Sporin hræða Björn Ólafur Hallgrímsson skrifar 27. mars 2013 06:00 Samkvæmt skoðanakönnunum er Framsóknarflokkurinn nú í mikilli sókn í aðdraganda kosninganna í vor. Þeim sem hér stýrir penna finnst það mjög váleg tíðindi. Virðist svo sem mestu ráði um fylgisaukninguna nokkuð dugnaðarleg barátta nokkurra forvígismanna flokksins í svonefndu Icesave-máli en ekki síður innantóm fyrirheit um ævintýralegar en óraunhæfar lausnir á skuldavanda heimilanna, loforð, sem flokksmenn eru nú þegar farnir að bera að nokkru til baka, eftir að sú sviðsmynd kom út úr skoðanakönnunum, að Framsóknarflokkurinn kynni að verða leiðandi afl í næstu ríkisstjórn og þurfa að standa við stóru orðin. Ástæða er til að ætla, að fylgisaukningin eigi sér fyrst og fremst rætur hjá yngri kynslóð kjósenda, hjá fólki, sem einungis þekkir til nýjustu gjörða og útspila þessa gamla flokks, sem margir telja mjög spilltan enn, þótt hann hafi fengið ný andlit. Þeir sem eldri eru þekkja vinnubrögð og verk flokksins fyrr á tímum og dæma hann að verðleikum samkvæmt því með því að kjósa hann aldrei aftur, a.m.k. ekki fyrr en öllum grun um óheilindi hefur verið eytt, flokkurinn dauðhreinsaður af áráttu til einkavinavæðingar og úr vondum verkum hans bætt svo sem unnt er. Fráleit málefni Og hver eru þau spor flokksins, sem hræða? Um er að tefla ýmis fráleit málefni, sem flokkurinn hefur hannað og keyrt fram, oft í þágu fárra og oftast í náinni samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn. Nefna má af þeim mörgu málum, sem í fjölmiðla hafa ratað, einkavinavæðingu Landsbanka og Búnaðarbanka, kvótamálið, yfirlýsingu um þátttöku Íslands í Íraksstríðinu, Kögunarmálið, virka þátttöku í hrunsstjórnun efnahagsmála síðustu áratuga, 90% húsnæðislánin, sem allt settu hér á hliðina, stöðvun stjórnlagabreytinga á Alþingi í átt til aukins lýðræðis og mannréttinda og síðast en ekki síst hið gríðarlega umhverfisslys í Lagarfljóti vegna hinnar óarðbæru Kárahnjúkavirkjunar. Öll þessi óheillaverk og miklu fleiri voru að meira eða minna leyti í boði Framsóknarflokksins. Hafa væntanlegir kjósendur virkilega gleymt þeim? Og er þetta þá flokkur með almannaheill að leiðarljósi, sem þú getur getur stutt með atkvæði þínu, kjósandi góður? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt skoðanakönnunum er Framsóknarflokkurinn nú í mikilli sókn í aðdraganda kosninganna í vor. Þeim sem hér stýrir penna finnst það mjög váleg tíðindi. Virðist svo sem mestu ráði um fylgisaukninguna nokkuð dugnaðarleg barátta nokkurra forvígismanna flokksins í svonefndu Icesave-máli en ekki síður innantóm fyrirheit um ævintýralegar en óraunhæfar lausnir á skuldavanda heimilanna, loforð, sem flokksmenn eru nú þegar farnir að bera að nokkru til baka, eftir að sú sviðsmynd kom út úr skoðanakönnunum, að Framsóknarflokkurinn kynni að verða leiðandi afl í næstu ríkisstjórn og þurfa að standa við stóru orðin. Ástæða er til að ætla, að fylgisaukningin eigi sér fyrst og fremst rætur hjá yngri kynslóð kjósenda, hjá fólki, sem einungis þekkir til nýjustu gjörða og útspila þessa gamla flokks, sem margir telja mjög spilltan enn, þótt hann hafi fengið ný andlit. Þeir sem eldri eru þekkja vinnubrögð og verk flokksins fyrr á tímum og dæma hann að verðleikum samkvæmt því með því að kjósa hann aldrei aftur, a.m.k. ekki fyrr en öllum grun um óheilindi hefur verið eytt, flokkurinn dauðhreinsaður af áráttu til einkavinavæðingar og úr vondum verkum hans bætt svo sem unnt er. Fráleit málefni Og hver eru þau spor flokksins, sem hræða? Um er að tefla ýmis fráleit málefni, sem flokkurinn hefur hannað og keyrt fram, oft í þágu fárra og oftast í náinni samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn. Nefna má af þeim mörgu málum, sem í fjölmiðla hafa ratað, einkavinavæðingu Landsbanka og Búnaðarbanka, kvótamálið, yfirlýsingu um þátttöku Íslands í Íraksstríðinu, Kögunarmálið, virka þátttöku í hrunsstjórnun efnahagsmála síðustu áratuga, 90% húsnæðislánin, sem allt settu hér á hliðina, stöðvun stjórnlagabreytinga á Alþingi í átt til aukins lýðræðis og mannréttinda og síðast en ekki síst hið gríðarlega umhverfisslys í Lagarfljóti vegna hinnar óarðbæru Kárahnjúkavirkjunar. Öll þessi óheillaverk og miklu fleiri voru að meira eða minna leyti í boði Framsóknarflokksins. Hafa væntanlegir kjósendur virkilega gleymt þeim? Og er þetta þá flokkur með almannaheill að leiðarljósi, sem þú getur getur stutt með atkvæði þínu, kjósandi góður?
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar