Stórt skref í átt að sjálfbærni Þorgils Jónsson skrifar 15. júní 2013 09:00 Í átt til sjálfbærni Aðildarríki ESB hafa komið sér saman um breytingar á fiskveiðistefnu sambandsins. Sjávarútvegsgeirinn í ESB hefur um langa hríð einkennst af ofveiði. Fréttablaðið/AP Eftir margra ára þref hafa aðildarríki ESB loks náð saman um breytingar á sameiginlegu fiskveiðistefnunni. Ráðherraráðið og Evrópuþingið sættust fyrir síðustu mánaðamót á heildarpakka, sem er miðaður að því að tryggja sjálfbærni fiskveiða eftir mikla ofveiði úr stofnum ESB um árabil. Breytingarnar verða að öllum líkindum staðfestar í lok mánaðarins og taka gildi í upphafi næsta árs. Ole Poulsen, helsti sérfræðingur Dana í sjávarútvegsmálum, var staddur hér á landi í vikunni til að kynna breytingarnar, en Poulsen leiddi endurskoðunarstarfið í ráðherraráðinu á meðan Danir höfðu þar forsæti á síðasta ári. Hann segir þetta marka tímamót fyrir sjávarútveg í Evrópu. „Þetta er sannarlega stórt skref. Við höfum áður leitt í gegn breytingar á stefnunni, en þetta eru mun meiri grundvallarbreytingar en hingað til. Það sem munar mest um er að stefnan er unnin út frá sjónarmiðum vistkerfisins, bannar brottkast og eykur svæðanálgun.“ Poulsen segir að erfiðasti hjallinn í umbótaferlinu hafi verið að fá aðildarríkin til að samþykkja bann við brottkasti. En af hverju er slíkt umdeilt? „Það er erfitt í framkvæmd vegna þess að skipum verður nú gert að tilkynna allan sinn afla og eiga heimildir fyrir honum. Því þurfti að koma upp kerfi með úrræði sem hægt væri að nota til að bregðast við því ef ekki væri til kvóti fyrir meðaflanum.“ Meðal þeirra úrræða sem Poulsen á við er að meðafla mætti að hluta til draga af heimildum í þeirri tegund sem ætlað var að veiða, en þau tilfelli verða metin hvert fyrir sig. Annað meginatriði í breytingunum er að vald verður í auknum mæli fært frá Brussel til aðildarríkjanna. „Á vettvangi ESB er gerð almenn löggjöf sem ríkin sjá um að framfylgja með ítarlegri hætti. Aðildarríki innan ákveðins svæðis geta þá komið sér saman um tillögur um innleiðingu ESB-reglna.“ Poulsen tekur sem dæmi heimildir til framsals aflaheimilda. Framkvæmdastjórnin hafi talað fyrir því að skylda aðildarríkin til að hafa slíkan hátt á, þar sem viðhorfið þar á bæ hafi verið að það fyrirkomulag myndi vinna gegn ofveiði. Það náði hins vegar ekki í gegn, en hverju ríki er þó frjálst að hafa veiðiheimildir framseljanlegar. Hann segir aðspurður að í þessu ferli megi segja að vísindin hafi tekið við af pólitík hvað varðar stjórn fiskveiða í ESB. „Það er engar ýkjur, því að nú er alveg ljóst að ákvörðun veiðiheimilda verður að fylgja vísindalegum forsendum til að tryggja sjálfbærni.“ 23% afla hent aftur í sjóinnOle Poulsen, helsti sérfræðingur Dana í sjávarútvegsmálum, var staddur hér á landi í vikunni til að kynna breytingar á sameiginlegu fiskveiðistjórnunarstefnunni, en Poulsen leiddi endurskoðunarstarfið í ráðherraráðinu á meðan Danir höfðu þar forsæti á síðasta ári.- Eins og sakir standa er veitt of mikið úr 68% allra fiskistofna ESB, þar á meðal 80% í Miðjarðarhafinu. - Talið er að um 23% af öllum fiskafla í ESB-ríkjum sé hent í sjóinn aftur, en nýju lögin gera ráð fyrir því að slíkt verði bannað í áföngum á næstu þremur árum. - Poulsen hefur talað á opnum kynningarfundum á Stykkishólmi, í Vestmannaeyjum og Reykjavík síðustu daga, auk þess sem hann hefur hitt fólk úr stjórnsýslunni og sjávarútvegsgeiranum. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Eftir margra ára þref hafa aðildarríki ESB loks náð saman um breytingar á sameiginlegu fiskveiðistefnunni. Ráðherraráðið og Evrópuþingið sættust fyrir síðustu mánaðamót á heildarpakka, sem er miðaður að því að tryggja sjálfbærni fiskveiða eftir mikla ofveiði úr stofnum ESB um árabil. Breytingarnar verða að öllum líkindum staðfestar í lok mánaðarins og taka gildi í upphafi næsta árs. Ole Poulsen, helsti sérfræðingur Dana í sjávarútvegsmálum, var staddur hér á landi í vikunni til að kynna breytingarnar, en Poulsen leiddi endurskoðunarstarfið í ráðherraráðinu á meðan Danir höfðu þar forsæti á síðasta ári. Hann segir þetta marka tímamót fyrir sjávarútveg í Evrópu. „Þetta er sannarlega stórt skref. Við höfum áður leitt í gegn breytingar á stefnunni, en þetta eru mun meiri grundvallarbreytingar en hingað til. Það sem munar mest um er að stefnan er unnin út frá sjónarmiðum vistkerfisins, bannar brottkast og eykur svæðanálgun.“ Poulsen segir að erfiðasti hjallinn í umbótaferlinu hafi verið að fá aðildarríkin til að samþykkja bann við brottkasti. En af hverju er slíkt umdeilt? „Það er erfitt í framkvæmd vegna þess að skipum verður nú gert að tilkynna allan sinn afla og eiga heimildir fyrir honum. Því þurfti að koma upp kerfi með úrræði sem hægt væri að nota til að bregðast við því ef ekki væri til kvóti fyrir meðaflanum.“ Meðal þeirra úrræða sem Poulsen á við er að meðafla mætti að hluta til draga af heimildum í þeirri tegund sem ætlað var að veiða, en þau tilfelli verða metin hvert fyrir sig. Annað meginatriði í breytingunum er að vald verður í auknum mæli fært frá Brussel til aðildarríkjanna. „Á vettvangi ESB er gerð almenn löggjöf sem ríkin sjá um að framfylgja með ítarlegri hætti. Aðildarríki innan ákveðins svæðis geta þá komið sér saman um tillögur um innleiðingu ESB-reglna.“ Poulsen tekur sem dæmi heimildir til framsals aflaheimilda. Framkvæmdastjórnin hafi talað fyrir því að skylda aðildarríkin til að hafa slíkan hátt á, þar sem viðhorfið þar á bæ hafi verið að það fyrirkomulag myndi vinna gegn ofveiði. Það náði hins vegar ekki í gegn, en hverju ríki er þó frjálst að hafa veiðiheimildir framseljanlegar. Hann segir aðspurður að í þessu ferli megi segja að vísindin hafi tekið við af pólitík hvað varðar stjórn fiskveiða í ESB. „Það er engar ýkjur, því að nú er alveg ljóst að ákvörðun veiðiheimilda verður að fylgja vísindalegum forsendum til að tryggja sjálfbærni.“ 23% afla hent aftur í sjóinnOle Poulsen, helsti sérfræðingur Dana í sjávarútvegsmálum, var staddur hér á landi í vikunni til að kynna breytingar á sameiginlegu fiskveiðistjórnunarstefnunni, en Poulsen leiddi endurskoðunarstarfið í ráðherraráðinu á meðan Danir höfðu þar forsæti á síðasta ári.- Eins og sakir standa er veitt of mikið úr 68% allra fiskistofna ESB, þar á meðal 80% í Miðjarðarhafinu. - Talið er að um 23% af öllum fiskafla í ESB-ríkjum sé hent í sjóinn aftur, en nýju lögin gera ráð fyrir því að slíkt verði bannað í áföngum á næstu þremur árum. - Poulsen hefur talað á opnum kynningarfundum á Stykkishólmi, í Vestmannaeyjum og Reykjavík síðustu daga, auk þess sem hann hefur hitt fólk úr stjórnsýslunni og sjávarútvegsgeiranum.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira