Innlent

Björgunarsveitarmenn bjarga ferðamönnum fyrir austan

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Úr safni.
Úr safni. mynd/Ása Dóra Finnbogadóttir
Björgunarsveitirnar Kyndill og Kári í Vestur-Skaftafellssýslu eru að ferja fólk sem lenti í vandræðum við Sandfell á leið sinni frá Jökulsárlóni. Fólkið var í þremur rútum og brotnuðu rúður í þeim öllum við mikið sandfok á Skeiðarársandi.

Guðmundur Ingi Ingason, varðstjóri lögreglunnar á Hvolsvelli segir aftakaveður á staðnum og varar fólk við því að vera á ferðinni á þessu svæði.

Verið er að flytja fólkið í brynvörðum bíl, sem björgunarsveitin Kári á, að Lómagnúp. Þar er tekið við fólkinu og það flutt að Kirkjubæjarklaustri.

Um 40 manns voru í rútunum. Brynvarði björgunarsveitarbíllinn tekur aðeins níu manns í einu og því mun taka talsverðan að flytja allt fólkið tíma að sögn Guðmundar.

Guðmundur var nýbúinn að heyra í formanni björgunarsveitarinnar þegar Vísir hafði samband við hann. Að hans sögn er veðrið að versna og björgunarsveitin ætlar að snúa þeim við sem eru þarna á ferðinni.

Guðmundur biðlar til fólks að vara erlenda ferðamenn við veðrinu. Á vegina vanti upplýsingar á ensku og ljóst sé að ferðamennirnir átti sig ekki á því hversu slæmt veðrið geti orðið.

Hann veit ekki hversu miklar skemmdir eru á bílunum en farþegarnir sem verið að er ná í eru ekki slasaðir. Það kemur rúta frá Reykjavík í dag sem sækir fólkið á Kirkjubæjarklaustur og fer með það í bæinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×