Innlent

Banna köfun undir 18 metrum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kafað í Silfru.
Kafað í Silfru. Mynd/ Vilhelm.
Þjóðgarðsvörður og Siglingastofnun hafa ákveðið að banna köfun niður fyrir 18 metra í gjána Silfru á Þingvöllum. Þessi ákvörðun er tekin til að tryggja öryggi þeirra fjölmörgu sem kafa í Silfru og vegna aðstæðna í gjánni sem eru til rannsóknar eftir banaslys sem varð þar 28. desember síðastliðinn.

Á vef Þingvalla segir að bannið gildi frá og með hádegi laugardaginn 5. janúar 2013 og þar til annað verður ákveðið. Þar með er öllum óheimilt að kafa dýpra en 18 metra eða 60 fet í Silfru. Áfram gildir að óheimilt er að kafa einn síns liðs í gjánni, óheimilt er að kafa í hella, ranghala og göng og óheimilt er að fara í gjána og synda án hlífðarbúnings. Ítrekað er að hver sá sem kafar í Silfru gerir það á eigin ábyrgð.

Það má lesa meira um málið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×