Innlent

Mikil eftirspurn eftir skuldum Skipta

Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar
Síminn er langstærsta dótturfélag Skipta en félagið á einnig Skjáinn, Mílu, Senu og Trackwell, svo nokkur félög séu nefnd.
Síminn er langstærsta dótturfélag Skipta en félagið á einnig Skjáinn, Mílu, Senu og Trackwell, svo nokkur félög séu nefnd.
Skipti hf. hefur nú uppfyllt öll skilyrði sem sett voru fyrir fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Undirritaður hefur verið lánssamningur við Arion banka að fjárhæð 19 milljarðar og þá hefur félagið tekið á móti áskriftarloforðum frá fagfjárfestum að nýjum skuldabréfaflokki að fjárhæð átta milljarðar en alls bárust tilboð að fjárhæð tólf milljarðar.

„Efnahagur félagsins verður sterkur eftir þessar breytingar og með lækkun skulda mun fjármagnskostnaðurinn lækka verulega,“ segir Benedikt Sveinsson, stjórnarformaður Skipta, um tíðindi gærdagsins.

Í kjölfar endurskipulagningarinnar lækka skuldir Skipta úr 62 milljörðum í 27 milljarða. Eigendur alls 22 milljarða skuldabréfaflokks félagsins, á gjalddaga í apríl 2014, eignast hlutafé í stað skuldanna og það sama gildir um hluta krafna Arion banka, stærsta lánardrottins Skipta. Stórt sambankalán hefur svo verið endurfjármagnað með annars vegar nítján milljarða láni frá Arion banka og hins vegar nýju skuldabréfunum.

Að endurskipulagningu lokinni er Arion banki stærsti hluthafi Skipa með 38,3% hlut en næststærstu eigendurnir eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Gildi lífeyrissjóður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×