Berrössuð bíræfni – líf að láni Guðrún Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2013 06:00 Í janúar 2012 skrifaði ég grein sem birtist hér í Fréttablaðinu um siðferðismörk í bókmenntum. Greinin hét Tólfta lífið og fjallaði um bókina Konan við 1000 gráður eftir Hallgrím Helgason (Forlagið, 2011). Þar mótmælti ég því hvernig höfundurinn notfærir sér persónu móður minnar, Brynhildar Georgíu Björnsson (1930-2008). Hallgrímur hefur margoft lýst því yfir að Herbjörg aðalpersóna bókarinnar sé byggð á lífi móður minnar, einnig eru nánustu ættingjar hennar margoft nafngreindir í bókinni sem fjölskylda Herbjargar. Aðalpersóna Hallgríms þykir reyndar frumleg; langveik kona sem býr í bílskúr, sterkur persónuleiki sem býr yfir mikilli færni á tölvu þrátt fyrir háan aldur. Móðir mín, sem átti sér merka sögu, bjó einmitt síðustu ár ævi sinnar rúmföst í bílskúr innréttuðum sem íbúð. Hún notaði tölvu og var einn fyrsti einstaklingurinn á Íslandi sem kom sér upp gervihnattadiski til að geta horft á erlendar sjónvarpsstöðvar. Þannig braut hún sér aðdáunarverða leið út úr einangrun erfiðra veikinda. Þessir þættir sem Hallgrímur fær að láni hjá móður minni eru meðal þeirra sem hann hefur fengið lof fyrir í frumsköpun sögupersónunnar Herbjargar Maríu Björnsson. Hlífir hvergi Lífsferill hennar er þannig látinn fylgja fyrirmynd sinni í mörgu, ættarnafnið er hið sama og ég hef bent á að lesandinn eigi ekki möguleika á að sjá hvað af efni bókarinnar er tilbúningur og hvað ekki. Þannig lendir mannorð móður minnar í höndum skáldsins. Látum vera að nýlátin manneskja sé svo sterkur þáttur í bók að fyrirliggjandi ævisögu (Ellefu líf, útg. 1983) sé nánast fylgt í tíma og rúmi þótt heimilda sé hvergi getið. En þetta verk hlífir hvergi. Bókin er klámfengin, ljótleikamiðuð og ofbeldisfull, svo ekki sé minnst á mannlegan úrgang sem þar skipar sérstakan sess. Það er ekki tilgangur minn að ræða bókmenntalegt gildi verksins og því síður muninn á skáldskap og veruleika, hann þekki ég vel. Ég velti hins vegar upp stórum spurningum um siðgæði og trúi því seint að nokkur maður myndi kjósa að fjölskylda sín yrði gerð að féþúfu með þessum hætti. Með fullri virðingu fyrir tjáningarfrelsi og skapandi skrifum hlýtur það alltaf að vera á ábyrgð höfundarins hvernig hann byggir upp bók og hvað hann nýtir sér til þess. Hann á mikilvægt val varðandi friðhelgi einkalífs og hversu langt hann gengur í að særa með texta sínum. Í Konan við þúsund gráður lætur höfundurinn Herbjörgu Björnsson m.a. lýsa íslenska fánanum svo (bls. 318): „Og þannig er vor fáni enn í dag, sem við flöggum framan í aðrar þjóðir af berrassaðri bíræfni, hreint út sagt ein krossriðin sáðsullandi blóðkunta umkringd fjórum bláum marblettum; dönskum, enskum og amerískum." Þetta eru gróf og ljót orð um þjóð, sögu hennar og fána og mér til hugarangurs eru þau lögð persónugervingi móður minnar í munn. Skrumskæling á lífi Nú hafa þau tíðindi borist að bókin Konan við þúsund gráður hafi verið tilnefnd fyrir Íslands hönd til Norrænu bókmenntaverðlaunanna. Hún hlýtur því að vera talin meðal öndvegisverka íslenskra bókmennta. Ég legg ekki dóm á það en bendi af alvöruþunga á aðferðafræðina við gerð hennar og þann miska sem hún hefur valdið þeim sem þykir vænt um fyrirmynd hennar. Munurinn á þessari bók og flestum öðrum persónutengdum skáldsögum eru nafngreiningarnar og óræð textatengsl við fyrirliggjandi ævisögu. Við þetta bætist svo ljótleiki textans. Hér hefur skrumskæling á lífi verið sett á markað og þar með að ósekju gerð atlaga að mannorði einstaklings. Mér myndi aldrei detta í hug að gera nokkrum manni þetta vitandi vits. Hallgrímur Helgason hefur oft gagnrýnt slæmt siðferði samfélagsins harðlega. Ég er sammála því, við þurfum öll að gæta að því hvar og hvernig við stígum niður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í janúar 2012 skrifaði ég grein sem birtist hér í Fréttablaðinu um siðferðismörk í bókmenntum. Greinin hét Tólfta lífið og fjallaði um bókina Konan við 1000 gráður eftir Hallgrím Helgason (Forlagið, 2011). Þar mótmælti ég því hvernig höfundurinn notfærir sér persónu móður minnar, Brynhildar Georgíu Björnsson (1930-2008). Hallgrímur hefur margoft lýst því yfir að Herbjörg aðalpersóna bókarinnar sé byggð á lífi móður minnar, einnig eru nánustu ættingjar hennar margoft nafngreindir í bókinni sem fjölskylda Herbjargar. Aðalpersóna Hallgríms þykir reyndar frumleg; langveik kona sem býr í bílskúr, sterkur persónuleiki sem býr yfir mikilli færni á tölvu þrátt fyrir háan aldur. Móðir mín, sem átti sér merka sögu, bjó einmitt síðustu ár ævi sinnar rúmföst í bílskúr innréttuðum sem íbúð. Hún notaði tölvu og var einn fyrsti einstaklingurinn á Íslandi sem kom sér upp gervihnattadiski til að geta horft á erlendar sjónvarpsstöðvar. Þannig braut hún sér aðdáunarverða leið út úr einangrun erfiðra veikinda. Þessir þættir sem Hallgrímur fær að láni hjá móður minni eru meðal þeirra sem hann hefur fengið lof fyrir í frumsköpun sögupersónunnar Herbjargar Maríu Björnsson. Hlífir hvergi Lífsferill hennar er þannig látinn fylgja fyrirmynd sinni í mörgu, ættarnafnið er hið sama og ég hef bent á að lesandinn eigi ekki möguleika á að sjá hvað af efni bókarinnar er tilbúningur og hvað ekki. Þannig lendir mannorð móður minnar í höndum skáldsins. Látum vera að nýlátin manneskja sé svo sterkur þáttur í bók að fyrirliggjandi ævisögu (Ellefu líf, útg. 1983) sé nánast fylgt í tíma og rúmi þótt heimilda sé hvergi getið. En þetta verk hlífir hvergi. Bókin er klámfengin, ljótleikamiðuð og ofbeldisfull, svo ekki sé minnst á mannlegan úrgang sem þar skipar sérstakan sess. Það er ekki tilgangur minn að ræða bókmenntalegt gildi verksins og því síður muninn á skáldskap og veruleika, hann þekki ég vel. Ég velti hins vegar upp stórum spurningum um siðgæði og trúi því seint að nokkur maður myndi kjósa að fjölskylda sín yrði gerð að féþúfu með þessum hætti. Með fullri virðingu fyrir tjáningarfrelsi og skapandi skrifum hlýtur það alltaf að vera á ábyrgð höfundarins hvernig hann byggir upp bók og hvað hann nýtir sér til þess. Hann á mikilvægt val varðandi friðhelgi einkalífs og hversu langt hann gengur í að særa með texta sínum. Í Konan við þúsund gráður lætur höfundurinn Herbjörgu Björnsson m.a. lýsa íslenska fánanum svo (bls. 318): „Og þannig er vor fáni enn í dag, sem við flöggum framan í aðrar þjóðir af berrassaðri bíræfni, hreint út sagt ein krossriðin sáðsullandi blóðkunta umkringd fjórum bláum marblettum; dönskum, enskum og amerískum." Þetta eru gróf og ljót orð um þjóð, sögu hennar og fána og mér til hugarangurs eru þau lögð persónugervingi móður minnar í munn. Skrumskæling á lífi Nú hafa þau tíðindi borist að bókin Konan við þúsund gráður hafi verið tilnefnd fyrir Íslands hönd til Norrænu bókmenntaverðlaunanna. Hún hlýtur því að vera talin meðal öndvegisverka íslenskra bókmennta. Ég legg ekki dóm á það en bendi af alvöruþunga á aðferðafræðina við gerð hennar og þann miska sem hún hefur valdið þeim sem þykir vænt um fyrirmynd hennar. Munurinn á þessari bók og flestum öðrum persónutengdum skáldsögum eru nafngreiningarnar og óræð textatengsl við fyrirliggjandi ævisögu. Við þetta bætist svo ljótleiki textans. Hér hefur skrumskæling á lífi verið sett á markað og þar með að ósekju gerð atlaga að mannorði einstaklings. Mér myndi aldrei detta í hug að gera nokkrum manni þetta vitandi vits. Hallgrímur Helgason hefur oft gagnrýnt slæmt siðferði samfélagsins harðlega. Ég er sammála því, við þurfum öll að gæta að því hvar og hvernig við stígum niður.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar