Útlent starfsfólk sent í próf Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. janúar 2013 06:00 Hjúkrunarheimilið Skjól. „Það er bara sjálfsagður hlutur að fara fram á að fólk tali málið," segir Guðný Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Hjúkrunarheimilinu Skjóli, sem á síðustu dögum hefur sent starfsmenn af erlendu bergi brotna í stöðupróf í íslensku. Guðný segir stöðupróf hafa verið notuð áður á Skjóli og síðast fyrir þremur árum. Starfsmennirnir sem um ræðir eru allir í stéttarfélaginu Eflingu nema einn sem tilheyrir Sjúkraliðafélagi Íslands. Sumir hafa áralanga starfsreynslu og eru með íslenskan ríkisborgararétt. Að sögn Guðnýjar hefur Skjól í gegn um tíðina hvatt starfsfólkið til að styrkja sig í íslensku með of litlum árangri. „Það hefur ekki tekið okkur nógu alvarlega og farið eftir okkar óskum og leiðbeiningum," segir hún. Því hafi mannskapurinn verið sendur í stöðupróf hjá Málaskólanum Mími. Hugmyndin sé að hver og einn fái síðan íslenskukennslu við hæfi. Það nám fari fram í vinnutímanum á Skjóli. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segist ekki þekkja til málsins á Skjóli. Hins vegar sé félagið áhugasamt um að fyrirtæki efli íslenskukunnáttu erlends starfsfólks. „Þegar við höfum kannað hjá þessum hópi hvað þau telja að geti hjálpað þeim mest að komast inn í samfélagið þá nefnir fólk málakunnáttu." Guðný undirstrikar að margir af umræddum starfsmönnum séu til fyrirmyndar. Sumir séu þó staðnaðir með lítinn grunn í íslenskunni þótt þeir hafi verið margbeðnir að bæta sig. „Þannig að þetta verður svona barnalegt tal. Ef fólk vinnur ekki með okkur þá verður það að hugsa sína stöðu. Ætli fólk sér að búa hérna er ágætt að tala málið til að geta borið höfuðið hátt og haldið sinni virðingu." Ekki var skylda að fara í stöðuprófið þótt Guðný segir starfsmennina eindregið hafa verið hvatta til að mæta svo meta mætti þörf þeirra fyrir aðstoð. Nokkrir hafi þó ekki farið og hún muni ræða við þá. „Ef fólkið vill ekki læra meiri íslensku þá kannski þarf það að fara að leita sér að annarri vinnu," segir Guðný. Aðrar kröfur séu gerðar í dag en áður, þegar „neyðin hafi rekið" Skjól í að ráða fólk sem hafði ekki vald á íslenskunni. „Við erum búin að vera lin hérna en nú sækja fleiri Íslendingar um störf en áður þannig að ég hef úr meiru að velja." Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
„Það er bara sjálfsagður hlutur að fara fram á að fólk tali málið," segir Guðný Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Hjúkrunarheimilinu Skjóli, sem á síðustu dögum hefur sent starfsmenn af erlendu bergi brotna í stöðupróf í íslensku. Guðný segir stöðupróf hafa verið notuð áður á Skjóli og síðast fyrir þremur árum. Starfsmennirnir sem um ræðir eru allir í stéttarfélaginu Eflingu nema einn sem tilheyrir Sjúkraliðafélagi Íslands. Sumir hafa áralanga starfsreynslu og eru með íslenskan ríkisborgararétt. Að sögn Guðnýjar hefur Skjól í gegn um tíðina hvatt starfsfólkið til að styrkja sig í íslensku með of litlum árangri. „Það hefur ekki tekið okkur nógu alvarlega og farið eftir okkar óskum og leiðbeiningum," segir hún. Því hafi mannskapurinn verið sendur í stöðupróf hjá Málaskólanum Mími. Hugmyndin sé að hver og einn fái síðan íslenskukennslu við hæfi. Það nám fari fram í vinnutímanum á Skjóli. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segist ekki þekkja til málsins á Skjóli. Hins vegar sé félagið áhugasamt um að fyrirtæki efli íslenskukunnáttu erlends starfsfólks. „Þegar við höfum kannað hjá þessum hópi hvað þau telja að geti hjálpað þeim mest að komast inn í samfélagið þá nefnir fólk málakunnáttu." Guðný undirstrikar að margir af umræddum starfsmönnum séu til fyrirmyndar. Sumir séu þó staðnaðir með lítinn grunn í íslenskunni þótt þeir hafi verið margbeðnir að bæta sig. „Þannig að þetta verður svona barnalegt tal. Ef fólk vinnur ekki með okkur þá verður það að hugsa sína stöðu. Ætli fólk sér að búa hérna er ágætt að tala málið til að geta borið höfuðið hátt og haldið sinni virðingu." Ekki var skylda að fara í stöðuprófið þótt Guðný segir starfsmennina eindregið hafa verið hvatta til að mæta svo meta mætti þörf þeirra fyrir aðstoð. Nokkrir hafi þó ekki farið og hún muni ræða við þá. „Ef fólkið vill ekki læra meiri íslensku þá kannski þarf það að fara að leita sér að annarri vinnu," segir Guðný. Aðrar kröfur séu gerðar í dag en áður, þegar „neyðin hafi rekið" Skjól í að ráða fólk sem hafði ekki vald á íslenskunni. „Við erum búin að vera lin hérna en nú sækja fleiri Íslendingar um störf en áður þannig að ég hef úr meiru að velja."
Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira