Mál lögreglumanns fellt niður Stígur Helgason skrifar 1. febrúar 2013 06:00 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Ríkissaksóknari hefur fellt niður mál lögreglumanns á Blönduósi sem hafði sætt rannsókn vegna kynferðisbrots. Sami lögreglumaður var sýknaður af ákæru um annað kynferðisbrot í nóvember síðastliðnum. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi mannsins, skrifar grein í Fréttablaðið í dag undir yfirskriftinni „Valdníðsla" þar sem hann gagnrýnir tilurð síðara málsins harkalega og krefst rannsóknar á „saknæmri og ólögmætri valdníðslu og annarri refsiverðri háttsemi lögreglunnar á Blönduósi". Manninum hafði verið vikið frá störfum hjá lögreglunni eftir sakfellingu í Héraðsdómi Vesturlands. Dómnum var svo snúið í Hæstarétti og fimm dögum síðar skipaði embætti Ríkislögreglustjóra manninn aftur í embætti lögreglumanns. „Tveimur dögum síðar ákvað lögreglustjórinn á Blönduósi að eigin frumkvæði að hefja rannsókn á meintri refsiverðri háttsemi [mannsins] sem á að hafa átt sér stað í mars 2010. Hver skyldi nú hafa verið tilgangur lögreglustjórans á Blönduósi að hefja rannsókn á þessu gamla máli á þessum tímapunkti?" spyr Vilhjálmur. Hann vitnar til lögregluskýrslu af stúlkunni sem maðurinn var grunaður um að hafa brotið gegn í því máli, þar sem stúlkan hafi sagst alls ekki vilja kæra málið. Hún hafi hins vegar verið fengin til að lýsa hinu meinta broti skriflega sem „greiða" við lögregluna og gagngert til að hægt yrði að halda manninum frá störfum. Þá heldur Vilhjálmur því fram að minnst fimm lögreglumenn á Blönduósi hafi verið í sambandi við stúlkuna strax vorið 2010 og hafi hvatt hana til að kæra samstarfsmann þeirra. Sumir hafi þá upplýst hana um hitt atvikið, sem hann var síðar sýknaður fyrir, og með því brotið þagnarskyldu. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur fellt niður mál lögreglumanns á Blönduósi sem hafði sætt rannsókn vegna kynferðisbrots. Sami lögreglumaður var sýknaður af ákæru um annað kynferðisbrot í nóvember síðastliðnum. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi mannsins, skrifar grein í Fréttablaðið í dag undir yfirskriftinni „Valdníðsla" þar sem hann gagnrýnir tilurð síðara málsins harkalega og krefst rannsóknar á „saknæmri og ólögmætri valdníðslu og annarri refsiverðri háttsemi lögreglunnar á Blönduósi". Manninum hafði verið vikið frá störfum hjá lögreglunni eftir sakfellingu í Héraðsdómi Vesturlands. Dómnum var svo snúið í Hæstarétti og fimm dögum síðar skipaði embætti Ríkislögreglustjóra manninn aftur í embætti lögreglumanns. „Tveimur dögum síðar ákvað lögreglustjórinn á Blönduósi að eigin frumkvæði að hefja rannsókn á meintri refsiverðri háttsemi [mannsins] sem á að hafa átt sér stað í mars 2010. Hver skyldi nú hafa verið tilgangur lögreglustjórans á Blönduósi að hefja rannsókn á þessu gamla máli á þessum tímapunkti?" spyr Vilhjálmur. Hann vitnar til lögregluskýrslu af stúlkunni sem maðurinn var grunaður um að hafa brotið gegn í því máli, þar sem stúlkan hafi sagst alls ekki vilja kæra málið. Hún hafi hins vegar verið fengin til að lýsa hinu meinta broti skriflega sem „greiða" við lögregluna og gagngert til að hægt yrði að halda manninum frá störfum. Þá heldur Vilhjálmur því fram að minnst fimm lögreglumenn á Blönduósi hafi verið í sambandi við stúlkuna strax vorið 2010 og hafi hvatt hana til að kæra samstarfsmann þeirra. Sumir hafi þá upplýst hana um hitt atvikið, sem hann var síðar sýknaður fyrir, og með því brotið þagnarskyldu.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira