Jólamatur Evu Laufeyjar Vera Einarsdóttir skrifar 5. desember 2013 11:00 Jólaþáttur Evu Laufeyjar verður á dagskrá 16. desember. MYND/ANTON Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir mun elda jólamatinn með áhorfendum Stöðvar 3 skref fyrir skref. Jólaþátturinn verður á dagskrá 16. desember. Eva Laufey ætti að vera áhorfendum Stöðvar 3 að góðu kunn en þátturinn hennar, Í eldhúsinu hennar Evu, hefur verið á dagskrá þar í vetur. Hún eldar ósvikinn heimilismat og lætur elskulegt viðmót hennar engan ósnortinn. Síðustu tveir þættirnir, sem verða á dagskrá 9. og 16. desember, verða helgaðir jólunum. „Í fyrri þættinum geri ég jóla-pavlovu en í þeim síðari verða ofnbakaðar kalkúnabringur með sætkartöflumús, rósakáli og Waldorfsalati.“ Þáttaröðin er frumraun Evu Laufeyjar í sjónvarpi. Hún segir ferlið við gerð þáttanna hafa verið afar skemmtilegt og lærdómsríkt. Samhliða þeirri vinnu hefur hún svo unnið að lokafrágangi fyrstu matreiðslubókar sinnar, Matargleði Evu, sem kom út fyrir skemmstu. „Þar eru áherslurnar svipaðar og í þáttunum. Ég aðhyllist ekki ákveðið mataræði en bókin hefur að geyma uppskriftir að góðum og gildum heimilismat sem hægt er að elda allan ársins hring.“ Eva deilir hér uppskriftinni að kalkúnabringunum og meðlætinu. Þættirnir eru sýndir á Stöð 3 klukkan 20.45Eva eldar sannkallaðan hátíðarmat.Ofnbakaðar kalkúnabringur Uppskriftir miðast við fjóra 1 kg kalkúnabringa smjör kalkúnakrydd salt og pipar 3 dl vatn 1 kjúklingateningur Aðferð: Hitið smjör á pönnu, kryddið bringuna með kalkúnakryddi, salti og pipar. Brúnið bringuna á öllum hliðum á pönnunni í örfáar mínútur. Setjið bringuna í eldfast mót. Sjóðið vatn og leysið kjúklingatening upp í vatninu, hellið vökvanum í eldfasta mótið. Gott er að setja smá smjörklípu ofan á bringuna áður en hún fer inn í ofn. Bringan er sett inn í ofn við 90°C í 1,5 klst. Gott er að stinga kjötmæli í bringuna eftir 1,5 klst. Mælirinn ætti að sýna 73–74°C. Þá er bringan tilbúin, ef ekki þá þarf hún að vera svolítið lengur í ofninum. Bringan þarf að hvíla þegar hún er komin út úr ofninum í 15–20 mínútur.Sveppasósa 250 g blandaðir sveppir smjör ½ l rjómi 2 dl vatn + soð 1 tsk. góð berjasulta salt og pipar Aðferð: Skerið sveppina smátt. Steikið sveppina upp úr smjöri í potti og kryddið til með salti og pipar. Bætið síðan rjómanum saman við og leyfið sósunni að malla við vægan hita í nokkrar mínútur. Bætið út í vatni og soðinu sem kom frá kalkúnabringunni, hellið vökvanum sem er í eldfasta mótinu og bætið út í sósuna. Setjið smávegis af sultu saman við. Leyfið sósunni að malla svolítið lengur, smakkið auðvitað til og kryddið að vild.Sætkartöflumús með piparosti 5–600 g sætar kartöflur 1–2 msk. smjör 90 g rifinn piparostur salt og pipar Aðferð: Sætar kartöflur eru skrældar og skornar í svipað stóra bita. Þær eru svo settar í pott og vatn rétt látið fljóta yfir. Suðan látin koma upp og soðið í 25–30 mínútur eða þar til að kartöflurnar eru orðnar mjúkar. Vatninu er síðan hellt af. Kartöflurnar stappaðar fínt með smjöri og bragðbættar með piparosti, salti og pipar.Rósakál steikt á pönnu með beikoni og rjóma 500 g ferskt rósakál 100 g beikon 1½ dl rjómi salt og pipar Aðferð: Rósakálið er skolað, hreinsað og skorið í tvennt. Sjóðið rósakálið í léttsöltu vatni í 2–3 mínútur. Vatninu er síðan hellt af. Setjið smjörklípu á pönnu, skerið beikonið í litla bita og steikið á pönnunni. Bætið rósakálinu saman við beikonið og steikið í 5 mínútur við vægan hita. Rjómanum er síðan bætt út á pönnuna og kryddað til með salti og pipar. Leyfið rósakálinu og beikoninu að malla í rjómanum við vægan hita í nokkrar mínútur.Waldorfsalat 2 græn epli 1½ sellerí 25 græn vínber 1 dós sýrður rjómi 2–3 msk. þeyttur rjómi 2 dl valhnetur, þurrristaðar á pönnu 1 tsk. agavesíróp smá súkkulaði til þess að strá yfir Aðferð: Kjarnhreinsið eplin, flysjið og skerið í litla bita. Skerið sellerí í litla bita. Skerið vínber í tvennt. Grófhakkið hneturnar og þurrristið á pönnu. Pískið saman sýrðan rjóma og rjóma. Blandið síðan öllu saman í skál og sáldrið smá súkkulaði yfir í lokin. Geymið í kæli þar til salatið er borið fram. Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Sjá meira
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir mun elda jólamatinn með áhorfendum Stöðvar 3 skref fyrir skref. Jólaþátturinn verður á dagskrá 16. desember. Eva Laufey ætti að vera áhorfendum Stöðvar 3 að góðu kunn en þátturinn hennar, Í eldhúsinu hennar Evu, hefur verið á dagskrá þar í vetur. Hún eldar ósvikinn heimilismat og lætur elskulegt viðmót hennar engan ósnortinn. Síðustu tveir þættirnir, sem verða á dagskrá 9. og 16. desember, verða helgaðir jólunum. „Í fyrri þættinum geri ég jóla-pavlovu en í þeim síðari verða ofnbakaðar kalkúnabringur með sætkartöflumús, rósakáli og Waldorfsalati.“ Þáttaröðin er frumraun Evu Laufeyjar í sjónvarpi. Hún segir ferlið við gerð þáttanna hafa verið afar skemmtilegt og lærdómsríkt. Samhliða þeirri vinnu hefur hún svo unnið að lokafrágangi fyrstu matreiðslubókar sinnar, Matargleði Evu, sem kom út fyrir skemmstu. „Þar eru áherslurnar svipaðar og í þáttunum. Ég aðhyllist ekki ákveðið mataræði en bókin hefur að geyma uppskriftir að góðum og gildum heimilismat sem hægt er að elda allan ársins hring.“ Eva deilir hér uppskriftinni að kalkúnabringunum og meðlætinu. Þættirnir eru sýndir á Stöð 3 klukkan 20.45Eva eldar sannkallaðan hátíðarmat.Ofnbakaðar kalkúnabringur Uppskriftir miðast við fjóra 1 kg kalkúnabringa smjör kalkúnakrydd salt og pipar 3 dl vatn 1 kjúklingateningur Aðferð: Hitið smjör á pönnu, kryddið bringuna með kalkúnakryddi, salti og pipar. Brúnið bringuna á öllum hliðum á pönnunni í örfáar mínútur. Setjið bringuna í eldfast mót. Sjóðið vatn og leysið kjúklingatening upp í vatninu, hellið vökvanum í eldfasta mótið. Gott er að setja smá smjörklípu ofan á bringuna áður en hún fer inn í ofn. Bringan er sett inn í ofn við 90°C í 1,5 klst. Gott er að stinga kjötmæli í bringuna eftir 1,5 klst. Mælirinn ætti að sýna 73–74°C. Þá er bringan tilbúin, ef ekki þá þarf hún að vera svolítið lengur í ofninum. Bringan þarf að hvíla þegar hún er komin út úr ofninum í 15–20 mínútur.Sveppasósa 250 g blandaðir sveppir smjör ½ l rjómi 2 dl vatn + soð 1 tsk. góð berjasulta salt og pipar Aðferð: Skerið sveppina smátt. Steikið sveppina upp úr smjöri í potti og kryddið til með salti og pipar. Bætið síðan rjómanum saman við og leyfið sósunni að malla við vægan hita í nokkrar mínútur. Bætið út í vatni og soðinu sem kom frá kalkúnabringunni, hellið vökvanum sem er í eldfasta mótinu og bætið út í sósuna. Setjið smávegis af sultu saman við. Leyfið sósunni að malla svolítið lengur, smakkið auðvitað til og kryddið að vild.Sætkartöflumús með piparosti 5–600 g sætar kartöflur 1–2 msk. smjör 90 g rifinn piparostur salt og pipar Aðferð: Sætar kartöflur eru skrældar og skornar í svipað stóra bita. Þær eru svo settar í pott og vatn rétt látið fljóta yfir. Suðan látin koma upp og soðið í 25–30 mínútur eða þar til að kartöflurnar eru orðnar mjúkar. Vatninu er síðan hellt af. Kartöflurnar stappaðar fínt með smjöri og bragðbættar með piparosti, salti og pipar.Rósakál steikt á pönnu með beikoni og rjóma 500 g ferskt rósakál 100 g beikon 1½ dl rjómi salt og pipar Aðferð: Rósakálið er skolað, hreinsað og skorið í tvennt. Sjóðið rósakálið í léttsöltu vatni í 2–3 mínútur. Vatninu er síðan hellt af. Setjið smjörklípu á pönnu, skerið beikonið í litla bita og steikið á pönnunni. Bætið rósakálinu saman við beikonið og steikið í 5 mínútur við vægan hita. Rjómanum er síðan bætt út á pönnuna og kryddað til með salti og pipar. Leyfið rósakálinu og beikoninu að malla í rjómanum við vægan hita í nokkrar mínútur.Waldorfsalat 2 græn epli 1½ sellerí 25 græn vínber 1 dós sýrður rjómi 2–3 msk. þeyttur rjómi 2 dl valhnetur, þurrristaðar á pönnu 1 tsk. agavesíróp smá súkkulaði til þess að strá yfir Aðferð: Kjarnhreinsið eplin, flysjið og skerið í litla bita. Skerið sellerí í litla bita. Skerið vínber í tvennt. Grófhakkið hneturnar og þurrristið á pönnu. Pískið saman sýrðan rjóma og rjóma. Blandið síðan öllu saman í skál og sáldrið smá súkkulaði yfir í lokin. Geymið í kæli þar til salatið er borið fram.
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Sjá meira