Innlent

Djúpið frumsýnt í Noregi

Talsvert hefur verið fjallað um Djúpið í norskum fjölmiðlum.
Talsvert hefur verið fjallað um Djúpið í norskum fjölmiðlum.
Djúpið, kvikmynd Baltasars Kormáks, verður frumsýndi í Noregi í dag og ríkir nokkur eftirvænting meðal þarlendra sem og aðstandenda kvikmyndarinnar.

Myndin hefur þegar fengið lofsamlega dóma í norskum fjölmiðlum og er talað um sterka mynd sem segi af ótrúlegri hetjudáð og raunum. Baltasar Kormákur hefur fylgt Djúpinu eftir víða um heim og hefur henni verið vel tekið en minnstu munaði að hún yrði tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokki erlendra kvikmynda, komst í niðurskurði í hóp níu mynda sem komu til álita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×