Innlent

Ekkert spurst til Mendelssohns í 19 daga

Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar
Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri, segir veður ágætt en haust sé komið á svæðinu.
Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri, segir veður ágætt en haust sé komið á svæðinu. Samsett mynd
Leit verður haldið áfram í dag að bandarískum ferðamanni sem ekkert hefur spurt til í tæpar þrjár vikur. Um 150 björgunarsveitarmenn taka þátt í leitinni.

Björgunarsveitarmenn leita í dag á svæðinu á milli Landmannalauga og Álftavatns að Nathan Foley Mendelssohn sem ekkert hefur spurst til síðan 10 september, en þá ætlaði hann að ganga Laugaveginn frá Landmannalaugum. Talið var í fyrstu að hann hefði lagt af stað í gönguna ásamt þremur öðrum en komið hefur í ljós að enginn hefur séð Mendelssohn í 19 daga. Jónas Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Landbjargar segir að leitað verði fram í myrkur ef leitin ber ekki árangur í dag.

„Þetta eru svona 140 -50-60 björgunarmenn sem eru þarna á svæðinu. Notast við hunda, fisflugvélar og svo er gengið um svæðið. Verið að reyna að kanna hvort að það finnist einhverjar vísbendingar um manninn,“ sagði Jónas.

„Það er ágætis veður en það er náttúrulega komið haust þarna. Það er snjór í giljum og hvörfum þannig að það breytir örlítið aðstæðunum.“

Ef Mendelssohn finnst ekki í dag munu björgunarsveitir og lögregla meta stöðuna í kvöld um hvað gert verður í framhaldinu. Jónas segir að veður hafi ekki verið gott þegar Mendelssohn hélt af stað í gönguna.

„Það var vont veður þarna um kvöldið og nóttina og næsta dag. Töluverð ofankoma, snjókoma. Það er raunverulega spurning um hvort að eitthvað hefur farið úrskeiðis hjá honum.“

 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×