Innlent

Regnbogabörn efla fræðslu á netinu

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Stefán Karl Stefánsson, formaður Regnbogabarna sem blása til sóknar.
Stefán Karl Stefánsson, formaður Regnbogabarna sem blása til sóknar. Fréttablaðið/Stefán
Fræðsluráð Hafnarfjarðar hefur samþykkt að taka upp viðræður við Regnbogabörn um hálfrar milljónar króna styrk á ári næstu þrjú árin.

Samtökin, sem berjast gegn einelti, ætla að nota féð til að halda úti netsíðunni fyrirlestrar.is. Stefnt er að því að eitt hundrað fyrirlestrar auk annars fróðleiks verði komnir inn á síðuna á næsta ári.

Í bréfi Regnbogabarna til Hafnarfjarðarbæjar segir að löngu tímabært sé að stofna slíkt vefsvæði þar sem forvarnir og fræðsla séu aðgengileg öllum á einum stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×