Holskefla kynferðisbrotamála Sunna Valgerðardóttir skrifar 31. janúar 2013 06:00 Rannsókn lögreglu á málum Karls Vignis miðar vel og hann er sagður samvinnuþýður í yfirheyrslum. Hann situr nú í síbrotagæslu.Fréttablaðið/GVA Fjölmiðlar hafa fjallað um tuttugu óskyld mál tengd kynferðislegri misnotkun á börnum á tímabilinu 7.-27. janúar. Karl Vignir Þorsteinsson og hans gjörðir teljast sem eitt. Þrjú kynferðisbrotamál er varða fullorðna hafa verið í fréttum það sem af er ári. Árið 2013 bauð okkur velkomin með stærstu flóðbylgju mála er varðar kynferðisbrot gegn börnum sem sögur fara af á Íslandi. Eins og alþjóð veit hófst umræðan með umfjöllun Kastljóssins þann 7. janúar um Karl Vigni Þorsteinsson, sem játaði í þáttunum að hafa brotið kynferðislega á hátt í fimmtíu börnum á hálfrar aldar tímabili. Fleiri menn voru handteknir í kjölfarið, margir vegna eldri mála, en aðrir létu umræðuna í samfélaginu ekki aftra sér frá því að brjóta þá og þegar á börnum. Rannsóknardeildir lögreglunnar á Akureyri og í Reykjavík hafa vart undan að rannsaka kynferðisbrotamál tengd börnum og unglingum og segjast báðar deildir aldrei fyrr hafa fengið slíkan fjölda mála á jafn stuttum tíma. Barnahús getur ekki annað eftirspurn og samkvæmt forstöðukonu staðarins hafa símalínur verið rauðglóandi allt frá byrjun mánaðarins. Sama sagan er hjá Stígamótum. Ríkissaksóknari segir embættið undirmannað og ákærði einungis í 15 barnaníðsmálum allt árið í fyrra. Alls hafa tuttugu óskyld mál um kynferðisbrot gegn börnum verið til umfjöllunar í fjölmiðlum á tímabilinu 7. janúar til þess 27. Hafa ber í huga að fregnir af brotum Karls Vignis eru þar taldar sem ein. Nokkrir dómar hafa fallið, fórnarlömb kæra brot, fyrnd og ófyrnd, um land allt og mönnum hefur verið vísað úr starfi vegna gamalla brota. Þá hefur almenningur einnig reynt að taka lögin í sínar eigin hendur með ofbeldi og nafngreiningu á meintum kynferðisbrotamönnum, bæði í fjöldapóstum sem dreift er í hús og á samfélagsmiðlum. Sérfræðingar vara við slíkum leiðum og segja það grafa undan réttarkerfinu. Einhver gæti sagt að umfjallanir um tuttugu kynferðisbrotamál gegn börnum á tuttugu dögum væru tuttugu of mikið. Það er vissulega tuttugu kynferðisbrotum of mikið, en hversu erfið sem umræðan kann að vera þá er hún nauðsynleg. Þrjú mál ekki tengd börnum Þrjú kynferðisbrotamál sem ekki tengdust börnum rötuðu í fjölmiðla í janúar 2013 á móti þeim tuttugu þar sem börn komu við sögu. Málin eru misalvarleg. 6. janúar Karlmaður kærir nauðgun til lögreglu sem átti sér stað í miðborg Reykjavíkur. Fyrstu fregnir hermdu að um hópnauðgun hefði verið að ræða en þær voru síðar dregnar til baka. Rannsókn lögreglu á málinu er enn í gangi. 10. janúar Karlmaður er sýknaður af nauðgun í Héraðsdómi Reykjaness. Ástæða sýknu var meðal annars sú að konan sem hann var ákærður fyrir að brjóta á fór úr að ofan og lagðist hjá honum. 11. janúar Stefán Logi Sívarsson og Þorsteinn Birgisson eru dæmdir í fimm ára og fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir hrottafengna nauðgun 19 ára stúlkuHeimild: Fjölmiðlavaktin. Grafík/Klara Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Fjölmiðlar hafa fjallað um tuttugu óskyld mál tengd kynferðislegri misnotkun á börnum á tímabilinu 7.-27. janúar. Karl Vignir Þorsteinsson og hans gjörðir teljast sem eitt. Þrjú kynferðisbrotamál er varða fullorðna hafa verið í fréttum það sem af er ári. Árið 2013 bauð okkur velkomin með stærstu flóðbylgju mála er varðar kynferðisbrot gegn börnum sem sögur fara af á Íslandi. Eins og alþjóð veit hófst umræðan með umfjöllun Kastljóssins þann 7. janúar um Karl Vigni Þorsteinsson, sem játaði í þáttunum að hafa brotið kynferðislega á hátt í fimmtíu börnum á hálfrar aldar tímabili. Fleiri menn voru handteknir í kjölfarið, margir vegna eldri mála, en aðrir létu umræðuna í samfélaginu ekki aftra sér frá því að brjóta þá og þegar á börnum. Rannsóknardeildir lögreglunnar á Akureyri og í Reykjavík hafa vart undan að rannsaka kynferðisbrotamál tengd börnum og unglingum og segjast báðar deildir aldrei fyrr hafa fengið slíkan fjölda mála á jafn stuttum tíma. Barnahús getur ekki annað eftirspurn og samkvæmt forstöðukonu staðarins hafa símalínur verið rauðglóandi allt frá byrjun mánaðarins. Sama sagan er hjá Stígamótum. Ríkissaksóknari segir embættið undirmannað og ákærði einungis í 15 barnaníðsmálum allt árið í fyrra. Alls hafa tuttugu óskyld mál um kynferðisbrot gegn börnum verið til umfjöllunar í fjölmiðlum á tímabilinu 7. janúar til þess 27. Hafa ber í huga að fregnir af brotum Karls Vignis eru þar taldar sem ein. Nokkrir dómar hafa fallið, fórnarlömb kæra brot, fyrnd og ófyrnd, um land allt og mönnum hefur verið vísað úr starfi vegna gamalla brota. Þá hefur almenningur einnig reynt að taka lögin í sínar eigin hendur með ofbeldi og nafngreiningu á meintum kynferðisbrotamönnum, bæði í fjöldapóstum sem dreift er í hús og á samfélagsmiðlum. Sérfræðingar vara við slíkum leiðum og segja það grafa undan réttarkerfinu. Einhver gæti sagt að umfjallanir um tuttugu kynferðisbrotamál gegn börnum á tuttugu dögum væru tuttugu of mikið. Það er vissulega tuttugu kynferðisbrotum of mikið, en hversu erfið sem umræðan kann að vera þá er hún nauðsynleg. Þrjú mál ekki tengd börnum Þrjú kynferðisbrotamál sem ekki tengdust börnum rötuðu í fjölmiðla í janúar 2013 á móti þeim tuttugu þar sem börn komu við sögu. Málin eru misalvarleg. 6. janúar Karlmaður kærir nauðgun til lögreglu sem átti sér stað í miðborg Reykjavíkur. Fyrstu fregnir hermdu að um hópnauðgun hefði verið að ræða en þær voru síðar dregnar til baka. Rannsókn lögreglu á málinu er enn í gangi. 10. janúar Karlmaður er sýknaður af nauðgun í Héraðsdómi Reykjaness. Ástæða sýknu var meðal annars sú að konan sem hann var ákærður fyrir að brjóta á fór úr að ofan og lagðist hjá honum. 11. janúar Stefán Logi Sívarsson og Þorsteinn Birgisson eru dæmdir í fimm ára og fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir hrottafengna nauðgun 19 ára stúlkuHeimild: Fjölmiðlavaktin. Grafík/Klara
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira