Kristjáni stefnt til að greiða tvo milljarða Stígur Helgason skrifar 3. apríl 2013 09:00 Kristján er fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og þjálfaði meistaraflokk FH þangað til í fyrravor. Slitastjórn Kaupþings hefur stefnt Kristjáni Arasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra einkabankaþjónustu hjá bankanum, til að greiða tveggja milljarða skuld vegna hlutabréfakaupa í bankanum. Guðni Ásþór Haraldsson, lögmaður slitastjórnarinnar, staðfestir að málið hafi verið höfðað og að það snúist um 1,7 milljarða lán sem Kristján fékk frá Kaupþingi til að kaupa hlutabréf í bankanum misserin fyrir hrun, líkt og margir aðrir starfsmenn bankans. Kristján tók lánin í eigin nafni en færði hins vegar skuldina yfir í einkahlutafélagið 7 hægri ehf. í febrúar 2008. Það félag var tekið til gjaldþrotaskipta í desember 2010 og stóð skuldin við Kaupþing þá í rúmum tveimur milljörðum króna. Engar eignir fundust í búinu. Slitastjórnin hefur frá því fljótlega eftir hrun reynt að innheimta frá fyrrverandi starfsmönnum þær skuldir sem stofnuðust þegar bankinn lánaði þeim fyrir hlutabréfakaupum. Nokkrir dómar hafa fallið á þá leið að rétt hafi verið af slitastjórninni að láta rifta þeirri ákvörðun stjórnar Kaupþings skömmu fyrir hrun að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna á þessum lánum. Þeir hafa því verið dæmdir til að greiða skuldirnar, sem í sumum tilfellum hlaupa á milljörðum. Upphaflega var talið að þeir starfsmenn sem hefðu fært skuldir sínar í eignarhaldsfélög nógu snemma til að ekki væri hægt að rifta gerningnum, til dæmis Kristján og forstjórinn Hreiðar Már Sigurðsson, væru utan seilingar slitastjórnarinnar. Ekki væri hægt að sækja að þeim persónulega vegna skuldanna. Á þetta ætlar slitastjórnin nú að láta reyna í tilviki Kristjáns. Meginröksemdin er sú að færsla skuldarinnar í einkahlutafélagið hafi verið ólögmæt og hún liggi því enn hjá honum sjálfum. Kristján hefur sagt að hann hafi fengið samþykki fyrir henni frá Hreiðari og fjármálastjóranum Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, en slitastjórnin telur að þau hafi alls ekki haft umboð til að veita slíkt samþykki og því hafi skuldin í raun aldrei færst af honum persónulega með lögformlegum hætti. Til vara er honum stefnt til að greiða þrotabúi Kaupþings féð í skaðabætur, enda hafi hann bakað bankanum tjón með því að láta færa skuldina í heimildarleysi. Aðalmeðferð í málinu fer fram 8. maí. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Slitastjórn Kaupþings hefur stefnt Kristjáni Arasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra einkabankaþjónustu hjá bankanum, til að greiða tveggja milljarða skuld vegna hlutabréfakaupa í bankanum. Guðni Ásþór Haraldsson, lögmaður slitastjórnarinnar, staðfestir að málið hafi verið höfðað og að það snúist um 1,7 milljarða lán sem Kristján fékk frá Kaupþingi til að kaupa hlutabréf í bankanum misserin fyrir hrun, líkt og margir aðrir starfsmenn bankans. Kristján tók lánin í eigin nafni en færði hins vegar skuldina yfir í einkahlutafélagið 7 hægri ehf. í febrúar 2008. Það félag var tekið til gjaldþrotaskipta í desember 2010 og stóð skuldin við Kaupþing þá í rúmum tveimur milljörðum króna. Engar eignir fundust í búinu. Slitastjórnin hefur frá því fljótlega eftir hrun reynt að innheimta frá fyrrverandi starfsmönnum þær skuldir sem stofnuðust þegar bankinn lánaði þeim fyrir hlutabréfakaupum. Nokkrir dómar hafa fallið á þá leið að rétt hafi verið af slitastjórninni að láta rifta þeirri ákvörðun stjórnar Kaupþings skömmu fyrir hrun að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna á þessum lánum. Þeir hafa því verið dæmdir til að greiða skuldirnar, sem í sumum tilfellum hlaupa á milljörðum. Upphaflega var talið að þeir starfsmenn sem hefðu fært skuldir sínar í eignarhaldsfélög nógu snemma til að ekki væri hægt að rifta gerningnum, til dæmis Kristján og forstjórinn Hreiðar Már Sigurðsson, væru utan seilingar slitastjórnarinnar. Ekki væri hægt að sækja að þeim persónulega vegna skuldanna. Á þetta ætlar slitastjórnin nú að láta reyna í tilviki Kristjáns. Meginröksemdin er sú að færsla skuldarinnar í einkahlutafélagið hafi verið ólögmæt og hún liggi því enn hjá honum sjálfum. Kristján hefur sagt að hann hafi fengið samþykki fyrir henni frá Hreiðari og fjármálastjóranum Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, en slitastjórnin telur að þau hafi alls ekki haft umboð til að veita slíkt samþykki og því hafi skuldin í raun aldrei færst af honum persónulega með lögformlegum hætti. Til vara er honum stefnt til að greiða þrotabúi Kaupþings féð í skaðabætur, enda hafi hann bakað bankanum tjón með því að láta færa skuldina í heimildarleysi. Aðalmeðferð í málinu fer fram 8. maí.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira