Innlent

Suðurnesjamenn á hraðferð

Sex ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum.

Tveir sem hraðast óku mældust á 127 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Þá ók einn ökumaður án bílbeltis og reyndist hann einnig vera sviptur ökuréttindum þegar að var gáð.

Þrír voru með filmur í fremri hliðarrúðum bifreiða sinna, tveir virtu ekki biðskyldu og aðrir tveir höfðu lagt upp á gangstétt.

Loks var einn ökumaður stöðvaður, grunaður um ölvun við akstur. Hann var færður á lögreglustöð og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×