Olíufélögin þurfa að greiða einn og hálfan milljarð í sekt fyrir samráð 31. janúar 2013 17:33 Í dag hefur Hæstiréttur Íslands kveðið upp dóm í samráðsmáli Olíuverslunar Íslands hf., Skeljungs hf. og Kers hf. (áður Olíufélagið hf.). Í niðurstöðu Hæstaréttar felst að máli félaganna er vísað frá héraðsdómi. Með dómi sínum frá 22. mars 2012 felldi Héraðsdómur Reykjavíkur úr gildi úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá 31. janúar 2005 um álagningu stjórnvaldssekta, samtals að fjárhæð 1,5 milljarði króna á félögin vegna langvarandi samráðs þeirra. Dómur Hæstaréttar í dag hefur þau áhrif að úrskurður áfrýjunarnefndar um sektir stendur. þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Forsaga málsins er sú að samkeppnisráð tók ákvörðun þann 28. október 2004 og komst að þeirri niðurstöðu að Olíuverslun Íslands, Skeljungur og Olíufélagið (nú Ker hf.) hefðu framið alvarleg brot á samkeppnislögum. Samkeppnisráð lagði verulegar sektir á félögin. Þau kærðu ákvörðun samkeppnisráðs til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem kvað upp úrskurð 31. janúar 2005. Með þeim úrskurði lauk málsmeðferð samkeppnisyfirvalda. Áfrýjunarnefnd staðfesti í öllum aðalatriðum niðurstöðu samkeppnisráðs um brotin en lækkaði sektir og taldi hæfilegt að þær næmu samtals 1,5 milljarði króna. Umrædd brot félaganna eru umfangsmestu samráðsbrot sem upprætt hafa verið hér á landi og ullu þau almenningi, atvinnulífinu og opinberum aðilum tjóni að því er fram kemur í tilkynningu eftirlitsins. Á árinu 2005 skutu félögin úrskurði áfrýjunarnefndar til Héraðsdóms Reykjavíkur. Fyrir héraðsdómi gerði Samkeppniseftirlitið athugasemdir við málatilbúnað þeirra og beindi því til héraðsdóms hvort vísa bæri málinu frá dómi. Málareksturinn í héraði tók afar langan tíma í héraði, einkum vegna gagnaöflunar í formi matsgerða sem félögin töldu nauðsynlegt að ráðast í. Í dómi Héraðsdóms frá 22. mars 2012 var staðfest að félögin höfðu með sér ólögmætt samráð og brutu gegn samkeppnislögum en úrskurður áfrýjunarnefndar var þrátt fyrir það felldur úr gildi vegna þess að dómurinn taldi að brotið hefði verið á andmælarétti félaganna. Samkeppniseftirlitið gat ekki fallist á þá niðurstöðu og áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem kvað upp sinn dóm í dag. Máli félaganna er vísað frá héraðsdómi vegna verulegra galla á málatilbúnaði þeirra. Að mati Hæstaréttar er ágallinn það alvarlegur að hann varðar frávísun málsins í heild sinni frá dómstólum. Þetta dómsmál félaganna er því ónýtt og framangreindur úrskurður áfrýjunarnefndar stendur því óhaggaður. Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira
Í dag hefur Hæstiréttur Íslands kveðið upp dóm í samráðsmáli Olíuverslunar Íslands hf., Skeljungs hf. og Kers hf. (áður Olíufélagið hf.). Í niðurstöðu Hæstaréttar felst að máli félaganna er vísað frá héraðsdómi. Með dómi sínum frá 22. mars 2012 felldi Héraðsdómur Reykjavíkur úr gildi úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá 31. janúar 2005 um álagningu stjórnvaldssekta, samtals að fjárhæð 1,5 milljarði króna á félögin vegna langvarandi samráðs þeirra. Dómur Hæstaréttar í dag hefur þau áhrif að úrskurður áfrýjunarnefndar um sektir stendur. þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Forsaga málsins er sú að samkeppnisráð tók ákvörðun þann 28. október 2004 og komst að þeirri niðurstöðu að Olíuverslun Íslands, Skeljungur og Olíufélagið (nú Ker hf.) hefðu framið alvarleg brot á samkeppnislögum. Samkeppnisráð lagði verulegar sektir á félögin. Þau kærðu ákvörðun samkeppnisráðs til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem kvað upp úrskurð 31. janúar 2005. Með þeim úrskurði lauk málsmeðferð samkeppnisyfirvalda. Áfrýjunarnefnd staðfesti í öllum aðalatriðum niðurstöðu samkeppnisráðs um brotin en lækkaði sektir og taldi hæfilegt að þær næmu samtals 1,5 milljarði króna. Umrædd brot félaganna eru umfangsmestu samráðsbrot sem upprætt hafa verið hér á landi og ullu þau almenningi, atvinnulífinu og opinberum aðilum tjóni að því er fram kemur í tilkynningu eftirlitsins. Á árinu 2005 skutu félögin úrskurði áfrýjunarnefndar til Héraðsdóms Reykjavíkur. Fyrir héraðsdómi gerði Samkeppniseftirlitið athugasemdir við málatilbúnað þeirra og beindi því til héraðsdóms hvort vísa bæri málinu frá dómi. Málareksturinn í héraði tók afar langan tíma í héraði, einkum vegna gagnaöflunar í formi matsgerða sem félögin töldu nauðsynlegt að ráðast í. Í dómi Héraðsdóms frá 22. mars 2012 var staðfest að félögin höfðu með sér ólögmætt samráð og brutu gegn samkeppnislögum en úrskurður áfrýjunarnefndar var þrátt fyrir það felldur úr gildi vegna þess að dómurinn taldi að brotið hefði verið á andmælarétti félaganna. Samkeppniseftirlitið gat ekki fallist á þá niðurstöðu og áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem kvað upp sinn dóm í dag. Máli félaganna er vísað frá héraðsdómi vegna verulegra galla á málatilbúnaði þeirra. Að mati Hæstaréttar er ágallinn það alvarlegur að hann varðar frávísun málsins í heild sinni frá dómstólum. Þetta dómsmál félaganna er því ónýtt og framangreindur úrskurður áfrýjunarnefndar stendur því óhaggaður.
Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira