Innlent

Maðurinn sem lögreglan lýsti eftir er fundinn

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Gunnari Steinarssyni sem hvarf frá heimili sínu í gærmorgun. Gunnar er fæddur árið 1958, hann er 190 cm á hæð, grannvaxinn, um 80 kíló að þyngd.

Hann er stutt dökkt hár og blá augu.

Gunnar var klæddur í bláar gallabuxur, brúnan mittisjakka og líklega með trefil um hálsinn. Hann gæti einnig verið í ljósbláum Kraftgalla.

Ekkert er vitað um ferðir Gunnars frá því í gærmorgun. Ef einhver hefur upplýsingar um ferðir Gunnars frá þeim tíma er sá beðinn að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000.

Uppfært: Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er maðurinn fundinn. Lögreglan þakkar veitta aðstoð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×