Baráttufundur kennara: Búnir að fá nóg af niðurskurði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 26. september 2013 14:00 Hulda María Magnúsdóttir, kennari í Foldaskóla, er ein þeirra sem stendur fyrir fundinum. Baráttufundur kennara verður haldinn í Iðnó í kvöld. Að honum stendur hópur grunnskólakennara í Reykjavík sem er búinn að fá nóg af niðurskurði í skólakerfinu sem þau segja að bitni á skólastarfinu og þar með nemendum. „Það er meira álag á fólki, aukin krafa um að stækka bekki og þar með hefur kennarinn minni tíma til að sinna hverjum og einum nemanda, það segir sig sjálft,“ segir Hulda María Magnúsdóttir, kennari í Foldaskóla. Hulda María segir dæmi um allt að 29 börn í einum bekk og þótt stuðningsfulltrúi sé fenginn til aðstoðar er bara einn fagmenntaður kennari með bekkinn. „Kennarar eru fagmenn og við erum að veita lögbundna þjónustu. Við viljum leggja okkur fram eins og við getum en okkur er gert erfitt fyrir. Ég vil meina að niðurskurðurinn síðustu ár hafi ekki bitnað jafn harkalega á nemendum og hann hefði annars getað gert því kennarar hafa tekið afleiðingarnar á sig, álagið og byrðarnar,“ segir hún. Samkvæmt Huldu Maríu hefur niðurskurðurinn jafnframt bitnað á tækjabúnaði, forfallakennslu og möguleikum á að brjóta upp námið með námstengdum vettvangsferðum. Einnig á launum kennara. „Hérna í Reykjavík var yfirvinnan skorin niður sem var eina tækifærið til að drýgja tekjurnar. Barátta okkar snýst auðvitað líka um framþróun launa. Launin okkar eru ekki í samræmi við menntunarkröfur og eru rúmum 20% lægri en hjá samanburðarstéttum. Ég er með 331.000 krónur í laun eftir sex ára háskólanám og ég er meira að segja í hærri flokki vegna þess að ég er með kennsluréttindi á framhaldsskólastigi,“ segir Hulda María. Kennarar munu ræða ástandið og hvað sé til ráða í kvöld og gert er ráð fyrir að hópurinn sendi frá sér ályktun eða yfirlýsingu að fundi loknum. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
Baráttufundur kennara verður haldinn í Iðnó í kvöld. Að honum stendur hópur grunnskólakennara í Reykjavík sem er búinn að fá nóg af niðurskurði í skólakerfinu sem þau segja að bitni á skólastarfinu og þar með nemendum. „Það er meira álag á fólki, aukin krafa um að stækka bekki og þar með hefur kennarinn minni tíma til að sinna hverjum og einum nemanda, það segir sig sjálft,“ segir Hulda María Magnúsdóttir, kennari í Foldaskóla. Hulda María segir dæmi um allt að 29 börn í einum bekk og þótt stuðningsfulltrúi sé fenginn til aðstoðar er bara einn fagmenntaður kennari með bekkinn. „Kennarar eru fagmenn og við erum að veita lögbundna þjónustu. Við viljum leggja okkur fram eins og við getum en okkur er gert erfitt fyrir. Ég vil meina að niðurskurðurinn síðustu ár hafi ekki bitnað jafn harkalega á nemendum og hann hefði annars getað gert því kennarar hafa tekið afleiðingarnar á sig, álagið og byrðarnar,“ segir hún. Samkvæmt Huldu Maríu hefur niðurskurðurinn jafnframt bitnað á tækjabúnaði, forfallakennslu og möguleikum á að brjóta upp námið með námstengdum vettvangsferðum. Einnig á launum kennara. „Hérna í Reykjavík var yfirvinnan skorin niður sem var eina tækifærið til að drýgja tekjurnar. Barátta okkar snýst auðvitað líka um framþróun launa. Launin okkar eru ekki í samræmi við menntunarkröfur og eru rúmum 20% lægri en hjá samanburðarstéttum. Ég er með 331.000 krónur í laun eftir sex ára háskólanám og ég er meira að segja í hærri flokki vegna þess að ég er með kennsluréttindi á framhaldsskólastigi,“ segir Hulda María. Kennarar munu ræða ástandið og hvað sé til ráða í kvöld og gert er ráð fyrir að hópurinn sendi frá sér ályktun eða yfirlýsingu að fundi loknum.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira