Innlent

Lúpínuseyði innkallað

Í eftirliti Heilbrigðiseftirlits Suðurlands á dögunum kom í ljós að lúpínuseyði frá Svarta Hauki var framleitt við óheilnæmar aðstæður. Varan uppfyllir því ekki kröfur um öryggi matvæla og hefur því verið innkölluð af markaði og frá neytendum. Varan er ekki lengur í sölu í verslunum í Reykjavík. Þetta kemur fram á vefsíðu Matvælaeftirlits Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Þeir sem eiga umrædda vöru eru beðnir um að neita hennar ekki og farga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×