Fjölbreyttur stuðningur Oddný Sturludóttir skrifar 17. apríl 2013 06:00 Það er kærkomið að fá tækifæri til að ræða um stefnu um skóla án aðgreiningar, markmið hennar og leiðir til að ná þeim. Mikilvægt er að árétta að sérskólar og sérdeildir eru hluti af stefnu um skóla án aðgreiningar, stefnan miðar ekki að því að loka sérskólum eða sérdeildum. Góðir sérskólar og sérdeildir eru ómissandi fyrir skóla án aðgreiningar. Markmiðið er að styrkja sérskólana og einnig nýta þeirra styrk í skólakerfinu. Stærsta einstaka framkvæmdin í endurbótum og uppbyggingu í borginni tengist okkar góða sérskóla, Klettaskóla. Þar verjum við tveimur milljörðum króna til endurbóta og stækkunar, m.a. verður byggt nýtt íþróttahús og sundlaug. Haustið 2011 var opnuð ný sérdeild í Vogaskóla fyrir einhverfa nemendur, sú fjórða í röðinni. Endurskoðuð stefna Nýverið samþykkti borgarstjórn endurskoðaða stefnu um skóla án aðgreiningar. Hún var fyrst samþykkt árið 2002 og fékk stoð í grunnskólalögum árið 2008 þar sem m.a. er kveðið á um rétt barna til náms í skóla án aðgreiningar og skyldur sveitarfélaga, t.d. um innritun og útskrift nemenda úr sérskólum, byggt á mati fagráðs. Margir hagsmunaaðilar fengu stefnuna til umsagnar og var mikill meirihluti ánægður með stefnuna, ekki alla þætti hennar en aldrei verða allir fullkomlega sammála. Skólayfirvöld reyna hins vegar að gera betur á hverjum degi. Eitt af því sem stefnan kveður á um er fjölgun svokallaðra þátttökubekkja. Strax næsta haust fara tveir slíkir af stað, einn fyrir þroskahamlaða nemendur og hinn tengist Brúarskóla. Stefnan er að fjölga þátttökubekkjum smátt og smátt. Þátttökubekkur gengur út á að sérfræðikunnátta Klettaskóla og Brúarskóla verði til staðar fyrir fleiri börn, sem næst þeirra heimilum. Jákvæð reynsla er af þeim þátttökubekk sem þegar hefur tekið til starfa fyrir skólastarf í borginni. Þessi þróun gefur okkur tækifæri til að breiða út þekkingu þess fagfólks sem þekkir best til þarfa barna með fatlanir, það er mikilvægt fyrir skólastarfið allt. Á síðustu misserum hefur borgarstjórn Reykjavíkur sammælst um fjölmargt annað sem styður við nemendur. Betri stuðningur er nú við börn í Fellaskóla sem hafa annað móðurmál en íslensku og í innleiðingu er nýtt málkönnunartæki sem metur betur þarfir barna af erlendum uppruna. Meira fjármagn hefur farið til frístundaklúbba fyrir fötluð börn og Tónstofa Valgerðar, sem er tónlistarskóli fyrir fötluð börn, hefur fengið meiri stuðning. Aukin ráðgjöf til leikskóla með breyttu verklagi hefur gefið góða raun og í bígerð er að þróa samþætt skóla- og frístundastarf fyrir yngri barnahópinn í Brúarskóla. Nú þegar landið er að rísa í fjárhag borgarinnar höfum við einsett okkur að styðja betur við skólastarf án aðgreiningar og fjárhagsáætlun þessa árs ber þess strax merki. Skólayfirvöld í Reykjavík hafa mikinn metnað til að þróa í sífellu betri og fjölbreyttari lausnir og leiðir til að mæta þörfum barna í skóla- og frístundastarfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er kærkomið að fá tækifæri til að ræða um stefnu um skóla án aðgreiningar, markmið hennar og leiðir til að ná þeim. Mikilvægt er að árétta að sérskólar og sérdeildir eru hluti af stefnu um skóla án aðgreiningar, stefnan miðar ekki að því að loka sérskólum eða sérdeildum. Góðir sérskólar og sérdeildir eru ómissandi fyrir skóla án aðgreiningar. Markmiðið er að styrkja sérskólana og einnig nýta þeirra styrk í skólakerfinu. Stærsta einstaka framkvæmdin í endurbótum og uppbyggingu í borginni tengist okkar góða sérskóla, Klettaskóla. Þar verjum við tveimur milljörðum króna til endurbóta og stækkunar, m.a. verður byggt nýtt íþróttahús og sundlaug. Haustið 2011 var opnuð ný sérdeild í Vogaskóla fyrir einhverfa nemendur, sú fjórða í röðinni. Endurskoðuð stefna Nýverið samþykkti borgarstjórn endurskoðaða stefnu um skóla án aðgreiningar. Hún var fyrst samþykkt árið 2002 og fékk stoð í grunnskólalögum árið 2008 þar sem m.a. er kveðið á um rétt barna til náms í skóla án aðgreiningar og skyldur sveitarfélaga, t.d. um innritun og útskrift nemenda úr sérskólum, byggt á mati fagráðs. Margir hagsmunaaðilar fengu stefnuna til umsagnar og var mikill meirihluti ánægður með stefnuna, ekki alla þætti hennar en aldrei verða allir fullkomlega sammála. Skólayfirvöld reyna hins vegar að gera betur á hverjum degi. Eitt af því sem stefnan kveður á um er fjölgun svokallaðra þátttökubekkja. Strax næsta haust fara tveir slíkir af stað, einn fyrir þroskahamlaða nemendur og hinn tengist Brúarskóla. Stefnan er að fjölga þátttökubekkjum smátt og smátt. Þátttökubekkur gengur út á að sérfræðikunnátta Klettaskóla og Brúarskóla verði til staðar fyrir fleiri börn, sem næst þeirra heimilum. Jákvæð reynsla er af þeim þátttökubekk sem þegar hefur tekið til starfa fyrir skólastarf í borginni. Þessi þróun gefur okkur tækifæri til að breiða út þekkingu þess fagfólks sem þekkir best til þarfa barna með fatlanir, það er mikilvægt fyrir skólastarfið allt. Á síðustu misserum hefur borgarstjórn Reykjavíkur sammælst um fjölmargt annað sem styður við nemendur. Betri stuðningur er nú við börn í Fellaskóla sem hafa annað móðurmál en íslensku og í innleiðingu er nýtt málkönnunartæki sem metur betur þarfir barna af erlendum uppruna. Meira fjármagn hefur farið til frístundaklúbba fyrir fötluð börn og Tónstofa Valgerðar, sem er tónlistarskóli fyrir fötluð börn, hefur fengið meiri stuðning. Aukin ráðgjöf til leikskóla með breyttu verklagi hefur gefið góða raun og í bígerð er að þróa samþætt skóla- og frístundastarf fyrir yngri barnahópinn í Brúarskóla. Nú þegar landið er að rísa í fjárhag borgarinnar höfum við einsett okkur að styðja betur við skólastarf án aðgreiningar og fjárhagsáætlun þessa árs ber þess strax merki. Skólayfirvöld í Reykjavík hafa mikinn metnað til að þróa í sífellu betri og fjölbreyttari lausnir og leiðir til að mæta þörfum barna í skóla- og frístundastarfi.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun