýjan markað og ef marka má tölurnar er ljóst að fyrstu billjónamæringarnir - Billjón (e. trillion) 1012 - verða til á smástirnum. „Upphæðirnar eru gríðarlegar. Ef tökum nýjasta smástirnið sem dæmi, 2011 UW158, þá myndi það skila okkur á bilinu 300 milljörðum dala til 5.4 billjónum dala.“ „Við getum gert þetta,“ segir Lewicki. „Það er engin þörf á því að taka blindandi skref út í óvissuna, tæknin er til staðar.“ Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Við ættum ekki að spyrja hvort þetta sé gerlegt, heldur hvað mannkyn gerir ef þetta heppnast.“ Með þessum orðum hóf Bandaríkjamaðurinn Chris Lewicki fyrirlestur sinn í Eldborgarsal Hörpu í dag, þar sem Fanfest-hátíð CCP fer nú fram. Lewicki er einn af stofnendum sprotafyrirtækisins Planetary Resources. Félagið komst í heimsfréttirnar á síðasta ári þegar markmið þess voru kynnt: námugröftur á smástirnum. Lewicki starfaði um árabil hjá bandarísku geimferðarstofnuninni NASA. Þar var hann leiðangursstjóri könnunarfaranna Spirit og Opportunity sem lentu heilu og höldnu á Mars í janúar árið 2004. CCP horfir mikið til þess hvernig vísindaskáldskapur á borð við EVE Online kastast á við þróun vísinda í raunheiminum. Fyrirlestur Lewickis á Fanfest er liður í því. Frá upphafi hefur námugröftur á smástirnum gegnt mikilvægu hlutverki í EVE Online. Það þótti því tilvalið að fá Lewicki til að fræða spilara um markmið Planetary Resources. „Þetta er kosturinn við EVE Online,“ sagði Lewicki (sem sjálfur er spilari). „Vísindaskáldskapur á sér nær undantekningalaust stoðir í raunveruleikanum.“Frá fyrirlestrinum í Eldborg í dag.MYND/FRÉTTASTOFALewicki gengur svo langt að fullyrða að hugmyndaauðgi og sköpunargleði skáldskaparins, í bland við framfarir í vísindum, sé lykillinn að langlífi mannkyns í stjarnfræðilegu samhengi. Hann segir að hugmyndir fyrirtækisins sé flestar enn á teikniborðinu. Verkefnin séu flókin, en í krafti einkaframtaksins séu þau vel yfirstíganleg. „Lykillinn að þessu öllu er sjálfstæði frá innviðum ríkisvaldsins. Það er viss þversögn fólgin í þessu, enda hafa yfirvöld frá upphafi geimferða komið að skipulagningu þeirra og rekstri." Hann bendir á að það sé í raun ómögulegt fyrir opinbera aðila að koma að verkefnum á borð við námugröft á smástirnum, þar sem upphafskostnaður sé mikill og áætlanir gerðar til lengri tíma, ekki fjögurra ára. „Hin hliðin á málinu beinist að okkur,“ segir Lewicki. „Og hún felur í sér fjöldaframleiðslu á ódýrum og vel búnum geimferjum til að sinna upplýsingaöflun við smástirnin. Þá fyrst getum við hafið leitina að fágætum málmum.“ Lewicki tekur platínu sem dæmi. Þessi þungi hliðarmálmur er afar sjaldgæfur hér á jörðu niðri. Rannsóknir á smástirnum hafa leitt í ljós að efnið er þar að finna og oft í gríðarlegu magni.MYND/PLANETARY RESOURCES„Til að setja þetta í samhengi getum við ímyndað okkur 500 metra langt smástirni þar sem platínu er að finna. Slíkt smástirni myndi gefa af sér meira magn platínu en öll námuvinnsla hér á Jörðinni hefur skilað samanlagt.“ Þegar kemur að hagfræðilegum vangaveltum um eftirspurn og framboð er Lewicki sannfærður um að markaðurinn muni leiðrétta sig. „Landslag markaðarins og almennra viðskipta er ekki byggt á fyrirfram gefnum og heilögum forsendum. Rétt eins og ál var eitt sinn fágæt afurð þá munu vísindamenn á endanum þróa nýjar aðferðir til að vinna platínu. Offramboð er ekki vandamálið.“ Fjármögnun verkefnisins er á vegum þeirra Sergey Brin og Larry Page, stofnenda Google, ásamt Larry Page, stjórnarformanni Google, og James Cameron, kvikmyndagerðarmanni. Með tilkomu Planetary Resources boða Lewicki og félagar nýjan markað og ef marka má tölurnar er ljóst að fyrstu billjónamæringarnir - Billjón (e. trillion) 1012 - verða til á smástirnum. „Upphæðirnar eru gríðarlegar. Ef tökum nýjasta smástirnið sem dæmi, 2011 UW158, þá myndi það skila okkur á bilinu 300 milljörðum dala til 5.4 billjónum dala.“ „Við getum gert þetta,“ segir Lewicki. „Það er engin þörf á því að taka blindandi skref út í óvissuna, tæknin er til staðar.“
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira