Innlent

Töluverð skjálftavirkni er enn við Grímsey

Töluverð skjálftavirkni er enn austur af Grímsey, en heldur virðist draga úr styrk skjálftanna. Þannig mældust aðeins tveir skjálftar á svæðinu yfir tvö stig í gær.

Jarðvísindamenn telja þó of snemmt að blása hrinuna af og búast jafnvel við að hún geti sótt í sig veðrið á ný.

Ekki hafa borist fregnir af því hvort fiskur er aftur farinn að leita inn á svæðið nærri upptökunum, en eftir stóru skjálftana við upphaf hrinunnar, hvarf fiskur af svæðiu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×