Innlent

Samkomulagi náð um þinglok

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Samkomulag náðist um þinglok á Alþingi klukkan níu í kvöld. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mælti áður fyrir tillögu um frestun á fundum Alþingis. Samkvæmt heimildum Vísis lýkur þingstörfum í kvöld ef allt gengur að óskum.

Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, tók til máls og sagði það væri fráleitt að slíta þinginu nú.

Tillaga Jóhönnu var samþykkt með 44 atkvæðum gegn þremur, en fundurinn er síðasti þingfundur hennar á Alþingi þar sem hún hefur setið frá árinu 1978.

Þá var tillaga Árna Páls Árnasonar, Guðmundar Steingrímssonar og Katrínar Jakobsdóttur um tímabundndar breytingar á stjórnarskrá samþykkt með 24 atkvæðum gegn þremur. 22 þingmenn greiddu ekki atkvæði. Tillagan sneri að því hvernig breyta megi stjórnarskrá á næsta kjörtímabili án þess að boða til kosninga áður en breytingarnar taka gildi.

Þingmenn Hreyfingarinnar greiddu atkvæði gegn báðum tillögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×