Innlent

Veiðidögum á rjúpu fjölgað

Jakob Bjarnar skrifar
Veiðimenn fagna án vafa ákvörðun ráðherra.
Veiðimenn fagna án vafa ákvörðun ráðherra.
Umhverfis- og auðlindaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson hefur ákvarðað að veiðidagar rjúpu í ár verði tólf talsins sem skiptast á fjórar helgar á tímabilinu 25. október til 17. nóvember 2013. Þetta kemur fram á vef umhverfisráðuneytisins.

Leyfileg heildarveiði á rjúpum er 42.000 rjúpur og er miðað við 6-7 fugla á hvern veiðimann. Áfram verður sölubann á rjúpum og er Umhverfisstofnun falið að fylgja því eftir. Að óbreyttum forsendum er lagt til að þetta fyrirkomulag haldist að minnsta kosti næstu þrjú ár.

Á vef ráðuneytisins segir að ákvörðunin sé byggð á grunni ráðgjafar Náttúrufræðistofnunar Íslands sem unnið hefur vísindalegt mat á stærð veiðistofns rjúpunnar og veiðiþoli hans, og ráðgjafar Umhverfisstofununar um stjórn rjúpaveiðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×