Aðgangseyrir að Geysi í lýsingu að hugmyndasamkeppni landeigenda Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. september 2013 07:00 Hugmyndasamkeppni um Geysissvæðið á að leiða fram tillögur um bættan aðgang og verndun í senn. Fréttablaðið/Vilhelm Í hugmyndasamkeppni að skipulagi Geysissvæðisins er gert ráð fyrir þeim möguleika að tekinn verði aðgangseyrir. Opna á aðgang að sem flestum hverum, minjum og öðru áhugaverðu með sem minnstu raski. Dómnefnd skilar af sér í mars. Efnt hefur verið til hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Geysissvæðisins í Haukadal. „Kallað er eftir heildarlausn sem í senn verndar viðkvæma náttúru hverasvæðisins, endurspeglar sérstöðu staðarins, undirstrikar umhverfið og kallar fram tækifæri til jákvæðrar upplifunar fyrir gesti,“ segir í keppnislýsingu landeigendanna, sem eru ríkið og fjölmargir einstaklingar. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 um miðjan júlí að tafir urðu á útgáfu keppnislýsingar vegna þess að fjármálaráðuneytið var ósátt við að kveðið væri á um að taka ætti mið af gjaldtöku inn á svæðið. „Keppendur taki í tillögum sínum mið af mögulegri gjaldtöku í framtíðinni og nauðsynlegri aðgangsstýringu. Útfærsla á gjaldtöku liggur ekki fyrir,“ er lendingin í samkeppnislýsingunni. Verkefnið er sagt taka „til hönnunar á heildarskipulagi á svæðinu sjálfu, hugmynda að tengslum við nánasta umhverfi þess og hönnun á nánasta umhverfi þess og hönnun á nauðsynlegum mannvirkjum eins og stígum, útsýnispöllum, bekkjum, skiltum og svo framvegis“. Mælst er fyrir um að leitast skuli við að opna aðgang að sem flestum hverum, minjum og öðru áhugaverðu á svæðinu og draga fram sérstöðu þeirra með sem minnstu raski. Talið er að hálf milljón manna hafi heimsótt Geysi á árinu 2012. Mikill meirihluti erlendra ferðamanna er sagður koma þangað. Svæðið þarf að þola mikla álagstoppa í umferð því fjöldi gesta getur verið allt að sex þúsund manns á sólarhring. „Uppbygging og viðhald á sjálfu hverasvæðinu hefur ekki haldist í hendur við þann mikla vöxt sem orðið hefur á fjölda erlendra ferðamanna. Þolmörkum svæðisins er náð, þar eð heildarfjöldi ferðamanna á svæðinu er orðinn það mikill að sýnileg hnignun er að eiga sér stað á svæðinu,“ segir í keppnislýsingunni. Stígakerfið anni ekki þeim fjölda sem heimsæki Geysi: „Mikilvægt er að þátttakendur samkeppninnar skoði núverandi stígakerfi með það fyrir augum að hanna lengra stígakerfi sem hefur þann eiginleika að dreifa álagi um svæðið. Einnig er nauðsynlegt að afmarka það svæði sem er hvað viðkvæmast svo að það verði ekki troðið niður og eyðilagt.“ Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Sjá meira
Í hugmyndasamkeppni að skipulagi Geysissvæðisins er gert ráð fyrir þeim möguleika að tekinn verði aðgangseyrir. Opna á aðgang að sem flestum hverum, minjum og öðru áhugaverðu með sem minnstu raski. Dómnefnd skilar af sér í mars. Efnt hefur verið til hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Geysissvæðisins í Haukadal. „Kallað er eftir heildarlausn sem í senn verndar viðkvæma náttúru hverasvæðisins, endurspeglar sérstöðu staðarins, undirstrikar umhverfið og kallar fram tækifæri til jákvæðrar upplifunar fyrir gesti,“ segir í keppnislýsingu landeigendanna, sem eru ríkið og fjölmargir einstaklingar. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 um miðjan júlí að tafir urðu á útgáfu keppnislýsingar vegna þess að fjármálaráðuneytið var ósátt við að kveðið væri á um að taka ætti mið af gjaldtöku inn á svæðið. „Keppendur taki í tillögum sínum mið af mögulegri gjaldtöku í framtíðinni og nauðsynlegri aðgangsstýringu. Útfærsla á gjaldtöku liggur ekki fyrir,“ er lendingin í samkeppnislýsingunni. Verkefnið er sagt taka „til hönnunar á heildarskipulagi á svæðinu sjálfu, hugmynda að tengslum við nánasta umhverfi þess og hönnun á nánasta umhverfi þess og hönnun á nauðsynlegum mannvirkjum eins og stígum, útsýnispöllum, bekkjum, skiltum og svo framvegis“. Mælst er fyrir um að leitast skuli við að opna aðgang að sem flestum hverum, minjum og öðru áhugaverðu á svæðinu og draga fram sérstöðu þeirra með sem minnstu raski. Talið er að hálf milljón manna hafi heimsótt Geysi á árinu 2012. Mikill meirihluti erlendra ferðamanna er sagður koma þangað. Svæðið þarf að þola mikla álagstoppa í umferð því fjöldi gesta getur verið allt að sex þúsund manns á sólarhring. „Uppbygging og viðhald á sjálfu hverasvæðinu hefur ekki haldist í hendur við þann mikla vöxt sem orðið hefur á fjölda erlendra ferðamanna. Þolmörkum svæðisins er náð, þar eð heildarfjöldi ferðamanna á svæðinu er orðinn það mikill að sýnileg hnignun er að eiga sér stað á svæðinu,“ segir í keppnislýsingunni. Stígakerfið anni ekki þeim fjölda sem heimsæki Geysi: „Mikilvægt er að þátttakendur samkeppninnar skoði núverandi stígakerfi með það fyrir augum að hanna lengra stígakerfi sem hefur þann eiginleika að dreifa álagi um svæðið. Einnig er nauðsynlegt að afmarka það svæði sem er hvað viðkvæmast svo að það verði ekki troðið niður og eyðilagt.“
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Sjá meira