Þekktist í Armeníu eftir aldarfjórðung Sunna Valgerðardóttir skrifar 1. febrúar 2013 06:00 Skólinn sem hrundi í skjálftanum stóra var endurbyggður fyrir fé sem fékkst fyrir að selja listaverk og teikningar sem fundust í rústunum úr landi. Mynd/Þórir Guðmundsson „Þetta var alveg stórkostlegt. Við vissum ekkert hvað átti að sýna okkur en svo kom í ljós að þetta var nákvæmlega sami bærinn og ég var staddur í fyrir 25 árum og nákvæmlega sami skóli sem hafði hrunið í skjálftanum," segir Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjálparstarfssviðs Rauða kross Íslands og fyrrverandi fréttamaður. Í byrjun árs 1989 fór Þórir til armensku fjallaborgarinnar Leninakan sem fréttamaður Stöðvar 2 stuttu eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir svæðið með þeim afleiðingum að meira en fimmtíu þúsund létu lífið, meðal annars nær öll börn og kennarar úr grunnskóla sem gjöreyðilagðist. Þórir greindi frá heimsókninni á Facebook-síðu sinni í gær. Hann er nú á ný staddur í Armeníu ásamt fleiri Íslendingum fyrir hönd Rauða krossins og heimsótti þar skóla í gær í borginni Gyumri, sem áður hét Leninakan. Samtökin eru að aðstoða heimafólkið við að búa sig undir og verjast ýmissi náttúruvá sem herjað getur á löndin. Aðstæður þar eru svipaðar og hér á landi, það er að segja mestu hætturnar eru ofanflóð og jarðskjálftar, útskýrir Þórir. Vegna þeirra verkefna var komið við í skóla í Gyumri á leið þeirra til Tíblisi, höfuðborgar Georgíu. Í skólanum ræddi Þórir við skólastjórann um hjálparstarf tengt jarðskjálftum í svæðinu sem yrði stutt af Rauða krossi Íslands. Hann komst fljótt að því að þetta var nákvæmlega sami skóli og hann hafði heimsótt stuttu eftir hamfarirnar 1989. „Við ræddum við fólkið og nemendurna um viðbragðsáætlanir. Svo þegar ég er að ganga út kemur upp að mér miðaldra kona og segir: „Ég hef séð þig áður!" Hún mundi eftir mér frá því ég var hér sem fréttamaður," segir hann. „Þetta er afskaplega lítill heimur og búinn að vera ótrúlegur dagur." Skólinn var endurbyggður með fjármagni sem fékkst með því að selja úr landi málverk og teikningar sem fundust í rústum skólans eftir að skjálftinn reið yfir. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
„Þetta var alveg stórkostlegt. Við vissum ekkert hvað átti að sýna okkur en svo kom í ljós að þetta var nákvæmlega sami bærinn og ég var staddur í fyrir 25 árum og nákvæmlega sami skóli sem hafði hrunið í skjálftanum," segir Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjálparstarfssviðs Rauða kross Íslands og fyrrverandi fréttamaður. Í byrjun árs 1989 fór Þórir til armensku fjallaborgarinnar Leninakan sem fréttamaður Stöðvar 2 stuttu eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir svæðið með þeim afleiðingum að meira en fimmtíu þúsund létu lífið, meðal annars nær öll börn og kennarar úr grunnskóla sem gjöreyðilagðist. Þórir greindi frá heimsókninni á Facebook-síðu sinni í gær. Hann er nú á ný staddur í Armeníu ásamt fleiri Íslendingum fyrir hönd Rauða krossins og heimsótti þar skóla í gær í borginni Gyumri, sem áður hét Leninakan. Samtökin eru að aðstoða heimafólkið við að búa sig undir og verjast ýmissi náttúruvá sem herjað getur á löndin. Aðstæður þar eru svipaðar og hér á landi, það er að segja mestu hætturnar eru ofanflóð og jarðskjálftar, útskýrir Þórir. Vegna þeirra verkefna var komið við í skóla í Gyumri á leið þeirra til Tíblisi, höfuðborgar Georgíu. Í skólanum ræddi Þórir við skólastjórann um hjálparstarf tengt jarðskjálftum í svæðinu sem yrði stutt af Rauða krossi Íslands. Hann komst fljótt að því að þetta var nákvæmlega sami skóli og hann hafði heimsótt stuttu eftir hamfarirnar 1989. „Við ræddum við fólkið og nemendurna um viðbragðsáætlanir. Svo þegar ég er að ganga út kemur upp að mér miðaldra kona og segir: „Ég hef séð þig áður!" Hún mundi eftir mér frá því ég var hér sem fréttamaður," segir hann. „Þetta er afskaplega lítill heimur og búinn að vera ótrúlegur dagur." Skólinn var endurbyggður með fjármagni sem fékkst með því að selja úr landi málverk og teikningar sem fundust í rústum skólans eftir að skjálftinn reið yfir.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira