Innlent

Kynnti nýjan veflykil

Ögmundur kynnir nýja veflykilinn.
Ögmundur kynnir nýja veflykilinn.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnti í dag nýjan veflykil sem Þjóðskrá Íslands hefur þróað til að tryggja einfalda og örugga leið til auðkenningar inn á vefi. Lykillinn nefnist Íslykill og hann má nota til innskráningar á einstaklingsmiðaðar síður hjá stofnunum, sveitarfélögum, félagasamtökum og fyrirtækjum sem nýta sér innskráningarþjónustu Ísland.is.

Ísykillinn samanstendur af kennitölu og leyniorði. Þegar þörf er á viðbótaröryggi er hægt að styrkja Íslykilinn með talnarunu sem send er sem smáskilaboð í farsíma. Frá og með deginum í dag geta einstaklingar og fyrirtæki pantað Íslykil á www.island.is. Íslykill stendur öllum aldurshópum til boða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×