Laun hjúkrunafræðinga hækkar um 25 þúsund á mánuði Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 31. janúar 2013 18:56 Forstjóri Landspítalans ætlar að hækka laun hjúkrunarfræðinga spítalans í samræmi við framlag ríkisstjórnarinnar sama hvort þeir samþykkja hækkunina eða ekki. Laun þeirra hækka um tuttugu og fimm þúsund krónur á mánuði að meðaltali. Samninganefnd hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum fundaði með fulltrúum spítalans í morgun þar sem kynnt var lokatillaga að lausn á deilu þeirra um endurskoðun stofnanasamnings við spítalann. Tillagan felur í sér að ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja til fjármagn í tengslum við svokallaða jafnlaunastefnu og er framlagið samkvæmt heimildum fréttastofu yfir fjögur hundruð milljónir króna sem dreifast síðan á þá þrettán hundruð hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá spítalanum miðað við starfsreynslu, ábyrgð og menntun. „Hjúkrunarfræðingar vilja skoða málið áfram, við viljum koma þessum peningum af stað og ætlum að gera það hvort sem félagið styður okkur í því eða ekki, við viljum auðvitað helst að félagið geri það og vonumst til þess," segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Þannig geti spítalinn framkvæmd þessa launahækkun einhliða ef að hjúkrunarfræðingar vilja ekki taka þátt í henni í stofnanasamningi. „Við ætlum að koma þessum peningum sem ríkisvaldið hefur sett í þetta til þess að hækka laun sem fyrsta skref í jafnlaunastefnu ríkisstjórnarinnar," segir Björn. Hann vonast til þess að þetta útspil verði nægjanleg hækkun svo þeir 260 hjúkrunarfræðingar sem sagt hafa upp störfum hjá spítalanum og eiga að hætta 1.mars næstkomandi hætti við að yfirgefa spítalann. Tilagan verður kynnt fyrir hjúkrunarfræðingum á mánudagskvöld og munu fulltrúar þeirra svo funda með samninganefndinni á þriðjudag. „og við vonum að fá svar fljótlega í næstu viku, við munum fara í þetta á næstu dögum að undirbúa þetta og við vonum að stéttarfélagið verði með okkur í þessu," segir Björn að lokum. Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Forstjóri Landspítalans ætlar að hækka laun hjúkrunarfræðinga spítalans í samræmi við framlag ríkisstjórnarinnar sama hvort þeir samþykkja hækkunina eða ekki. Laun þeirra hækka um tuttugu og fimm þúsund krónur á mánuði að meðaltali. Samninganefnd hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum fundaði með fulltrúum spítalans í morgun þar sem kynnt var lokatillaga að lausn á deilu þeirra um endurskoðun stofnanasamnings við spítalann. Tillagan felur í sér að ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja til fjármagn í tengslum við svokallaða jafnlaunastefnu og er framlagið samkvæmt heimildum fréttastofu yfir fjögur hundruð milljónir króna sem dreifast síðan á þá þrettán hundruð hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá spítalanum miðað við starfsreynslu, ábyrgð og menntun. „Hjúkrunarfræðingar vilja skoða málið áfram, við viljum koma þessum peningum af stað og ætlum að gera það hvort sem félagið styður okkur í því eða ekki, við viljum auðvitað helst að félagið geri það og vonumst til þess," segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Þannig geti spítalinn framkvæmd þessa launahækkun einhliða ef að hjúkrunarfræðingar vilja ekki taka þátt í henni í stofnanasamningi. „Við ætlum að koma þessum peningum sem ríkisvaldið hefur sett í þetta til þess að hækka laun sem fyrsta skref í jafnlaunastefnu ríkisstjórnarinnar," segir Björn. Hann vonast til þess að þetta útspil verði nægjanleg hækkun svo þeir 260 hjúkrunarfræðingar sem sagt hafa upp störfum hjá spítalanum og eiga að hætta 1.mars næstkomandi hætti við að yfirgefa spítalann. Tilagan verður kynnt fyrir hjúkrunarfræðingum á mánudagskvöld og munu fulltrúar þeirra svo funda með samninganefndinni á þriðjudag. „og við vonum að fá svar fljótlega í næstu viku, við munum fara í þetta á næstu dögum að undirbúa þetta og við vonum að stéttarfélagið verði með okkur í þessu," segir Björn að lokum.
Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira