"Stenst ekki bókstaf íslenskra laga" Hjörtur Hjartarson skrifar 15. júní 2013 18:43 Dorrit Moussaief segist hafa ákveðið að breyta um lögheimili þegar útlit var fyrir að eiginmaður hennar myndi láta af störfum sem forseti Íslands. Lögheimilisflutningur hennar til Bretlands var hinsvegar ekki staðfestur fyrr en hálfu ári eftir að Ólafur var endurkjörinn. Íslensk lög heimila ekki hjónum að hafa sitthvort lögheimilið nema þau hafi slitið samvistir Að því er fram kemur í Fréttablaðinu í morgun munu forsetahjónin ekki hafa slitið samvistir en engu að síður voru engar athugasemdir gerðar við lögheimilisflutning Dorritar til Bretlands í desember, hvorki hjá Hagstofunni né Þjóðskrá. Sigurður Líndal, prófessor telur að þessi gjörningur standist ekki íslensk lög. "Nei, mér finnst það nú varla standast bókstaf íslenskra laga. Loks má minnast á ákvæði 7.greinar, sem er kannski kjarni málsins hér og það er að hjón eiga sama lögheimili. Þetta stendur hér og það eru ekki sjáanlegar neinar undantekningar frá því sem máli skipta." Í yfirlýsingu sem Dorrit sendi frá sér í dag segir meðal annars að ákvörðunin hafi verið tekin þegar útlit var fyrir að Ólafur Ragnar myndi ekki bjóða sig fram sem forseta og þar af leiðandi gæfist henni meira ráðrúm til að sinna fyrri störfum sínum í London. Fjölmiðlar greindu frá því í september 2011 að þau hjónin hefðu keypt einbýlishús í Mosfellsbæ sem ýtti undir sögusagnir þess efnis að þau ætluðu að færa sig um set frá Bessastöðum. Ólafur Ragnar ákvað hinsvegar að bjóða sig fram á ný og var endurkjörinn í júní 2012. Hálfu ári síðar var lögheimilisflutningur Dorritar staðfestur. Fram hefur komið að Dorrit greiddi ekki auðlegðaskatt hérlendis á meðan hún hafði hér lögheimili. Lögmaður sem sérhæfir sig í skattalögum sagði í samtali við fréttastofu í dag að grunnreglan sé sú að allir íslenskir ríkisborgarar með heimilisfesti hér, eigi að borga skatt af öllum sínum tekjum og eignum, hvar sem þær eiga uppruna sinn í heiminum. Í yfirlýsingunni forsetafrúarinnar kemur einnig fram að lögheimilisflutningurinn hafi verið gerður á grundvelli sextugustu og þriðju grein tekjuskattslaga sem tekur helst til mála erlendra ríkisborgara. Sigurður Líndal telur það langsótt að heimfara efni hennar upp á lögheimilismál. "Þannig að mér sýnist að það þurfi ítarlegri röksemdir en komið hafa fram til þess að þetta geti staðist þannig að óyggjandi sé", sagði Sigurður. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Dorrit Moussaief segist hafa ákveðið að breyta um lögheimili þegar útlit var fyrir að eiginmaður hennar myndi láta af störfum sem forseti Íslands. Lögheimilisflutningur hennar til Bretlands var hinsvegar ekki staðfestur fyrr en hálfu ári eftir að Ólafur var endurkjörinn. Íslensk lög heimila ekki hjónum að hafa sitthvort lögheimilið nema þau hafi slitið samvistir Að því er fram kemur í Fréttablaðinu í morgun munu forsetahjónin ekki hafa slitið samvistir en engu að síður voru engar athugasemdir gerðar við lögheimilisflutning Dorritar til Bretlands í desember, hvorki hjá Hagstofunni né Þjóðskrá. Sigurður Líndal, prófessor telur að þessi gjörningur standist ekki íslensk lög. "Nei, mér finnst það nú varla standast bókstaf íslenskra laga. Loks má minnast á ákvæði 7.greinar, sem er kannski kjarni málsins hér og það er að hjón eiga sama lögheimili. Þetta stendur hér og það eru ekki sjáanlegar neinar undantekningar frá því sem máli skipta." Í yfirlýsingu sem Dorrit sendi frá sér í dag segir meðal annars að ákvörðunin hafi verið tekin þegar útlit var fyrir að Ólafur Ragnar myndi ekki bjóða sig fram sem forseta og þar af leiðandi gæfist henni meira ráðrúm til að sinna fyrri störfum sínum í London. Fjölmiðlar greindu frá því í september 2011 að þau hjónin hefðu keypt einbýlishús í Mosfellsbæ sem ýtti undir sögusagnir þess efnis að þau ætluðu að færa sig um set frá Bessastöðum. Ólafur Ragnar ákvað hinsvegar að bjóða sig fram á ný og var endurkjörinn í júní 2012. Hálfu ári síðar var lögheimilisflutningur Dorritar staðfestur. Fram hefur komið að Dorrit greiddi ekki auðlegðaskatt hérlendis á meðan hún hafði hér lögheimili. Lögmaður sem sérhæfir sig í skattalögum sagði í samtali við fréttastofu í dag að grunnreglan sé sú að allir íslenskir ríkisborgarar með heimilisfesti hér, eigi að borga skatt af öllum sínum tekjum og eignum, hvar sem þær eiga uppruna sinn í heiminum. Í yfirlýsingunni forsetafrúarinnar kemur einnig fram að lögheimilisflutningurinn hafi verið gerður á grundvelli sextugustu og þriðju grein tekjuskattslaga sem tekur helst til mála erlendra ríkisborgara. Sigurður Líndal telur það langsótt að heimfara efni hennar upp á lögheimilismál. "Þannig að mér sýnist að það þurfi ítarlegri röksemdir en komið hafa fram til þess að þetta geti staðist þannig að óyggjandi sé", sagði Sigurður.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira