Iðnaðarráðherra segir að of geyst hafi verið farið í friðlýsingu Þjórsárvera Karen Kjartansdóttir skrifar 22. júní 2013 12:26 Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að alltof hratt hafi verið unnið að friðlýsingu Þjórsárvera og góð stjórnsýsla ekki höfð í hávegum. Friðlýsing Þjórsárvera sé mikilvæg en fara verði eftir lögum. Í fyrradag sendi Landsvirkjunar athugasemdir um friðlýsingu Þjórsárvera til Sigurðar Inga Jóhannssonar umhverfisráðherra. Athugasemdir fyrirtækisins urðu til þess að hann frestaði fyrirhugaðri undirritun um stækkun friðlandsins rétt áður en atburðurinn átti að fara fram við hátíðlega athöfn. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Sigurður Ingi að hann vildi vanda sig við embættisverkin og því teldi hann betra að kanna málið til hlítar. Í athugasemdum Landsvirkjunar var fullyrt að verulegir annmarkar hefðu verið á málsmeðferðinni. Ekki hefði verið farið eftir 58. grein náttúverndarlaga sem kveða á um það drög að friðlýsingarskilmálum séu lögð fyrir eigendur lands og rétthafa, hlutaðeigandi sveitarfélög og aðra sem hagsmuna kunna að eiga að gæta. Þá kemur fram í fréttatilkynningu, sem fyrirtækið sendi í gæ,r að miðað við mörk fyrirhugaðs friðlands væri ljóst að Norðlingaölduveita væri úr sögunni en hún væri með hagkvæmustu virkjanakostum landsins og langt utan núverandi friðlands. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segist taka ábendingar Landsvirkjunar mjög alvarlega. „Norðlingaölduveita er mikilvæg framkvæmd. Friðlýsing Þjórsárvera er líka mjög miklvæg og því þarf að fara eftir réttri stjórnsýslu. Við erum ekki að gera athugasemdir við friðlýsingu þeirra en það þarf að passa upp á að öllum sé veittur andmælaréttur samkvæmt lögum og að athugasemdir séu kynntar. Í þessu tilfelli hafa komið fram athugasemdir frá sveitarfélögum sem hafa ekki fengið að sjá athugasemdir Landsvirkjunar og ekki haft þær fyrir framan sig þegar ákvörðunin um friðlýsingamörkin voru tekin,“ segir Ragnheiður. Hún segir alveg skýrt að Landsvirkjun eigi þarna hagsmuna að gæta enda fari fyrirtækið með virkjanaleyfi frá Alþingi og hafi varið þarna mikilum tíma og fjármunum í rannsóknir, uppbygginu og undirbúning að þessum virkjanakosti. „Það er því algjörlega forsenda þess að hægt sé að taka ákvörðun um þetta að allar upplýsingar liggi fyrir,“ segir Ragnheiður. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að alltof hratt hafi verið unnið að friðlýsingu Þjórsárvera og góð stjórnsýsla ekki höfð í hávegum. Friðlýsing Þjórsárvera sé mikilvæg en fara verði eftir lögum. Í fyrradag sendi Landsvirkjunar athugasemdir um friðlýsingu Þjórsárvera til Sigurðar Inga Jóhannssonar umhverfisráðherra. Athugasemdir fyrirtækisins urðu til þess að hann frestaði fyrirhugaðri undirritun um stækkun friðlandsins rétt áður en atburðurinn átti að fara fram við hátíðlega athöfn. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Sigurður Ingi að hann vildi vanda sig við embættisverkin og því teldi hann betra að kanna málið til hlítar. Í athugasemdum Landsvirkjunar var fullyrt að verulegir annmarkar hefðu verið á málsmeðferðinni. Ekki hefði verið farið eftir 58. grein náttúverndarlaga sem kveða á um það drög að friðlýsingarskilmálum séu lögð fyrir eigendur lands og rétthafa, hlutaðeigandi sveitarfélög og aðra sem hagsmuna kunna að eiga að gæta. Þá kemur fram í fréttatilkynningu, sem fyrirtækið sendi í gæ,r að miðað við mörk fyrirhugaðs friðlands væri ljóst að Norðlingaölduveita væri úr sögunni en hún væri með hagkvæmustu virkjanakostum landsins og langt utan núverandi friðlands. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segist taka ábendingar Landsvirkjunar mjög alvarlega. „Norðlingaölduveita er mikilvæg framkvæmd. Friðlýsing Þjórsárvera er líka mjög miklvæg og því þarf að fara eftir réttri stjórnsýslu. Við erum ekki að gera athugasemdir við friðlýsingu þeirra en það þarf að passa upp á að öllum sé veittur andmælaréttur samkvæmt lögum og að athugasemdir séu kynntar. Í þessu tilfelli hafa komið fram athugasemdir frá sveitarfélögum sem hafa ekki fengið að sjá athugasemdir Landsvirkjunar og ekki haft þær fyrir framan sig þegar ákvörðunin um friðlýsingamörkin voru tekin,“ segir Ragnheiður. Hún segir alveg skýrt að Landsvirkjun eigi þarna hagsmuna að gæta enda fari fyrirtækið með virkjanaleyfi frá Alþingi og hafi varið þarna mikilum tíma og fjármunum í rannsóknir, uppbygginu og undirbúning að þessum virkjanakosti. „Það er því algjörlega forsenda þess að hægt sé að taka ákvörðun um þetta að allar upplýsingar liggi fyrir,“ segir Ragnheiður.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira