Innlent

"Þetta er voðalega leiðinlegt"

„Þetta kom mjög flatt upp á mig,“ segir Haukur Magnússon, stofnandi og eigandi Svarta-Hauks sem selur Lúpínuseyði. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands innkallaði á dögunum seyðið þar sem það var framleitt við óheilnæmar aðstæður.

Haukur segir að seyðið sé framleitt fyrir fyrirtækið í Hveragerði og því komi Svarti-Haukur ekkert nálægt framleiðslunni. „Ég veitt ekki hvað það var sem þeir settu út á hjá honum og hvers vegna hann uppfyllti ekki öll starfsskilyrði. En það hefur aldrei verið kvartað undan þessari vöru, hún er alveg í lagi en svona eru leikreglurnar og við förum eftir þeim,“ segir Haukur.

Hann segir að fyrirtækið sé búið að finna nýjan framleiðandi sem hefji framleiðslu á Lúpínuseyðinu í næstu viku. „Þetta er voðalega leiðinlegt því þetta er mjög vinsæl vara hér á landi. En nýi framleiðandinn uppfyllir öll skilyrði heilbrigðiseftirlitsins,“


Tengdar fréttir

Lúpínuseyði innkallað

Í eftirliti Heilbrigðiseftirlits Suðurlands á dögunum kom í ljós að lúpínuseyði frá Svarta Hauki var framleitt við óheilnæmar aðstæður. Varan uppfyllir því ekki kröfur um öryggi matvæla og hefur því verið innkölluð af markaði og frá neytendum. Varan er ekki lengur í sölu í verslunum í Reykjavík. Þetta kemur fram á vefsíðu Matvælaeftirlits Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Þeir sem eiga umrædda vöru eru beðnir um að neita hennar ekki og farga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×