Aflaverðmæti jókst um tíu milljarða á tíu mánuðum kolbeinn@frettabladid.is skrifar 31. janúar 2013 06:00 ARnar Sigurmundsson Verðmæti afla íslenskra fiskiskipa á fyrstu tíu mánuðum ársins var 137,9 milljarðar króna. Það er aukning um 8,1 prósent miðað við sama tíma árið 2011 og hefur aflaverðmætið því aukist um 10,3 milljarða á milli ára. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Af þessari tíu milljarða aukningu skilaði góð loðnuvertíð 4,4 milljörðum króna. Árið 2012 skilaði loðnan 13,1 milljarði króna en 8,7 milljörðum árið 2011. Það er aukning um rétt rúmlega 50 prósent. Sem fyrr er það þó botnfiskaflinn sem skilar mestum verðmætum. Verðmæti þorskafla jókst um 12,7 prósent á milli ára, var 41,5 milljarðar árið 2012. Þorskurinn ber því höfuð og herðar yfir aðrar fisktegundir en loðnan kemst næst honum í aflaverðmæti þegar horft er til einstakra fisktegunda. Verðmæti ýsuafla var 10,4 milljarðar og karfans tæpir 12 milljarðar á fyrstu árum ársins 2012. Arnar Sigurmundsson, formaður stjórnar Samtaka fiskvinnslustöðva, segir ánægjuefni hve aflaverðmætið hafi aukist. Hins vegar séu blikur á lofti á mörkuðum. „Botnfiskafurðir fóru að lækka umtalsvert á mörkuðum erlendis þegar leið á árið 2012. Það stafar fyrst og fremst af meira framboði, sérstaklega af þorski. Svo má ekki gleyma því að það eru erfiðleikar í mörgum okkar helstu markaðslöndum í Evrópu.“ Arnar segir það birtast í því sem snýr að útflutningsverðmæti. Hann segir menn hafa nokkrar áhyggjur af stöðunni á þessu ári, bæði þegar kemur að efnahagsástandinu ytra og einnig af auknu framboði á þorski úr Barentshafi. Athyglisvert er að aflaverðmæti eftir verkunarstöðum eykst alls staðar á landinu á árinu 2012 nema á Norðurlandi eystra. Þar dregst það saman um 24 prósent. Erfitt er að segja hvað veldur en sala á skipum og tilfærsla aflaheimilda getur komið þar inn í. Verðmætið á höfuðborgarsvæðinu hækkaði hins vegar um tæp 30 prósent milli ára. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Verðmæti afla íslenskra fiskiskipa á fyrstu tíu mánuðum ársins var 137,9 milljarðar króna. Það er aukning um 8,1 prósent miðað við sama tíma árið 2011 og hefur aflaverðmætið því aukist um 10,3 milljarða á milli ára. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Af þessari tíu milljarða aukningu skilaði góð loðnuvertíð 4,4 milljörðum króna. Árið 2012 skilaði loðnan 13,1 milljarði króna en 8,7 milljörðum árið 2011. Það er aukning um rétt rúmlega 50 prósent. Sem fyrr er það þó botnfiskaflinn sem skilar mestum verðmætum. Verðmæti þorskafla jókst um 12,7 prósent á milli ára, var 41,5 milljarðar árið 2012. Þorskurinn ber því höfuð og herðar yfir aðrar fisktegundir en loðnan kemst næst honum í aflaverðmæti þegar horft er til einstakra fisktegunda. Verðmæti ýsuafla var 10,4 milljarðar og karfans tæpir 12 milljarðar á fyrstu árum ársins 2012. Arnar Sigurmundsson, formaður stjórnar Samtaka fiskvinnslustöðva, segir ánægjuefni hve aflaverðmætið hafi aukist. Hins vegar séu blikur á lofti á mörkuðum. „Botnfiskafurðir fóru að lækka umtalsvert á mörkuðum erlendis þegar leið á árið 2012. Það stafar fyrst og fremst af meira framboði, sérstaklega af þorski. Svo má ekki gleyma því að það eru erfiðleikar í mörgum okkar helstu markaðslöndum í Evrópu.“ Arnar segir það birtast í því sem snýr að útflutningsverðmæti. Hann segir menn hafa nokkrar áhyggjur af stöðunni á þessu ári, bæði þegar kemur að efnahagsástandinu ytra og einnig af auknu framboði á þorski úr Barentshafi. Athyglisvert er að aflaverðmæti eftir verkunarstöðum eykst alls staðar á landinu á árinu 2012 nema á Norðurlandi eystra. Þar dregst það saman um 24 prósent. Erfitt er að segja hvað veldur en sala á skipum og tilfærsla aflaheimilda getur komið þar inn í. Verðmætið á höfuðborgarsvæðinu hækkaði hins vegar um tæp 30 prósent milli ára.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira