Hefur svarað 200 fyrirspurnum vegna hótana á netinu 4. janúar 2013 09:48 Myndin sem var breytt af þeim sem hélt úti síðunni "Karlar eru betri en konur“. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur svarað um 200 fyrirspurnum um hótanir á netinu á síðastliðnum mánuðum, samkvæmt viðtali við Þórir Ingvarsson rannsóknarlögreglumann, sem rætt var við í morgunútvarpi Rásar 2 í dag. Hann sagði að töluvert væri um það að fólk setti sig í samband við lögregluna vegna hótana og vafasams efnis sem það sér á netinu, til dæmis á samskiptasíðum á borð við Facebook. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er sjálf með síðu á Facebook og fær margar tilkynningar þar í gegn. Þórir segir í samtali við RÚV að sumir þeirra sem setja sig í samband við lögreglu bendi á efni sem þeim finnst vafasamt, aðrir kæra eitthvað sem beinist að þeim sjálfum, og stundum vill fólk fá á hreint hvort ákveðið efni sé löglegt eða ólöglegt. Og gráa svæðið er gríðarlega umfangsmikið á netinu að mati Þóris. Talsvert er um ábendingar vegna skrifa hópa og einstaklinga á Facebook. Oft þannig að fólk vilji losna við efni þaðan. Þórir telur Facebook oftast bregðast vel við en segir að svo virðist að því fleiri sem tilkynna efni til Facebook því meiri líkur séu á að Facebook fjarlægi efnið. Morgunútvarpið ræddi meðal annars við Þóri vegna sérkennilegs máls sem kom upp á Facebook á dögunum, þar sem óprúttin aðili, sem hélt úti síðunni „Karlar eru betri en konur" breytti mynd af nemanum Þórlaugu Ágústsdóttur, með þeim hætti að hún virtist vera með áverka eftir ofbeldi. Á myndinni stóð svo: „Konur eru eins og gras, það það þarf að slá þær reglulega." Síðan gerir út á niðrandi grín á kostnað kvenna. Þórlaug kvartaði til Facebook út af málinu, en fékk þau svör að myndin bryti ekki í bága við reglur Facebook.Síðunni hefur verið lokað núna. Ekki er vitað hver stendur á bak við hana. Þá hefur femínistinn Hildur Lilliendahl oft barist við Facebook en sjálf hefur hún tvisvar verið sett í bann frá síðunni, meðal annars eftir að hún birti ummæli manns sem sagðist vilja keyra og bakka aftur yfir hana. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur svarað um 200 fyrirspurnum um hótanir á netinu á síðastliðnum mánuðum, samkvæmt viðtali við Þórir Ingvarsson rannsóknarlögreglumann, sem rætt var við í morgunútvarpi Rásar 2 í dag. Hann sagði að töluvert væri um það að fólk setti sig í samband við lögregluna vegna hótana og vafasams efnis sem það sér á netinu, til dæmis á samskiptasíðum á borð við Facebook. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er sjálf með síðu á Facebook og fær margar tilkynningar þar í gegn. Þórir segir í samtali við RÚV að sumir þeirra sem setja sig í samband við lögreglu bendi á efni sem þeim finnst vafasamt, aðrir kæra eitthvað sem beinist að þeim sjálfum, og stundum vill fólk fá á hreint hvort ákveðið efni sé löglegt eða ólöglegt. Og gráa svæðið er gríðarlega umfangsmikið á netinu að mati Þóris. Talsvert er um ábendingar vegna skrifa hópa og einstaklinga á Facebook. Oft þannig að fólk vilji losna við efni þaðan. Þórir telur Facebook oftast bregðast vel við en segir að svo virðist að því fleiri sem tilkynna efni til Facebook því meiri líkur séu á að Facebook fjarlægi efnið. Morgunútvarpið ræddi meðal annars við Þóri vegna sérkennilegs máls sem kom upp á Facebook á dögunum, þar sem óprúttin aðili, sem hélt úti síðunni „Karlar eru betri en konur" breytti mynd af nemanum Þórlaugu Ágústsdóttur, með þeim hætti að hún virtist vera með áverka eftir ofbeldi. Á myndinni stóð svo: „Konur eru eins og gras, það það þarf að slá þær reglulega." Síðan gerir út á niðrandi grín á kostnað kvenna. Þórlaug kvartaði til Facebook út af málinu, en fékk þau svör að myndin bryti ekki í bága við reglur Facebook.Síðunni hefur verið lokað núna. Ekki er vitað hver stendur á bak við hana. Þá hefur femínistinn Hildur Lilliendahl oft barist við Facebook en sjálf hefur hún tvisvar verið sett í bann frá síðunni, meðal annars eftir að hún birti ummæli manns sem sagðist vilja keyra og bakka aftur yfir hana.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Sjá meira