Hátíð í bæ með Árna Ólafi Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 5. desember 2013 00:01 Glæný þáttaröð sem ber yfirskriftina Hátíð í bæ hófst síðastliðinn sunnudag á Stöð 2 þar sem matreiðslumeistarinn Árni Ólafur töfrar fram kræsingar úr íslensku hráefni. Alls verða þættirnir sex og mun Árni Ólafur fylgja áhorfendum inn í nýtt ár. Hátíð í bæ er framhald þáttanna Hið blómlega bú sem hittu beint í mark hjá áskrifendum Stöðvar 2 síðastliðið sumar en þá fengu áhorfendur að fylgjast með Árna Ólafi yfirgefa stórborgarlífið í New York og setjast að í sveitinni. „Við höldum áfram þar sem frá var horfið og vinnum úr hráefninu sem varð til hjá okkur síðasta sumar, nýtum grænmetið og gerum osta og bökum. Hægt og bítandi verða þættirnir jólalegri hjá okkur en eftir áramótin verða uppskriftirnar aftur hefðbundnari,“ segir borgarbarnið Árni Ólafur sem heillaðist upp úr skónum af lífinu í sveitinni við gerð þáttanna Hið blómlega bú. „Ég er búinn að læra helling, ekki bara hvernig búa á til sjónvarpsþætti heldur á lífið í sveitinni. Stemmingin í sveitinni er svo heillandi. Ég gæti alveg fundið bóndann í mér. Þar hjálpast allir að og mér fannst yndislegt að hitta allt fólkið og sjá hversu fjölbreytt mannlífið er og hve mikil gróska er í framleiðslu á úrvals hráefni.“Hátíð í bæ er á dagskrá á sunnudagskvöldum klukkan 19.55 á Stöð 2.MYND/Hið Blómlega búSÚKKULAÐIBITAKÖKUR AÐ HÆTTI ÁRNA ÓLAFS 250 g hveiti ½ tsk. matarsódi 200 g smjör, skorið í teninga 150 g púðursykur 100 g strásykur 1 tsk. salt 2 tsk. vanilludropar 1 stórt egg 1 stór eggjarauða 200 g suðusúkkulaði (2 plötur), grófsaxað 50 g valhnetur, ristaðar og grófsaxaðar1 Forhitið ofninn í 200°C. Setjið hveitið í litla skál og hrærið matarsódann saman við. Bræðið 150 grömm af smjörinu yfir miðlungsháum hita. Hringsnúið pönnunni af og til og strjúkið botninn með sleikju. Hitið smjörið þar til mjólkurþurrefnin í smjörinu eru orðin brún og smjörið ilmar eins og heslihnetur, það tekur um 3 mínútur. Hellið smjörinu í stóra skál og náið restinni úr pönnunni með sleikju. Bætið því sem eftir er af óbráðna smjörinu (50 grömmum) út í heitt bráðið smjörið og hrærið í þar til það er algjörlega bráðið.2 Bætið púðursykri, strásykri, salti og vanilludropum út í smjörið og hrærið þar til blandan er orðin einsleit. Bætið þá við egginu og eggjarauðunni, hrærið í hálfa mínútu og látið blönduna standa í um 15 mínútur. Hrærið að lokum aftur í hálfa mínútu eða þar til blandan er orðin að þykkri, sléttri og gljáandi karamellu.3 Bætið hveitinu með matarsódanum, öllu í einu, út í karamelluna og hrærið í deiginu með sleif þar til karamellan hefur tekið allt hveitið í sig. Hrærið að lokum söxuðu súkkulaði og söxuðum ristuðum valhnetum saman við.4 Mótið deigið í kúlur sem eru um 1 matskeið hver og raðið með 5 sentímetra millibili á smjörpappírslagða bökunarplötu. Bakið smákökurnar í 10-15 mínútur eða þar til þær eru gullinbrúnar, jaðrarnir orðnir stökkir en miðjan enn nokkuð mjúk. Raðið heitum súkkulaðibitakökunum á grind og reynið að láta þær kólna alveg – það er næsta ómögulegt! Mest lesið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Sjá meira
Glæný þáttaröð sem ber yfirskriftina Hátíð í bæ hófst síðastliðinn sunnudag á Stöð 2 þar sem matreiðslumeistarinn Árni Ólafur töfrar fram kræsingar úr íslensku hráefni. Alls verða þættirnir sex og mun Árni Ólafur fylgja áhorfendum inn í nýtt ár. Hátíð í bæ er framhald þáttanna Hið blómlega bú sem hittu beint í mark hjá áskrifendum Stöðvar 2 síðastliðið sumar en þá fengu áhorfendur að fylgjast með Árna Ólafi yfirgefa stórborgarlífið í New York og setjast að í sveitinni. „Við höldum áfram þar sem frá var horfið og vinnum úr hráefninu sem varð til hjá okkur síðasta sumar, nýtum grænmetið og gerum osta og bökum. Hægt og bítandi verða þættirnir jólalegri hjá okkur en eftir áramótin verða uppskriftirnar aftur hefðbundnari,“ segir borgarbarnið Árni Ólafur sem heillaðist upp úr skónum af lífinu í sveitinni við gerð þáttanna Hið blómlega bú. „Ég er búinn að læra helling, ekki bara hvernig búa á til sjónvarpsþætti heldur á lífið í sveitinni. Stemmingin í sveitinni er svo heillandi. Ég gæti alveg fundið bóndann í mér. Þar hjálpast allir að og mér fannst yndislegt að hitta allt fólkið og sjá hversu fjölbreytt mannlífið er og hve mikil gróska er í framleiðslu á úrvals hráefni.“Hátíð í bæ er á dagskrá á sunnudagskvöldum klukkan 19.55 á Stöð 2.MYND/Hið Blómlega búSÚKKULAÐIBITAKÖKUR AÐ HÆTTI ÁRNA ÓLAFS 250 g hveiti ½ tsk. matarsódi 200 g smjör, skorið í teninga 150 g púðursykur 100 g strásykur 1 tsk. salt 2 tsk. vanilludropar 1 stórt egg 1 stór eggjarauða 200 g suðusúkkulaði (2 plötur), grófsaxað 50 g valhnetur, ristaðar og grófsaxaðar1 Forhitið ofninn í 200°C. Setjið hveitið í litla skál og hrærið matarsódann saman við. Bræðið 150 grömm af smjörinu yfir miðlungsháum hita. Hringsnúið pönnunni af og til og strjúkið botninn með sleikju. Hitið smjörið þar til mjólkurþurrefnin í smjörinu eru orðin brún og smjörið ilmar eins og heslihnetur, það tekur um 3 mínútur. Hellið smjörinu í stóra skál og náið restinni úr pönnunni með sleikju. Bætið því sem eftir er af óbráðna smjörinu (50 grömmum) út í heitt bráðið smjörið og hrærið í þar til það er algjörlega bráðið.2 Bætið púðursykri, strásykri, salti og vanilludropum út í smjörið og hrærið þar til blandan er orðin einsleit. Bætið þá við egginu og eggjarauðunni, hrærið í hálfa mínútu og látið blönduna standa í um 15 mínútur. Hrærið að lokum aftur í hálfa mínútu eða þar til blandan er orðin að þykkri, sléttri og gljáandi karamellu.3 Bætið hveitinu með matarsódanum, öllu í einu, út í karamelluna og hrærið í deiginu með sleif þar til karamellan hefur tekið allt hveitið í sig. Hrærið að lokum söxuðu súkkulaði og söxuðum ristuðum valhnetum saman við.4 Mótið deigið í kúlur sem eru um 1 matskeið hver og raðið með 5 sentímetra millibili á smjörpappírslagða bökunarplötu. Bakið smákökurnar í 10-15 mínútur eða þar til þær eru gullinbrúnar, jaðrarnir orðnir stökkir en miðjan enn nokkuð mjúk. Raðið heitum súkkulaðibitakökunum á grind og reynið að láta þær kólna alveg – það er næsta ómögulegt!
Mest lesið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Sjá meira