Brugðist við gagnrýni Haukur Sigurðsson skrifar 24. september 2013 06:00 Nú í sumar kom út veglegt rit sem ber heitið Í spor Jóns lærða, ritstjóri er Hjörleifur Guttormsson og útgefandi Hið íslenska bókmenntafélag. Höfundar eru margir, sem getur verið varhugavert en er í raun hér mjög eftir lífi og verkum Jóns sjálfs, sem var sannkallaður fjölfræðingur og lífsaðstæður hans fjölbreyttar. Við fáum hér yfirlit um ævi Jóns og verk hans. Hvar hann hafi dvalið og búið og þeim greinum fylgja skilmerkileg kort með bæjarmerkingum. Við fáum að vita að hann var náttúrufræðingur og með mikinn áhuga á álfum. Sýnishorn úr verkum Jóns gefur að líta. Hann er kirkjuskreytingarmaður á Hjaltastaðakirkju fyrir austan og fróðleg frásögn er af leit og fundi Maríulíkneskis sem er eftir Jón. Birt er skrá yfir afkomendur Jóns á Austurlandi. Við fáum orð Sjóns sjálfs um hvernig hin ágæta skáldsaga hans Rökkurbýsnir (2008) varð til og Ásdís Thoroddsen segir okkur af leikriti sínu um Jón og á hljómdiski sem fylgir bókinni eru sýnishorn og reyndar líka frásaga af ráðstefnu um Jón frá 2008, sungið og kvæði eftir Jón lesin upp. Ítarleg kort, dvalar- og bústaðir Jón merktir, mikið safn góðra mynda sem augljóslega eru valdar af kostgæfni. Þessi mikla fjölbreytni bókarinnar sýnir okkur að Jón lærði er lifandi viðfangsefni enn í dag og vonandi áfram. Ætla ég að Jón hefði verið ánægður með þessi efnistök. Vandvirknin er ofar öllu í þessari bók. Segja má að Jón hafi verið leiddur fram úr fylgsnum með doktorsriti Einars G. Péturssonar, Eddurit, 1998 og síðan heim til almennings með hinu nýja riti. Almenningur kannast eflaust best við Jón af frásögn hans af Spánverjavígunum 1615 þar sem Jón lærði reis gegn embættisvaldi Ara Magnússonar í Ögri og hélt fram málstað Spánverjanna sem hrakist höfðu um Strandir og Vestfirði í illviðrum. Þetta framferði sýslumanns ofbauð Jóni og fyrir þetta var Jón dæmdur og hrakinn með fjölskyldu sína burtu af Ströndum og við tóku mikil erfiðleika- og hrakningaár. En þarna kynnumst við fjölhæfni persónueinkenna sem má stilla upp til hliðar fjölhæfni í list og verkum: hugrekki, brennandi ástríðu, baráttuhug og seiglu í þrautum sem okkur er erfitt að skilja. Dugnaði og vinnusemi sem hinar erfiðu lífsaðstæður fá ekki bugað. Þetta öndvegisrit var til meðferðar í þætti Egils Helgasonar Kiljunni 18. september síðastliðinn og hlakkaði ég til að hlýða á þá vísu menn sem þar ættu um að fjalla. Þeir voru Sigurður G. Tómasson og Þorgeir Tryggvason. Er skemmst frá því að segja að annað eins skítkast og rangfærslur hef ég ekki heyrt áður í útvarpi. Þeir greindu ekkert frá neinu af því sem sagt er frá hér að ofan og eitt fordæmingaratriði Sigurðar birtist í þessum orðum: „Prentun bókarinnar er hneyksli.“ Hann sagði að rauði liturinn hefði ekki komið út sem bæri. Mér brá og fór að athuga mitt eintak og taldi að nú rétt einu sinni væri ég glámskyggn. Prentun er fín og bókin augnayndi. Það undraði Sigurð að svo mjög er sagt frá veru Jóns á Austurlandi, sem bendir til að hann hafi ekki lesið bókina. en þeir sem lesið hafa skilja af hverju. Ekki var fjallað um neinn einasta efnisþátt úr ritinu sem bendir til að þeir hafi ekki lesið það. Hinir nýju gagnrýnendur hefðu getað spurt sig spurninga til að taka til meðferðar í útsendingu: Hvar má skipa Jóni lærða niður í hugmyndaheimi Evrópu á 17. öld? /Skítkast. Eru rannsóknir hans í náttúrufræði mótaðar af evrópskum hugmyndum og hvað má kalla frumlegt og sjálfstætt framlag? /Skítkast. Hvað einkennir hann sem ljóðskáld? Hvernig greinir hann sig frá ljóðskáldum íslenskum á 17. öld? /Skítkast. Hvernig getum við skilið að Jón og fjölskylda geta lifað af þá ótrúlegu lífsraun sem á þau er lögð? /Skítkast. Fer nú að þynnast um skítkastið eigi það að koma í stað þessara spurninga. Hvernig líta þessir nýju gagnrýnendur á hlutverk sitt? Getur verið að þeir hafi fundið þarna vettvang fyrir skapbresti svo að þeir bitni ekki á fjölskyldunni? Hér er líkt og ótíndir götustrákar hafi verið gripnir af götunni og leiddir til öndvegis og ber Egill Helgason ábyrgð á því. Egill verður að setja þeim siðareglur. Hafi þeir siðferðisvitund eiga þeir að biðja höfunda, ritstjóra og útgefanda afsökunar á fúkyrðum sínum. Þá yrðu þeir menn að meiri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Nú í sumar kom út veglegt rit sem ber heitið Í spor Jóns lærða, ritstjóri er Hjörleifur Guttormsson og útgefandi Hið íslenska bókmenntafélag. Höfundar eru margir, sem getur verið varhugavert en er í raun hér mjög eftir lífi og verkum Jóns sjálfs, sem var sannkallaður fjölfræðingur og lífsaðstæður hans fjölbreyttar. Við fáum hér yfirlit um ævi Jóns og verk hans. Hvar hann hafi dvalið og búið og þeim greinum fylgja skilmerkileg kort með bæjarmerkingum. Við fáum að vita að hann var náttúrufræðingur og með mikinn áhuga á álfum. Sýnishorn úr verkum Jóns gefur að líta. Hann er kirkjuskreytingarmaður á Hjaltastaðakirkju fyrir austan og fróðleg frásögn er af leit og fundi Maríulíkneskis sem er eftir Jón. Birt er skrá yfir afkomendur Jóns á Austurlandi. Við fáum orð Sjóns sjálfs um hvernig hin ágæta skáldsaga hans Rökkurbýsnir (2008) varð til og Ásdís Thoroddsen segir okkur af leikriti sínu um Jón og á hljómdiski sem fylgir bókinni eru sýnishorn og reyndar líka frásaga af ráðstefnu um Jón frá 2008, sungið og kvæði eftir Jón lesin upp. Ítarleg kort, dvalar- og bústaðir Jón merktir, mikið safn góðra mynda sem augljóslega eru valdar af kostgæfni. Þessi mikla fjölbreytni bókarinnar sýnir okkur að Jón lærði er lifandi viðfangsefni enn í dag og vonandi áfram. Ætla ég að Jón hefði verið ánægður með þessi efnistök. Vandvirknin er ofar öllu í þessari bók. Segja má að Jón hafi verið leiddur fram úr fylgsnum með doktorsriti Einars G. Péturssonar, Eddurit, 1998 og síðan heim til almennings með hinu nýja riti. Almenningur kannast eflaust best við Jón af frásögn hans af Spánverjavígunum 1615 þar sem Jón lærði reis gegn embættisvaldi Ara Magnússonar í Ögri og hélt fram málstað Spánverjanna sem hrakist höfðu um Strandir og Vestfirði í illviðrum. Þetta framferði sýslumanns ofbauð Jóni og fyrir þetta var Jón dæmdur og hrakinn með fjölskyldu sína burtu af Ströndum og við tóku mikil erfiðleika- og hrakningaár. En þarna kynnumst við fjölhæfni persónueinkenna sem má stilla upp til hliðar fjölhæfni í list og verkum: hugrekki, brennandi ástríðu, baráttuhug og seiglu í þrautum sem okkur er erfitt að skilja. Dugnaði og vinnusemi sem hinar erfiðu lífsaðstæður fá ekki bugað. Þetta öndvegisrit var til meðferðar í þætti Egils Helgasonar Kiljunni 18. september síðastliðinn og hlakkaði ég til að hlýða á þá vísu menn sem þar ættu um að fjalla. Þeir voru Sigurður G. Tómasson og Þorgeir Tryggvason. Er skemmst frá því að segja að annað eins skítkast og rangfærslur hef ég ekki heyrt áður í útvarpi. Þeir greindu ekkert frá neinu af því sem sagt er frá hér að ofan og eitt fordæmingaratriði Sigurðar birtist í þessum orðum: „Prentun bókarinnar er hneyksli.“ Hann sagði að rauði liturinn hefði ekki komið út sem bæri. Mér brá og fór að athuga mitt eintak og taldi að nú rétt einu sinni væri ég glámskyggn. Prentun er fín og bókin augnayndi. Það undraði Sigurð að svo mjög er sagt frá veru Jóns á Austurlandi, sem bendir til að hann hafi ekki lesið bókina. en þeir sem lesið hafa skilja af hverju. Ekki var fjallað um neinn einasta efnisþátt úr ritinu sem bendir til að þeir hafi ekki lesið það. Hinir nýju gagnrýnendur hefðu getað spurt sig spurninga til að taka til meðferðar í útsendingu: Hvar má skipa Jóni lærða niður í hugmyndaheimi Evrópu á 17. öld? /Skítkast. Eru rannsóknir hans í náttúrufræði mótaðar af evrópskum hugmyndum og hvað má kalla frumlegt og sjálfstætt framlag? /Skítkast. Hvað einkennir hann sem ljóðskáld? Hvernig greinir hann sig frá ljóðskáldum íslenskum á 17. öld? /Skítkast. Hvernig getum við skilið að Jón og fjölskylda geta lifað af þá ótrúlegu lífsraun sem á þau er lögð? /Skítkast. Fer nú að þynnast um skítkastið eigi það að koma í stað þessara spurninga. Hvernig líta þessir nýju gagnrýnendur á hlutverk sitt? Getur verið að þeir hafi fundið þarna vettvang fyrir skapbresti svo að þeir bitni ekki á fjölskyldunni? Hér er líkt og ótíndir götustrákar hafi verið gripnir af götunni og leiddir til öndvegis og ber Egill Helgason ábyrgð á því. Egill verður að setja þeim siðareglur. Hafi þeir siðferðisvitund eiga þeir að biðja höfunda, ritstjóra og útgefanda afsökunar á fúkyrðum sínum. Þá yrðu þeir menn að meiri.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun