Innlent

Réðst á stúlku og hótaði lögreglumönnum lífláti

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag nítján ára gamlan pilt, Egil Mikael Ólafsson, í tveggja ára fangelsi fyrir þrjú brot gegn valdstjórninni, líkamsárás, brot gegn vopnalögum og þjófnað.

Hann var sakfelldur fyrir að hafa í byrjun desember á síðasta ári kastað grjóti í gegnum rúðu á veitingastað á Akranes og stolið þaðan sjö vínflöskum og tveimur bjórum. Síðar sama kvöld beit hann lögreglumann í handlegginn þegar verið var að færa hann í fangaklefa.

Í lok janúar á þessu ári réðst hann á stúlku, sló hana fjórum til fimm sinnum með flötum lófa í andlitið, tók hana hálstaki og ýtti henni þannig að hún féll í gólfið.

Þegar hann var handtekinn skömmu eftir líkamsárásina sló hann lögreglumann með krepptum hnefa í búkinn, reif í hár hans og ekki losað um takið fyrr en hjálp barst frá kollega hans. Þá hafði hann einnig í frammi lífslátshótnaði í garð lögreglumanna.

Í lok febrúar var hann handtekinn fyrir utan veitingastað í miðbæ Reykjavíkur með eldhúshníf með 11,5 cm löngu hnífsblaði. Skömmu síðar sparkaði hann í lögreglumanna, sló hann hnefahöggi í kviðinn og hrækti á buxur hans þegar verið var að færa hann í fangaklefa. Þá hótaði hann einnig lögrelgumönnum lífláti.

Egill Mikael játaði brot sín fyrir dómi og rauf skilorð með brotunum. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því 25. febrúar og dregst það frá tveggja ára fangelsisdómnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×