Fáir skjólstæðingar Stígamóta leituðu til Neyðarmóttöku vegna nauðgana Hugrún Halldórsdóttir skrifar 20. janúar 2013 18:56 Einungis tuttugu af þeim hundrað og fjörutíu sem leituðu til Stígamóta í fyrra höfðu áður leitað til Neyðarmóttöku vegna nauðgana. Talskona samtakanna vill að móttakan verði bætt til muna og flutt frá bráðaþjónustunni, en hún hefur skorað á velferðarráðherra að beita sér í málinu. Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis var stofnuð fyrir tveimur áratugum á bráðamóttökunni í Fossvogi en þjónustan hefur dalað verulega frá þeim tíma að mati Guðrúnar Jónsdóttur hjá Stígamótum. Þar er enginn yfirlæknir lengur og félagsráðgjafar eru ekki lengur hluti af sérfræðingateymi. „Það er að vísu frábær sálfræðingur sem að tengist neyðarmóttökunni en konur fá hjálp síðar. Það var teymi með sérþjálfuðum hjúkrunarfræðingum sem var kallað út ásamt sérþjálfuðum læknum. Það eru núna langflestir bráðadeildarhjúkrunarfræðingar sem líka eru að sinna bílslysum og hjartaáföllum og staðsetningin er þannig að tilfinningin er alltaf að þú sért að keppa við bráðatilfelli, hjartaáföll, bílslys, hvað svo sem það er," segir Guðrún. Þegar í Fossvoginn er svo komið er ekki að sjá nein merki um að neyðarmóttakan sé á þeim stað, en þolendur þurfa að ganga að glerbúrinu og tilkynna að þeir þurfi á hjálp að halda fyrir framan alla á biðstofunni. 137 konur og sex karlar leituðu til Stígamóta á síðasta ári vegna nauðgana en einungis tuttugu fóru einnig á neyðarmóttökuna. Guðrún segir að tölurnar sýni að hægt sé að bæta þjónustuna verulega við þennan hóp og hefur hún skorað á velferðarráðherra að koma á fót bættri neyðarmóttöku.Guðrún Jónsdóttir.„Ég sé fyrir mér áfallamiðstöð gegn ofbeldi sem yrði tekin út af bráðaþjónustunni og sett í rólegt umhverfi, sniðið fyrst og síðast að þörfum þeirra sem á henni þurfa að halda," segir Guðrún. Spurð hvort hún telji að fleiri þolendur muni leita sér hjálpar með bættu aðgengi svarar Guðrún: „Það er það sem ég myndi vilja sjá." „Staðreyndin er sú að ríkisstjórnin sem við höfum núna er lang velviljugasta ríkisstjórn sem hefur verið við völd síðan ég byrjaði og þess vegna finnst mér svo mikilvægt að nýta hverja mínútu því ég hef ekki hugmynd um hvað tekur við," segir Guðrún og bætir við: „Einmitt vegna þess að ég hef fundið þennan skilning og velvilja að þá finnst mér að það væri svo mikilvægt að setja í gang þessa vinnu. Ég bendi líka á að Barnahúsið þykir fyrirmyndarúrræði. Samkvæmt Braga Guðbrandssyni [forstjóra Barnaverndarstofu] eru orðin til 40 Barnahús að íslenskri fyrirmynd. Við getum verið til jafnmikillar fyrirmyndar þegar kemur að kynferðisofbeldi gegn fullorðnum." Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Einungis tuttugu af þeim hundrað og fjörutíu sem leituðu til Stígamóta í fyrra höfðu áður leitað til Neyðarmóttöku vegna nauðgana. Talskona samtakanna vill að móttakan verði bætt til muna og flutt frá bráðaþjónustunni, en hún hefur skorað á velferðarráðherra að beita sér í málinu. Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis var stofnuð fyrir tveimur áratugum á bráðamóttökunni í Fossvogi en þjónustan hefur dalað verulega frá þeim tíma að mati Guðrúnar Jónsdóttur hjá Stígamótum. Þar er enginn yfirlæknir lengur og félagsráðgjafar eru ekki lengur hluti af sérfræðingateymi. „Það er að vísu frábær sálfræðingur sem að tengist neyðarmóttökunni en konur fá hjálp síðar. Það var teymi með sérþjálfuðum hjúkrunarfræðingum sem var kallað út ásamt sérþjálfuðum læknum. Það eru núna langflestir bráðadeildarhjúkrunarfræðingar sem líka eru að sinna bílslysum og hjartaáföllum og staðsetningin er þannig að tilfinningin er alltaf að þú sért að keppa við bráðatilfelli, hjartaáföll, bílslys, hvað svo sem það er," segir Guðrún. Þegar í Fossvoginn er svo komið er ekki að sjá nein merki um að neyðarmóttakan sé á þeim stað, en þolendur þurfa að ganga að glerbúrinu og tilkynna að þeir þurfi á hjálp að halda fyrir framan alla á biðstofunni. 137 konur og sex karlar leituðu til Stígamóta á síðasta ári vegna nauðgana en einungis tuttugu fóru einnig á neyðarmóttökuna. Guðrún segir að tölurnar sýni að hægt sé að bæta þjónustuna verulega við þennan hóp og hefur hún skorað á velferðarráðherra að koma á fót bættri neyðarmóttöku.Guðrún Jónsdóttir.„Ég sé fyrir mér áfallamiðstöð gegn ofbeldi sem yrði tekin út af bráðaþjónustunni og sett í rólegt umhverfi, sniðið fyrst og síðast að þörfum þeirra sem á henni þurfa að halda," segir Guðrún. Spurð hvort hún telji að fleiri þolendur muni leita sér hjálpar með bættu aðgengi svarar Guðrún: „Það er það sem ég myndi vilja sjá." „Staðreyndin er sú að ríkisstjórnin sem við höfum núna er lang velviljugasta ríkisstjórn sem hefur verið við völd síðan ég byrjaði og þess vegna finnst mér svo mikilvægt að nýta hverja mínútu því ég hef ekki hugmynd um hvað tekur við," segir Guðrún og bætir við: „Einmitt vegna þess að ég hef fundið þennan skilning og velvilja að þá finnst mér að það væri svo mikilvægt að setja í gang þessa vinnu. Ég bendi líka á að Barnahúsið þykir fyrirmyndarúrræði. Samkvæmt Braga Guðbrandssyni [forstjóra Barnaverndarstofu] eru orðin til 40 Barnahús að íslenskri fyrirmynd. Við getum verið til jafnmikillar fyrirmyndar þegar kemur að kynferðisofbeldi gegn fullorðnum."
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði