Innlent

"Engin ástæða til óttast erfðabreyttar matvörur“

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Innflutningur á erfðabreyttu fóðurhráefni á síðasta ári nam 17.500 tonnum.
Innflutningur á erfðabreyttu fóðurhráefni á síðasta ári nam 17.500 tonnum. MYND/GETTY
Erfðafræðingur við Háskóla Íslands segir það vera fásinnu að halda því fram að erfðabreyttar matvörur séu annars flokks eða beinlínis hættulegar.

Innflutningur á erfðabreyttu fóðurhráefni á síðasta ári nam 17.500 tonnum.

Árið 2012 voru tæplega 16 þúsund tonn af erfðabreyttu soyjamjöli flutt hingað til lands. Aðeins 121 tonn af óerfðabreyttu soyjamjöli var flutt inn á sama tímabili.

Innflutt erfðabreytt hráefni.MYND/FRÉTTASTOFA
Innflutningur á soyjaolíu nam um 830 tonnum á meðan heildarmagn melassa nam tæpum 750 tonnum.

Erfðabreytt soyjamjöl og olía, ásamt melassa, eru víða notuð í kjarnfóðurblöndur í íslenskum landbúnaði.

Innflutt erfðabreytt fóður.MYND/FRÉTTASTOFA
Fullbúið erfðabreytt fóður er einnig flutt inn. Á síðasta ári voru rúmlega 3.400 tonn af erfðabreyttu nautgripafóðri flutt inn en um eitt þúsund og fimm hundruð otnn af alifuglafóðri.

Þessi erfðabreyttu hráefni eru aðeins hluti af þeim hráefnum sem fara í fóðurframleiðslu á Íslandi en samtals innlend framleiðsla nam rúmlega 83 þúsund tonnum árið 2012.

Innlend fóðurframleiðsla 2012MYND/FRÉTTASTOFA
Mikið hefur verið rætt um erfðabreytt kjarnfóður og matvæli síðustu viku. Því hefur verið haldið fram að landbúnaðarvörur sem koma úr slíku umhverfi séu á skjön við hreina ímynd Íslands. Einnig hefur verið efast um sjálft ágæti þessara vara og það áhrif þeirra hafi verið lítið og illa rannsökuð.

Þessu er Eiríkur Steingrímsson, erfðafræðingur, ekki sammála.

„Þetta er algjörlega rangt. Það er búið að fóðra skepnur á þessum erfðabreytta maís í áratugi. Það er ekki vitað um eina einustu skepnu sem hefur orðið meint af,“ segir Eiríkur.

„Það er búið að gera marskonar tilraunir og rannsóknir, þær sýna allar án alls vafa að neysla á erfðabreyttu korni og fóðri er algerlega hættulaus.“

„Það er engin ástæða til að óttast erfðabreyttar lífverur á nokkurn hátt sem matvöru,“ segir Eiríkur að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×