Innlent

Slökkviliðsstjóri frestar heimildum til að kveikja sinuelda

Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri í Borgarfirði frestaði í gær heimildum sýslumanns til að kveikja sinuelda á tveimur stöðum í Andakíl í Borgarfirði, vegna mikilla þurrka í gróðurlandi á svæðinu og hættu á að eldarnir fari úr böndunum.

Sýslumaður telur sig ekki hafa heimild til að banna sinubruna, ef landeigendur hafa framvísað umbeðnum umsögnum, en hefur hinsvegar ítrekað beint því til Umhverfisstofnunar að slíkt verði bannað. Bæði vegna hagsmuna almennings varðandi loftgæði og af umhverfisástæðum, en hefur engin viðbrögð fengið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×