Baráttufundur kennara: Búnir að fá nóg af niðurskurði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 26. september 2013 14:00 Hulda María Magnúsdóttir, kennari í Foldaskóla, er ein þeirra sem stendur fyrir fundinum. Baráttufundur kennara verður haldinn í Iðnó í kvöld. Að honum stendur hópur grunnskólakennara í Reykjavík sem er búinn að fá nóg af niðurskurði í skólakerfinu sem þau segja að bitni á skólastarfinu og þar með nemendum. „Það er meira álag á fólki, aukin krafa um að stækka bekki og þar með hefur kennarinn minni tíma til að sinna hverjum og einum nemanda, það segir sig sjálft,“ segir Hulda María Magnúsdóttir, kennari í Foldaskóla. Hulda María segir dæmi um allt að 29 börn í einum bekk og þótt stuðningsfulltrúi sé fenginn til aðstoðar er bara einn fagmenntaður kennari með bekkinn. „Kennarar eru fagmenn og við erum að veita lögbundna þjónustu. Við viljum leggja okkur fram eins og við getum en okkur er gert erfitt fyrir. Ég vil meina að niðurskurðurinn síðustu ár hafi ekki bitnað jafn harkalega á nemendum og hann hefði annars getað gert því kennarar hafa tekið afleiðingarnar á sig, álagið og byrðarnar,“ segir hún. Samkvæmt Huldu Maríu hefur niðurskurðurinn jafnframt bitnað á tækjabúnaði, forfallakennslu og möguleikum á að brjóta upp námið með námstengdum vettvangsferðum. Einnig á launum kennara. „Hérna í Reykjavík var yfirvinnan skorin niður sem var eina tækifærið til að drýgja tekjurnar. Barátta okkar snýst auðvitað líka um framþróun launa. Launin okkar eru ekki í samræmi við menntunarkröfur og eru rúmum 20% lægri en hjá samanburðarstéttum. Ég er með 331.000 krónur í laun eftir sex ára háskólanám og ég er meira að segja í hærri flokki vegna þess að ég er með kennsluréttindi á framhaldsskólastigi,“ segir Hulda María. Kennarar munu ræða ástandið og hvað sé til ráða í kvöld og gert er ráð fyrir að hópurinn sendi frá sér ályktun eða yfirlýsingu að fundi loknum. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Baráttufundur kennara verður haldinn í Iðnó í kvöld. Að honum stendur hópur grunnskólakennara í Reykjavík sem er búinn að fá nóg af niðurskurði í skólakerfinu sem þau segja að bitni á skólastarfinu og þar með nemendum. „Það er meira álag á fólki, aukin krafa um að stækka bekki og þar með hefur kennarinn minni tíma til að sinna hverjum og einum nemanda, það segir sig sjálft,“ segir Hulda María Magnúsdóttir, kennari í Foldaskóla. Hulda María segir dæmi um allt að 29 börn í einum bekk og þótt stuðningsfulltrúi sé fenginn til aðstoðar er bara einn fagmenntaður kennari með bekkinn. „Kennarar eru fagmenn og við erum að veita lögbundna þjónustu. Við viljum leggja okkur fram eins og við getum en okkur er gert erfitt fyrir. Ég vil meina að niðurskurðurinn síðustu ár hafi ekki bitnað jafn harkalega á nemendum og hann hefði annars getað gert því kennarar hafa tekið afleiðingarnar á sig, álagið og byrðarnar,“ segir hún. Samkvæmt Huldu Maríu hefur niðurskurðurinn jafnframt bitnað á tækjabúnaði, forfallakennslu og möguleikum á að brjóta upp námið með námstengdum vettvangsferðum. Einnig á launum kennara. „Hérna í Reykjavík var yfirvinnan skorin niður sem var eina tækifærið til að drýgja tekjurnar. Barátta okkar snýst auðvitað líka um framþróun launa. Launin okkar eru ekki í samræmi við menntunarkröfur og eru rúmum 20% lægri en hjá samanburðarstéttum. Ég er með 331.000 krónur í laun eftir sex ára háskólanám og ég er meira að segja í hærri flokki vegna þess að ég er með kennsluréttindi á framhaldsskólastigi,“ segir Hulda María. Kennarar munu ræða ástandið og hvað sé til ráða í kvöld og gert er ráð fyrir að hópurinn sendi frá sér ályktun eða yfirlýsingu að fundi loknum.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira