Kröfur Kínverja varðandi fjárfestingu á Flúðum algerlega óaðgengilegar Heimir Már Pétursson skrifar 14. október 2013 13:32 Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, segir það vera einna verst í málinu að kínverska fyrirtækið CSST hafi lýst því yfir að þeir væru reiðubúnir að setja háar fjárhæðir í verfefnið, en það hafi hins vegar ekki gengið eftir. Aðstandendur uppbyggingar heilsuþorps á Flúðum segja að kröfur kínverskra fjárfesta sem lýstu áhuga á verkinu hafa verið óaðgengilegar og víti til varnaðar. Kínverjarnir kröfuðst meðal annars að þeir eignuðust hluta þess lands sem heilsuþorpið átti að rísa á. Árni Gunnarsson fyrrverandi alþingismaður og Gestur Ólafsson arkitekt og skipulagsfræðingur skrifa grein í Morgunblaðið í dag um tilraunir þeirra og fleiri til uppbyggingar heilsuþorps á Flúðum. Hrunamannahreppur lagði verkefninu til landssvæði og skipulag var gert í samstarfi við bandaríska stofnun sem sérhæfir sig í úttekt á vistvænum og sjálfbærum verkefnum, sem síðar kom reyndar í ljós að var einnig í eigu Kínverjanna að sögn Árna. Viðræður hófust við kínverskt fyrirtæki, CSST, um fjárfestinguna og þar með hófst þrautarganga að sögn þeirra Árna og Gests. Árni segir að á vissan hátt hafi Kínverjarnir dregið þá á asnaeyrunum. „Það sem var eiginlega verst í þessu var að þeir lýstu því yfir að þeir væru reiðubúnir að setja 34 milljónir dollara í verkefnið og staðfestu það í símaviðtölum og með tölvupósti,“ segir Árni. En svo hafi tíminn liðið án þess að nokkuð gerðist en á meðan hafi tilraunum til að fá aðra fjárfesta að mestu verið hætt. „Og ekkert gerðist og svo þegar við kröfðum þá svara fengum við þau svör að þeir gerðu þær kröfur að þarna yrðu kínverskir verkamenn, kínversk verkstjórn og að verulegt magn af byggingarefni yrði flutt inn frá Kína og fleira kom til,“ segir Árni. Meðal ananrs að þeir fengju veð í landinu og að þeir eignuðust hluta af því. Þetta hafi verið óaðgengilegar kröfur. „Það er ekki nokkur leið að verða við þessu. Þetta er alveg fáránlegt. Bara það eitt að fara fram á að hafa hér kínverska verkamenn á sama tíma og hér er 6 – 7 prósenta atvinnuleysi, kemur auðvitað ekki til greina,“ segir Árni. Þá hafi Kínverjarnir ekki komið hreint fram þvi bandarískt fyrirtæki sem Heilsuþorpið var í samskiptum við hafi reynst vera dótturfélag CSST. Árni vill ekki útiloka samstarf við Kínverja almennt. Annað kínverkst fyrirtæki hafi síðast í morgun lýst áhuga á að fjárfesta í heilsutengdri ferðamennsku. Ísland hafi þar allt fram að færa. „Þetta er sá ferðaiðnaður sem gefur lang mest í aðra hönd. Þetta er sá ferðaiðnaður sem fer núna hraðar vaxandi vestur í Bandaríkjunum en nokkur önnur grein ferðaiðnaðar,“ segir Árni. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Aðstandendur uppbyggingar heilsuþorps á Flúðum segja að kröfur kínverskra fjárfesta sem lýstu áhuga á verkinu hafa verið óaðgengilegar og víti til varnaðar. Kínverjarnir kröfuðst meðal annars að þeir eignuðust hluta þess lands sem heilsuþorpið átti að rísa á. Árni Gunnarsson fyrrverandi alþingismaður og Gestur Ólafsson arkitekt og skipulagsfræðingur skrifa grein í Morgunblaðið í dag um tilraunir þeirra og fleiri til uppbyggingar heilsuþorps á Flúðum. Hrunamannahreppur lagði verkefninu til landssvæði og skipulag var gert í samstarfi við bandaríska stofnun sem sérhæfir sig í úttekt á vistvænum og sjálfbærum verkefnum, sem síðar kom reyndar í ljós að var einnig í eigu Kínverjanna að sögn Árna. Viðræður hófust við kínverskt fyrirtæki, CSST, um fjárfestinguna og þar með hófst þrautarganga að sögn þeirra Árna og Gests. Árni segir að á vissan hátt hafi Kínverjarnir dregið þá á asnaeyrunum. „Það sem var eiginlega verst í þessu var að þeir lýstu því yfir að þeir væru reiðubúnir að setja 34 milljónir dollara í verkefnið og staðfestu það í símaviðtölum og með tölvupósti,“ segir Árni. En svo hafi tíminn liðið án þess að nokkuð gerðist en á meðan hafi tilraunum til að fá aðra fjárfesta að mestu verið hætt. „Og ekkert gerðist og svo þegar við kröfðum þá svara fengum við þau svör að þeir gerðu þær kröfur að þarna yrðu kínverskir verkamenn, kínversk verkstjórn og að verulegt magn af byggingarefni yrði flutt inn frá Kína og fleira kom til,“ segir Árni. Meðal ananrs að þeir fengju veð í landinu og að þeir eignuðust hluta af því. Þetta hafi verið óaðgengilegar kröfur. „Það er ekki nokkur leið að verða við þessu. Þetta er alveg fáránlegt. Bara það eitt að fara fram á að hafa hér kínverska verkamenn á sama tíma og hér er 6 – 7 prósenta atvinnuleysi, kemur auðvitað ekki til greina,“ segir Árni. Þá hafi Kínverjarnir ekki komið hreint fram þvi bandarískt fyrirtæki sem Heilsuþorpið var í samskiptum við hafi reynst vera dótturfélag CSST. Árni vill ekki útiloka samstarf við Kínverja almennt. Annað kínverkst fyrirtæki hafi síðast í morgun lýst áhuga á að fjárfesta í heilsutengdri ferðamennsku. Ísland hafi þar allt fram að færa. „Þetta er sá ferðaiðnaður sem gefur lang mest í aðra hönd. Þetta er sá ferðaiðnaður sem fer núna hraðar vaxandi vestur í Bandaríkjunum en nokkur önnur grein ferðaiðnaðar,“ segir Árni.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira