Sporin hræða Björn Ólafur Hallgrímsson skrifar 27. mars 2013 06:00 Samkvæmt skoðanakönnunum er Framsóknarflokkurinn nú í mikilli sókn í aðdraganda kosninganna í vor. Þeim sem hér stýrir penna finnst það mjög váleg tíðindi. Virðist svo sem mestu ráði um fylgisaukninguna nokkuð dugnaðarleg barátta nokkurra forvígismanna flokksins í svonefndu Icesave-máli en ekki síður innantóm fyrirheit um ævintýralegar en óraunhæfar lausnir á skuldavanda heimilanna, loforð, sem flokksmenn eru nú þegar farnir að bera að nokkru til baka, eftir að sú sviðsmynd kom út úr skoðanakönnunum, að Framsóknarflokkurinn kynni að verða leiðandi afl í næstu ríkisstjórn og þurfa að standa við stóru orðin. Ástæða er til að ætla, að fylgisaukningin eigi sér fyrst og fremst rætur hjá yngri kynslóð kjósenda, hjá fólki, sem einungis þekkir til nýjustu gjörða og útspila þessa gamla flokks, sem margir telja mjög spilltan enn, þótt hann hafi fengið ný andlit. Þeir sem eldri eru þekkja vinnubrögð og verk flokksins fyrr á tímum og dæma hann að verðleikum samkvæmt því með því að kjósa hann aldrei aftur, a.m.k. ekki fyrr en öllum grun um óheilindi hefur verið eytt, flokkurinn dauðhreinsaður af áráttu til einkavinavæðingar og úr vondum verkum hans bætt svo sem unnt er. Fráleit málefni Og hver eru þau spor flokksins, sem hræða? Um er að tefla ýmis fráleit málefni, sem flokkurinn hefur hannað og keyrt fram, oft í þágu fárra og oftast í náinni samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn. Nefna má af þeim mörgu málum, sem í fjölmiðla hafa ratað, einkavinavæðingu Landsbanka og Búnaðarbanka, kvótamálið, yfirlýsingu um þátttöku Íslands í Íraksstríðinu, Kögunarmálið, virka þátttöku í hrunsstjórnun efnahagsmála síðustu áratuga, 90% húsnæðislánin, sem allt settu hér á hliðina, stöðvun stjórnlagabreytinga á Alþingi í átt til aukins lýðræðis og mannréttinda og síðast en ekki síst hið gríðarlega umhverfisslys í Lagarfljóti vegna hinnar óarðbæru Kárahnjúkavirkjunar. Öll þessi óheillaverk og miklu fleiri voru að meira eða minna leyti í boði Framsóknarflokksins. Hafa væntanlegir kjósendur virkilega gleymt þeim? Og er þetta þá flokkur með almannaheill að leiðarljósi, sem þú getur getur stutt með atkvæði þínu, kjósandi góður? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Samkvæmt skoðanakönnunum er Framsóknarflokkurinn nú í mikilli sókn í aðdraganda kosninganna í vor. Þeim sem hér stýrir penna finnst það mjög váleg tíðindi. Virðist svo sem mestu ráði um fylgisaukninguna nokkuð dugnaðarleg barátta nokkurra forvígismanna flokksins í svonefndu Icesave-máli en ekki síður innantóm fyrirheit um ævintýralegar en óraunhæfar lausnir á skuldavanda heimilanna, loforð, sem flokksmenn eru nú þegar farnir að bera að nokkru til baka, eftir að sú sviðsmynd kom út úr skoðanakönnunum, að Framsóknarflokkurinn kynni að verða leiðandi afl í næstu ríkisstjórn og þurfa að standa við stóru orðin. Ástæða er til að ætla, að fylgisaukningin eigi sér fyrst og fremst rætur hjá yngri kynslóð kjósenda, hjá fólki, sem einungis þekkir til nýjustu gjörða og útspila þessa gamla flokks, sem margir telja mjög spilltan enn, þótt hann hafi fengið ný andlit. Þeir sem eldri eru þekkja vinnubrögð og verk flokksins fyrr á tímum og dæma hann að verðleikum samkvæmt því með því að kjósa hann aldrei aftur, a.m.k. ekki fyrr en öllum grun um óheilindi hefur verið eytt, flokkurinn dauðhreinsaður af áráttu til einkavinavæðingar og úr vondum verkum hans bætt svo sem unnt er. Fráleit málefni Og hver eru þau spor flokksins, sem hræða? Um er að tefla ýmis fráleit málefni, sem flokkurinn hefur hannað og keyrt fram, oft í þágu fárra og oftast í náinni samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn. Nefna má af þeim mörgu málum, sem í fjölmiðla hafa ratað, einkavinavæðingu Landsbanka og Búnaðarbanka, kvótamálið, yfirlýsingu um þátttöku Íslands í Íraksstríðinu, Kögunarmálið, virka þátttöku í hrunsstjórnun efnahagsmála síðustu áratuga, 90% húsnæðislánin, sem allt settu hér á hliðina, stöðvun stjórnlagabreytinga á Alþingi í átt til aukins lýðræðis og mannréttinda og síðast en ekki síst hið gríðarlega umhverfisslys í Lagarfljóti vegna hinnar óarðbæru Kárahnjúkavirkjunar. Öll þessi óheillaverk og miklu fleiri voru að meira eða minna leyti í boði Framsóknarflokksins. Hafa væntanlegir kjósendur virkilega gleymt þeim? Og er þetta þá flokkur með almannaheill að leiðarljósi, sem þú getur getur stutt með atkvæði þínu, kjósandi góður?
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun