Innlent

Stal tveimur og hálfu tonni af járni

Karlmaður um fimmtugt var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir þjófnað.

Maðurinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa stolið tveimur og hálfu tonni af steypustyrktarjárni af geymslusvæði fyrirtækis i Reykjavík.

Járnið var metið á 430 þúsund krónur en það náðist samkomulag um að hann myndi greiða 300 þúsund fyrir það.

Ekki kemur fram í dómnum hvernig maðurinn fór að því að stela styrktarjáninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×