Innlent

Svipmyndir frá leitinni í dag - hefur enn ekki borið árangur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar leituðu í dag að Önnu Kristínu Ólafsdóttur í fjörunni í Skerjafirði og nágrenni.

Leitin hefur enn engan árangur borið.

Þyrla Landshelgisgæslunnar var notuð til að skima yfir svæðið í dag. Einnig unnu kafarar frá Landhelgisgæslunni, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, björgunarsveitum og sérsveit ríkislögreglustjóra saman að leitinni.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir Önnu Kristínu í gær. Hún er 47 ára, rúmlega 170 sentimetrar á hæð, grannvaxin, með dökkt stutt hár. Hún er talin vera í brúnum rússkinsjakka, gallabuxum , svörtum stígvélum og með grátt hliðar veski.

Ekkert er vitað um ferðir Önnu síðan klukkan átta í gærkvöldi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×