"Stenst ekki bókstaf íslenskra laga" Hjörtur Hjartarson skrifar 15. júní 2013 18:43 Dorrit Moussaief segist hafa ákveðið að breyta um lögheimili þegar útlit var fyrir að eiginmaður hennar myndi láta af störfum sem forseti Íslands. Lögheimilisflutningur hennar til Bretlands var hinsvegar ekki staðfestur fyrr en hálfu ári eftir að Ólafur var endurkjörinn. Íslensk lög heimila ekki hjónum að hafa sitthvort lögheimilið nema þau hafi slitið samvistir Að því er fram kemur í Fréttablaðinu í morgun munu forsetahjónin ekki hafa slitið samvistir en engu að síður voru engar athugasemdir gerðar við lögheimilisflutning Dorritar til Bretlands í desember, hvorki hjá Hagstofunni né Þjóðskrá. Sigurður Líndal, prófessor telur að þessi gjörningur standist ekki íslensk lög. "Nei, mér finnst það nú varla standast bókstaf íslenskra laga. Loks má minnast á ákvæði 7.greinar, sem er kannski kjarni málsins hér og það er að hjón eiga sama lögheimili. Þetta stendur hér og það eru ekki sjáanlegar neinar undantekningar frá því sem máli skipta." Í yfirlýsingu sem Dorrit sendi frá sér í dag segir meðal annars að ákvörðunin hafi verið tekin þegar útlit var fyrir að Ólafur Ragnar myndi ekki bjóða sig fram sem forseta og þar af leiðandi gæfist henni meira ráðrúm til að sinna fyrri störfum sínum í London. Fjölmiðlar greindu frá því í september 2011 að þau hjónin hefðu keypt einbýlishús í Mosfellsbæ sem ýtti undir sögusagnir þess efnis að þau ætluðu að færa sig um set frá Bessastöðum. Ólafur Ragnar ákvað hinsvegar að bjóða sig fram á ný og var endurkjörinn í júní 2012. Hálfu ári síðar var lögheimilisflutningur Dorritar staðfestur. Fram hefur komið að Dorrit greiddi ekki auðlegðaskatt hérlendis á meðan hún hafði hér lögheimili. Lögmaður sem sérhæfir sig í skattalögum sagði í samtali við fréttastofu í dag að grunnreglan sé sú að allir íslenskir ríkisborgarar með heimilisfesti hér, eigi að borga skatt af öllum sínum tekjum og eignum, hvar sem þær eiga uppruna sinn í heiminum. Í yfirlýsingunni forsetafrúarinnar kemur einnig fram að lögheimilisflutningurinn hafi verið gerður á grundvelli sextugustu og þriðju grein tekjuskattslaga sem tekur helst til mála erlendra ríkisborgara. Sigurður Líndal telur það langsótt að heimfara efni hennar upp á lögheimilismál. "Þannig að mér sýnist að það þurfi ítarlegri röksemdir en komið hafa fram til þess að þetta geti staðist þannig að óyggjandi sé", sagði Sigurður. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Dorrit Moussaief segist hafa ákveðið að breyta um lögheimili þegar útlit var fyrir að eiginmaður hennar myndi láta af störfum sem forseti Íslands. Lögheimilisflutningur hennar til Bretlands var hinsvegar ekki staðfestur fyrr en hálfu ári eftir að Ólafur var endurkjörinn. Íslensk lög heimila ekki hjónum að hafa sitthvort lögheimilið nema þau hafi slitið samvistir Að því er fram kemur í Fréttablaðinu í morgun munu forsetahjónin ekki hafa slitið samvistir en engu að síður voru engar athugasemdir gerðar við lögheimilisflutning Dorritar til Bretlands í desember, hvorki hjá Hagstofunni né Þjóðskrá. Sigurður Líndal, prófessor telur að þessi gjörningur standist ekki íslensk lög. "Nei, mér finnst það nú varla standast bókstaf íslenskra laga. Loks má minnast á ákvæði 7.greinar, sem er kannski kjarni málsins hér og það er að hjón eiga sama lögheimili. Þetta stendur hér og það eru ekki sjáanlegar neinar undantekningar frá því sem máli skipta." Í yfirlýsingu sem Dorrit sendi frá sér í dag segir meðal annars að ákvörðunin hafi verið tekin þegar útlit var fyrir að Ólafur Ragnar myndi ekki bjóða sig fram sem forseta og þar af leiðandi gæfist henni meira ráðrúm til að sinna fyrri störfum sínum í London. Fjölmiðlar greindu frá því í september 2011 að þau hjónin hefðu keypt einbýlishús í Mosfellsbæ sem ýtti undir sögusagnir þess efnis að þau ætluðu að færa sig um set frá Bessastöðum. Ólafur Ragnar ákvað hinsvegar að bjóða sig fram á ný og var endurkjörinn í júní 2012. Hálfu ári síðar var lögheimilisflutningur Dorritar staðfestur. Fram hefur komið að Dorrit greiddi ekki auðlegðaskatt hérlendis á meðan hún hafði hér lögheimili. Lögmaður sem sérhæfir sig í skattalögum sagði í samtali við fréttastofu í dag að grunnreglan sé sú að allir íslenskir ríkisborgarar með heimilisfesti hér, eigi að borga skatt af öllum sínum tekjum og eignum, hvar sem þær eiga uppruna sinn í heiminum. Í yfirlýsingunni forsetafrúarinnar kemur einnig fram að lögheimilisflutningurinn hafi verið gerður á grundvelli sextugustu og þriðju grein tekjuskattslaga sem tekur helst til mála erlendra ríkisborgara. Sigurður Líndal telur það langsótt að heimfara efni hennar upp á lögheimilismál. "Þannig að mér sýnist að það þurfi ítarlegri röksemdir en komið hafa fram til þess að þetta geti staðist þannig að óyggjandi sé", sagði Sigurður.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira