Veikum manni á áttræðisaldri úthýst fyrir mistök Jóhannes Stefánsson skrifar 17. apríl 2013 13:00 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Mynd/ Vísir Sjúkling á áttræðisaldri sem þarfnaðist læknisaðstoðar var meinaður aðgangur að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laust fyrir klukkan sjö í morgun. Jóni Guðmundssyni, vini mannsins, var gert að hringja í Neyðarlínuna sem hafði samband við spítalann og lét vita að maðurinn þyrfti á læknisaðstoð að halda, allt á meðan hann beið kvalinn fyrir utan spítalann. Manninum var að lokum hleypt inn á spítalann. Jón Guðmundsson, íbúi á Suðurnesjum segist hafa fengið símtal frá manninum fyrr í morgun. Jón segir manninn hafa verið orðinn veikan og þurft að komast undir læknishendur og hann því farið og sótt hann. Þegar þeir komu á spítalann, sem var lokaður, hringdu þeir dyrasíma og fengu samband við starfsmann HSS. Þrátt fyrir að hafa sagt að maðurinn væri veikur og þyrfti að komast undir læknishendur var þeim tjáð af starfsmanninum að þeim yrði ekki hleypt inn. Starfsmaðurinn benti þeim á að hafa samband við Neyðarlínuna. Jón hringdi í Neyðarlínuna sem hafði svo samband við HSS. Að því búnu var þeim hleypt inn. „Hún vildi ekki hleypa okkur inn fyrr en við vorum búnir að hringja í 112 og 112 í þá.“ „Þetta getur skapað mjög mikla hættu“ segir Jón vegna þess að sjúklingar þurfa að fara þessa krókaleið til að fá læknisþjónustu, en hann segir vin sinn hafa verið mjög undrandi yfir þessu fyrirkomulagi.„Mistök af okkar hálfu“ Elís Reynarsson, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar HSS segir að um mistök sé að ræða. „Hugmyndin hjá okkur er sú að til þess að flýta fyrir að þá er hringt í 112. 112 hefur beint samband við vakthafandi lækni sem kemur svo og sinnir viðkomandi sem fyrst. Þeir sem eru að koma á þessum tíma sólarhrings eru oftast bráðatilfelli.“ Elís segir svo um atvikið: „Þessi dyrasími er varnagli, þannig að ef fólk hefur ekki hringt í 112 og er komið á staðinn þá á það að komast í samband við okkar fólk. Ég lít þannig á að hér hafi orðið mistök af okkar hálfu.“Óánægður með heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum „Þetta er orðið svo rússneskt að maður kemst bara ekki í gegnum það“ segir Jón um heilbrigðisþjónustuna á HSS. Hann segir starfsfólkið á HSS þó mjög gott en þjónustuna vera orðna svo laskaða vegna niðurskurðar að eitthvað hljóti undan að láta. Margir íbúar á Suðurnesjum séu farnir að sækja heilbrigðisþjónustu til Reykjavíkur og fólk þurfi að bíða allt of lengi til að fá tíma hjá lækni. Þá lýsir Jón yfir verulegum áhyggjum vegna þess að HSS er ekki lengur í stakk búið til að bregðast við ef eitthvað alvarlegt myndi gerast á Keflavíkurflugvelli og segir „Guð hjálpi mér, hvað verður þá?“ Jón segist þekkja dæmi þess að fólk hafi þurft að koma á spítalann í sjúkrabíl vegna þess að það hafi þurft að bíða svo lengi eftir tíma hjá lækni. Þá segir Jón að vegna álags sé hættan á mistökum orðin miklu meiri en ella. „Læknarnir eru það önnum kafnir að þeir gefa sjúklingunum ekki nema smá tíma og svo er það bara næstu gjörðu svo vel. Læknarnir eru oft orðnir útkeyrðir og þreyttir.“ Hann segist jafnframt þekkja dæmi um mistök vegna þessa. „Heilbrigðismálin hérna á Suðurnesjum eru komin í algjört öngþveiti“ segir Jón og bætir svo við „Það á bara eftir að loka þessu.“Hefur skilning á óánægju með heilbrigðiskerfið „Við höfum skorið niður um rúmlega 20% frá hruni. Auðvitað kemur það að einhverju leyti niður á þjónustunni þó að við reynum auðvitað eftir bestu getu að láta það ekki gera það,“ segir Elís. „Hinsvegar vil ég bæta því við að okkar starfsfólk hefur staðið sig alveg frábærlega í þessum erfiðu aðstæðum.“ Elís segir það þó vera misskilning að HSS sé ekki í stakk búin til að bregðast við áföllum og segir það ekki vera óeðlilegt að einhvern hluta sjúklinga þurfi að senda á Landspítalann. „Við erum hluti af viðbragðsáætlun sem á að taka á því ef eitthvað óvænt kemur upp á, einmitt vegna þess að við erum svo nálægt flugvellinum.“ Elís bætir svo við „Á Landspítalann fara þeir sem eru þannig slasaðir að þeir þurfa þjónustu þar. Við tökum við þeim sem við ráðum við en við erum auðvitað ekki með stórt sjúkrahús sem getur veitt alla þjónustu.“ Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira
Sjúkling á áttræðisaldri sem þarfnaðist læknisaðstoðar var meinaður aðgangur að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laust fyrir klukkan sjö í morgun. Jóni Guðmundssyni, vini mannsins, var gert að hringja í Neyðarlínuna sem hafði samband við spítalann og lét vita að maðurinn þyrfti á læknisaðstoð að halda, allt á meðan hann beið kvalinn fyrir utan spítalann. Manninum var að lokum hleypt inn á spítalann. Jón Guðmundsson, íbúi á Suðurnesjum segist hafa fengið símtal frá manninum fyrr í morgun. Jón segir manninn hafa verið orðinn veikan og þurft að komast undir læknishendur og hann því farið og sótt hann. Þegar þeir komu á spítalann, sem var lokaður, hringdu þeir dyrasíma og fengu samband við starfsmann HSS. Þrátt fyrir að hafa sagt að maðurinn væri veikur og þyrfti að komast undir læknishendur var þeim tjáð af starfsmanninum að þeim yrði ekki hleypt inn. Starfsmaðurinn benti þeim á að hafa samband við Neyðarlínuna. Jón hringdi í Neyðarlínuna sem hafði svo samband við HSS. Að því búnu var þeim hleypt inn. „Hún vildi ekki hleypa okkur inn fyrr en við vorum búnir að hringja í 112 og 112 í þá.“ „Þetta getur skapað mjög mikla hættu“ segir Jón vegna þess að sjúklingar þurfa að fara þessa krókaleið til að fá læknisþjónustu, en hann segir vin sinn hafa verið mjög undrandi yfir þessu fyrirkomulagi.„Mistök af okkar hálfu“ Elís Reynarsson, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar HSS segir að um mistök sé að ræða. „Hugmyndin hjá okkur er sú að til þess að flýta fyrir að þá er hringt í 112. 112 hefur beint samband við vakthafandi lækni sem kemur svo og sinnir viðkomandi sem fyrst. Þeir sem eru að koma á þessum tíma sólarhrings eru oftast bráðatilfelli.“ Elís segir svo um atvikið: „Þessi dyrasími er varnagli, þannig að ef fólk hefur ekki hringt í 112 og er komið á staðinn þá á það að komast í samband við okkar fólk. Ég lít þannig á að hér hafi orðið mistök af okkar hálfu.“Óánægður með heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum „Þetta er orðið svo rússneskt að maður kemst bara ekki í gegnum það“ segir Jón um heilbrigðisþjónustuna á HSS. Hann segir starfsfólkið á HSS þó mjög gott en þjónustuna vera orðna svo laskaða vegna niðurskurðar að eitthvað hljóti undan að láta. Margir íbúar á Suðurnesjum séu farnir að sækja heilbrigðisþjónustu til Reykjavíkur og fólk þurfi að bíða allt of lengi til að fá tíma hjá lækni. Þá lýsir Jón yfir verulegum áhyggjum vegna þess að HSS er ekki lengur í stakk búið til að bregðast við ef eitthvað alvarlegt myndi gerast á Keflavíkurflugvelli og segir „Guð hjálpi mér, hvað verður þá?“ Jón segist þekkja dæmi þess að fólk hafi þurft að koma á spítalann í sjúkrabíl vegna þess að það hafi þurft að bíða svo lengi eftir tíma hjá lækni. Þá segir Jón að vegna álags sé hættan á mistökum orðin miklu meiri en ella. „Læknarnir eru það önnum kafnir að þeir gefa sjúklingunum ekki nema smá tíma og svo er það bara næstu gjörðu svo vel. Læknarnir eru oft orðnir útkeyrðir og þreyttir.“ Hann segist jafnframt þekkja dæmi um mistök vegna þessa. „Heilbrigðismálin hérna á Suðurnesjum eru komin í algjört öngþveiti“ segir Jón og bætir svo við „Það á bara eftir að loka þessu.“Hefur skilning á óánægju með heilbrigðiskerfið „Við höfum skorið niður um rúmlega 20% frá hruni. Auðvitað kemur það að einhverju leyti niður á þjónustunni þó að við reynum auðvitað eftir bestu getu að láta það ekki gera það,“ segir Elís. „Hinsvegar vil ég bæta því við að okkar starfsfólk hefur staðið sig alveg frábærlega í þessum erfiðu aðstæðum.“ Elís segir það þó vera misskilning að HSS sé ekki í stakk búin til að bregðast við áföllum og segir það ekki vera óeðlilegt að einhvern hluta sjúklinga þurfi að senda á Landspítalann. „Við erum hluti af viðbragðsáætlun sem á að taka á því ef eitthvað óvænt kemur upp á, einmitt vegna þess að við erum svo nálægt flugvellinum.“ Elís bætir svo við „Á Landspítalann fara þeir sem eru þannig slasaðir að þeir þurfa þjónustu þar. Við tökum við þeim sem við ráðum við en við erum auðvitað ekki með stórt sjúkrahús sem getur veitt alla þjónustu.“
Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira