Innlent

Halda Regnbogamessu - Fagna fjölbreytileika

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Messan hefst kl. 20 í kvöld.
Messan hefst kl. 20 í kvöld.
Í kvöld kl. 20 fer fram Regnbogamessa í Laugarneskirkju í Reykjavík. Yfirskrift messunnar er: Fögnum fjölbreytileika – krefjumst mannréttinda.

Sigurvin Lárus Jónsson, er prestur í messunni og hann segir að þangað séu hinsegin fólk og ástvinir þeirra boðin sérstaklega velkomin. Hann segist vilja opna dyr kirkjunnar fyrir hinsegin fólki á sama tíma og verið sé að gefa tvöfökld skilaboð frá Þjóðkirkjunni.

Hann og þau sem standa að messunni vilja mótmæla þeirri guðfræði að samkynhneigð sé synd. „Við köllum slíka guðfræði, valdbeitingu og mannréttinabrot.“

Aðal ræðurmaður kvöldsins verður Aðalbjörg Stefánía Helgadóttir. Faðir hennar var Helgi Jósefsson Vápni  sem var forstöðumaður Hvítasunnusafnaðarins á Vopnafirði. Hann kom út úr skápnum á miðjum aldri og mætti miklum fordómum frá trúsystkinum sínum. Honum var hafnað og hann framdi sjálfsvíg fyrir átta árum síðan, meðal annars vegna höfnunarinnar og þeirra kvala sem hann leið í kjölfar þessa.

Aðalbjörg segir þessa sögu í ræðu sinni, þar er hún að segja þessa sögu í fyrsta sinn opinberlega. „Fordómar eru alvarlegir og geta haft mikil áhrif, við verðum að muna að þetta snýst um raunverulega mannslíf,“ segir Sigurvin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×